Tónlist

Aldrei fór ég suður með órafmagnaða tónleika í Ísafjarðarkirkju

Birgir Olgeirsson skrifar
Júníus Meyvant er á meðal þeirra sem koma fram á órafmögnuðum tónleikum í Ísafjarðarkirkju föstudaginn langa en tónleikarnir verða hluti af ísfirsku tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður.
Júníus Meyvant er á meðal þeirra sem koma fram á órafmögnuðum tónleikum í Ísafjarðarkirkju föstudaginn langa en tónleikarnir verða hluti af ísfirsku tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður. Vísir/Pjetur/IngólfurBjargmundarson/Íton
Breytingar hafa verið gerðar á ísfirsku tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður. Undanfarin ár hefur hátíðin boðið upp á tónlistaratriði föstudaginn langa og laugardag fyrir páska í skemmunni á Grænagarði í Skutulsfirði en í ár verður sú breyting að haldnir verða órafmagnaðir tónleikar í Ísafjarðarkirkju á föstudeginum langa ásamt öðrum viðburðum sem verða kynntir síðar.

Þeir tónlistarmenn sem munu koma fram í Ísafjarðarkirkju eru Valdimar Guðmundsson, Himbrimi, Guðrið Hansdóttir og Júníus Meyvant. Í tilkynningu frá Birnu Jónasdóttur, rokkstjóra Aldrei fór ég suður, kemur fram að ýmsir viðburðir verða víðsvegar á Ísafirði að kvöldi föstudagsins langa og verða þeir kynntir til sögunnar á næstu dögum.

Því má eflaust vænta spennandi breytinga á þessari tónlistarhátíð sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og virðist hún vera að breiða arma sína yfir allan bæinn á föstudeginum langa en vænta má að tónleikar verði í skemmunni á Grænagarði á laugardeginum.

Hér fyrir neðan má sjá þá tónlistarmenn sem koma fram í Ísafjarðarkirkju:

Hljómsveitin Valdimar (Valdimar Guðmundsson verður þó einn í Ísafjarðarkirkju)

Himbrimi

Guðrið Hansdóttir

Júníus Meyvant






Fleiri fréttir

Sjá meira


×