Körfubolti

Samkynhneigður launsonur Chamberlain stígur fram

Aaron Levi.
Aaron Levi. mynd/SI
Falið leyndarmál körfuboltagoðsagnarinnar Wilt Chamberlain hefur nú stigið fram.

Það er sonur hans, Aaron Levi, sem nú er orðinn fimmtugur. Hann var ættleiddur aðeins sex mánaða gamall og fór ekki að leita uppruna síns fyrr en eftir fertugt. Hann náði síðan að komast í samband við móður sína sem sagði honum allt af létta.

Móðir hans tjáði honum að hann hefði komið undir er hún hitti Chamberlain í San Francisco árið 1964. Hún hefði verið ung og ekki þorað að segja fjölskyldu sinni frá óléttunni. Því gaf hún barnið frá sér.

Líkt og faðir sinn er Levi afar hávaxinn en þrátt fyrir góð gen hafði hann engan áhuga á körfubolta. Hann hefur reyndar ekki áhuga á íþróttum. Levi er samkynhneigður og með mikinn áhuga á listum. Hann er prentari og listamaður í dag.

Chamberlain lést árið 1999 en sór fram á dauðadag að hann ætti engin lausaleiksbörn þó svo hann hefði, að eigin sögn, sængað há 20 þúsund konum um ævina.

Levi segist ekki vera á höttunum eftir þeim peningum sem faðir hans skildi eftir sig. Hann hefur leitað eftir kynnum við fjölskyldu Chamberlain sem vill ekkert með hann hafa.

Nánar má lesa um þetta mál hér.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×