Körfubolti

Knicks sektað vegna saklausra ummæla Jackson

Jackson þarf að gæta orða sinna í framtíðinni.
Jackson þarf að gæta orða sinna í framtíðinni. vísir/getty
Reglurnar í NBA-deildinni geta verið ansi strangar. Það fékk NY Knicks og forseti félagsins, Phil Jackson, að reyna í gær.

Þá var félagið sektað um ótilgreinda upphæð þar sem Jackson hafði tjáð sig um háskólaleikmanninn D'Angelo Russell sem er nýliði hjá Ohio State.

„Þetta er flottur strákur sem á örugglega bjarta framtíð fyrir sér," sagði Jackson.

Saklaus orð en stundum má ekkert. Reglur NBA-deildarinnar meina nefnilega félögum og mönnum tengdum félögum að tjá sig opinberlega um leikmenn sem hafa ekki gefið kost á sér í nýliðaval NBA-deildarinnar.

Þetta er önnur sektin sem Jackson fær eftir að hann varð æðsti prestur hjá Knicks.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×