Ríkur Finni fékk 8 milljón króna hraðasekt Finnur Thorlacius skrifar 5. mars 2015 13:16 Þokkaleg upphæðin á sekt Finnans efnaða. Í Finnlandi miðast sektir vegna umferðalagabrota við tekjur þeirra sem brjóta lögin. Því getur verið ansi dýrt fyrir efnaða þar í landi að komast í kast við þau. Það fékk einn Finni, Reima Kuisla, að finna fyrir um daginn. Hann fékk rukkun uppá 54.024 evrur fyrir það brot sitt að aka bíl sínum á 103 km hraða þar sem hámarkshraði var 80. Ekki er hægt að segja að um ofsaakstur hans hafi verið að ræða og spurning hversu sektin hefði verið há ef hann hefði kítlað pinnann örlítið meira. Reima Kuisla er efnaður maður og tekjur hans á síðasta ári námu 950 milljónum króna. Það fer því nærri að hann þurfi að greiða 1% af launum sínum í fyrra í þessa sekt. Reima sagði eftir að hann hafði fengið þessa sekt að það væri í raun engin leið fyrir efnað fólk að búa lengur í Finnlandi og að hann væri að hugleiða það að flytja úr landi. Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent
Í Finnlandi miðast sektir vegna umferðalagabrota við tekjur þeirra sem brjóta lögin. Því getur verið ansi dýrt fyrir efnaða þar í landi að komast í kast við þau. Það fékk einn Finni, Reima Kuisla, að finna fyrir um daginn. Hann fékk rukkun uppá 54.024 evrur fyrir það brot sitt að aka bíl sínum á 103 km hraða þar sem hámarkshraði var 80. Ekki er hægt að segja að um ofsaakstur hans hafi verið að ræða og spurning hversu sektin hefði verið há ef hann hefði kítlað pinnann örlítið meira. Reima Kuisla er efnaður maður og tekjur hans á síðasta ári námu 950 milljónum króna. Það fer því nærri að hann þurfi að greiða 1% af launum sínum í fyrra í þessa sekt. Reima sagði eftir að hann hafði fengið þessa sekt að það væri í raun engin leið fyrir efnað fólk að búa lengur í Finnlandi og að hann væri að hugleiða það að flytja úr landi.
Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent