Ríkur Finni fékk 8 milljón króna hraðasekt Finnur Thorlacius skrifar 5. mars 2015 13:16 Þokkaleg upphæðin á sekt Finnans efnaða. Í Finnlandi miðast sektir vegna umferðalagabrota við tekjur þeirra sem brjóta lögin. Því getur verið ansi dýrt fyrir efnaða þar í landi að komast í kast við þau. Það fékk einn Finni, Reima Kuisla, að finna fyrir um daginn. Hann fékk rukkun uppá 54.024 evrur fyrir það brot sitt að aka bíl sínum á 103 km hraða þar sem hámarkshraði var 80. Ekki er hægt að segja að um ofsaakstur hans hafi verið að ræða og spurning hversu sektin hefði verið há ef hann hefði kítlað pinnann örlítið meira. Reima Kuisla er efnaður maður og tekjur hans á síðasta ári námu 950 milljónum króna. Það fer því nærri að hann þurfi að greiða 1% af launum sínum í fyrra í þessa sekt. Reima sagði eftir að hann hafði fengið þessa sekt að það væri í raun engin leið fyrir efnað fólk að búa lengur í Finnlandi og að hann væri að hugleiða það að flytja úr landi. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent
Í Finnlandi miðast sektir vegna umferðalagabrota við tekjur þeirra sem brjóta lögin. Því getur verið ansi dýrt fyrir efnaða þar í landi að komast í kast við þau. Það fékk einn Finni, Reima Kuisla, að finna fyrir um daginn. Hann fékk rukkun uppá 54.024 evrur fyrir það brot sitt að aka bíl sínum á 103 km hraða þar sem hámarkshraði var 80. Ekki er hægt að segja að um ofsaakstur hans hafi verið að ræða og spurning hversu sektin hefði verið há ef hann hefði kítlað pinnann örlítið meira. Reima Kuisla er efnaður maður og tekjur hans á síðasta ári námu 950 milljónum króna. Það fer því nærri að hann þurfi að greiða 1% af launum sínum í fyrra í þessa sekt. Reima sagði eftir að hann hafði fengið þessa sekt að það væri í raun engin leið fyrir efnað fólk að búa lengur í Finnlandi og að hann væri að hugleiða það að flytja úr landi.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent