Íþróttafréttamaðurinn litskrúðugi Craig Sager snéri aftur á völlinn í gær eftir ellefu mánaða fjarveru þar sem Sager var að berjast við krabbamein.
Sager er einn þekktasti íþróttafréttamaður heims en hann tekur viðtöl á NBA-leikjum og klæðist ávallt fáranlegum jakkafötum.
Hann sveik engann með fatavali sínu í gær er hann var mættur á leik Chicago og Oklahoma. Áhorfendur tóku gríðarlega vel á móti honum sem og leikmenn.
Lukkudýr Chicago afhenti Sager síðan skrautlegan jakka eftir fyrsta leikhlutann. Jakkinn fór Sager afar vel.
Körfubolti