Af málfrelsi Ásmundar Friðrikssonar Siggeir F. Ævarsson skrifar 4. mars 2015 14:55 Ásmundi Friðrikssyni, alþingismanni Sjálfstæðismanna, hefur undanfarið verið tíðrætt um tjáningarfrelsi sitt og meinta aðför að því. „Tjáningarfrelsi mitt er fótum troðið,“ fullyrti Ásmundur fullum fetum á Alþingi. Fyrir framan allt löggjafarvald þjóðarinnar, myndavélar sem sendu tjáningu hans beint í sjónvörp og tölvur um land allt, og fyrir framan fólk sem hefur það að starfi að punkta nákvæmlega niður allt sem Ásmundur segir og skrá það og varðveita. Þar sem enginn getur mótmælt orðum hans og þau munu standa um aldir alda. Þetta er vægast sagt undarleg túlkun á tjáningarfrelsinu. Í tjáningarfrelsinu felst vissulega réttur til að segja hvað sem er, hversu heimskulegt, órökrétt, íhaldssamt eða fornfálegt það kann að vera. Í tjáningarfrelsinu felst aftur á móti enginn réttur til að halda þessum skoðunum fram óáreittur og gagnrýnislaust. Ef Ásmundi finnst virkir í athugasemdum vera að vega ómaklega að sér ætti hann kannski að leita sér að annarri vinnu. Ásmundur segir að við þurfum að taka umræðuna og hann sé aðeins að spyrja spurninga. En þegar spurningarnar eru bæði gildishlaðnar og leiðandi eru þær ekki lengur spurningar heldur illa dulbúnar fullyrðingar, til þess eins ætlaðar að sá fræjum fordóma, ótta og sundrungar. „Þeir sem vekja athygli á hættunni sem steðjar að nágrannalöndum okkar eru skotnir niður og ataðir auri í samfélagsumræðunni,“ sagði Ásmundur. Í þeim löndum sem tjáningarfrelsið er raunverulega fótum troðið eru menn bókstaflega skotnir eða stungið í fangelsi. Að halda því fram að tjáningarfrelsi íslenskra alþingismanna sé á einhvern hátt takmarkað er hrein og bein móðgun við alla þá einstaklinga sem hafa týnt lífinu eða dúsa í fangelsi vegna orða sinna sem voru yfirvöldum ekki þóknanleg. Mér er það mjög til efs að Ásmundur sé svo illa gefinn að hann skilji ekki hvernig málfrelsið virkar, þó svo að ég geti auðvitað ekki útilokað það. Líklegra þykir mér að að baki þessum málflutningi liggi annarlegar hvatir. Tilraun til að höfða til lægsta samnefnara mannlegrar lágkúru. En kannski er þetta rétt hjá Ásmundi, kannski þurfum við að taka þessa umræðu og ræða um hryðjuverkaógnir á Íslandi. Við getum þá byrjað á því að ræða að síðasta tilraun til hryðjuverks á Íslandi var gerð af innfæddum Íslendingi sem ætlaði að drepa forsætisráðherra Samfylkingarinnar með heimagerðri sprengju. Það er kannski kominn tími til að bakgrunnur andstæðinga Evrópusambandsins verði kannaður með forvirkum rannsóknarheimildum?Höfundur er sagnfræðingur og fyrrum Sjálfstæðismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ásmundi Friðrikssyni, alþingismanni Sjálfstæðismanna, hefur undanfarið verið tíðrætt um tjáningarfrelsi sitt og meinta aðför að því. „Tjáningarfrelsi mitt er fótum troðið,“ fullyrti Ásmundur fullum fetum á Alþingi. Fyrir framan allt löggjafarvald þjóðarinnar, myndavélar sem sendu tjáningu hans beint í sjónvörp og tölvur um land allt, og fyrir framan fólk sem hefur það að starfi að punkta nákvæmlega niður allt sem Ásmundur segir og skrá það og varðveita. Þar sem enginn getur mótmælt orðum hans og þau munu standa um aldir alda. Þetta er vægast sagt undarleg túlkun á tjáningarfrelsinu. Í tjáningarfrelsinu felst vissulega réttur til að segja hvað sem er, hversu heimskulegt, órökrétt, íhaldssamt eða fornfálegt það kann að vera. Í tjáningarfrelsinu felst aftur á móti enginn réttur til að halda þessum skoðunum fram óáreittur og gagnrýnislaust. Ef Ásmundi finnst virkir í athugasemdum vera að vega ómaklega að sér ætti hann kannski að leita sér að annarri vinnu. Ásmundur segir að við þurfum að taka umræðuna og hann sé aðeins að spyrja spurninga. En þegar spurningarnar eru bæði gildishlaðnar og leiðandi eru þær ekki lengur spurningar heldur illa dulbúnar fullyrðingar, til þess eins ætlaðar að sá fræjum fordóma, ótta og sundrungar. „Þeir sem vekja athygli á hættunni sem steðjar að nágrannalöndum okkar eru skotnir niður og ataðir auri í samfélagsumræðunni,“ sagði Ásmundur. Í þeim löndum sem tjáningarfrelsið er raunverulega fótum troðið eru menn bókstaflega skotnir eða stungið í fangelsi. Að halda því fram að tjáningarfrelsi íslenskra alþingismanna sé á einhvern hátt takmarkað er hrein og bein móðgun við alla þá einstaklinga sem hafa týnt lífinu eða dúsa í fangelsi vegna orða sinna sem voru yfirvöldum ekki þóknanleg. Mér er það mjög til efs að Ásmundur sé svo illa gefinn að hann skilji ekki hvernig málfrelsið virkar, þó svo að ég geti auðvitað ekki útilokað það. Líklegra þykir mér að að baki þessum málflutningi liggi annarlegar hvatir. Tilraun til að höfða til lægsta samnefnara mannlegrar lágkúru. En kannski er þetta rétt hjá Ásmundi, kannski þurfum við að taka þessa umræðu og ræða um hryðjuverkaógnir á Íslandi. Við getum þá byrjað á því að ræða að síðasta tilraun til hryðjuverks á Íslandi var gerð af innfæddum Íslendingi sem ætlaði að drepa forsætisráðherra Samfylkingarinnar með heimagerðri sprengju. Það er kannski kominn tími til að bakgrunnur andstæðinga Evrópusambandsins verði kannaður með forvirkum rannsóknarheimildum?Höfundur er sagnfræðingur og fyrrum Sjálfstæðismaður.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar