Svona verðurðu morgunhani Rikka skrifar 4. mars 2015 14:00 visir/getty Morgunstund gefur gull í mund er málsháttur sem svo sannarlega hittir naglann á höfuðið. Þeir sem að vakna snemma á morgnana koma meiru í verk og eru víst almennt glaðari en þeir sem að snúsa fram á síðustu mínútu. Hljómar vel, ekki satt? En hvað getur þú gert til þess að vakna fyrr á morgnana?Farðu snemma að sofaJá, þetta ráð var nú nokkuð augljóst. Það er ekkert vit í því að fara seint að sofa og vakna snemma. Gættu þess þó að hafa þetta allt innan skynsamlegs ramma og stilltu tímann hóflega snemma.Í hverju þú ætlarðu að fara?Stundum fer tími í það á morgnana að ákveða í hverju eigi nú að fara þennan daginn. Yfirleitt er nú hugmyndaflugið ekki það öflugasta eldsnemma á morgnana og algjör tímasparnaður að vera búin að ákveða þetta kvöldið áður. Svo er líka svo afskaplega leiðinlegt að vera að leita að öllu á morgnana.Kaffi, kaffi, kaffiFyrir þá sem að elska kaffi þá er gott ráð að eiga gott kaffi heima fyrir. Það getur verið ágætis gulrót að vita til þess að það bíði þín rjúkandi heitt og gott kaffi þegar þú kemur framúr.VekjaraklukkanÞað eiga allir sér eftirlætislag og lag sem að kemur þeim í gott skap, er það ekki? Flestir eru svo með síma þar sem að hægt er að stilla lagið góða sem vakningu á vekjaraklukkunni.Skoðaðu morgundaginnFarðu yfir það sem að þú þarft að gera áður en að þú ferð í háttinn, skrifaðu það niður og tæmdu hugann í dagatalið þitt eða minnisbókina. Á þann hátt ertu líklegri til þess að fara ljúfar inn í daginn. Heilsa Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Morgunstund gefur gull í mund er málsháttur sem svo sannarlega hittir naglann á höfuðið. Þeir sem að vakna snemma á morgnana koma meiru í verk og eru víst almennt glaðari en þeir sem að snúsa fram á síðustu mínútu. Hljómar vel, ekki satt? En hvað getur þú gert til þess að vakna fyrr á morgnana?Farðu snemma að sofaJá, þetta ráð var nú nokkuð augljóst. Það er ekkert vit í því að fara seint að sofa og vakna snemma. Gættu þess þó að hafa þetta allt innan skynsamlegs ramma og stilltu tímann hóflega snemma.Í hverju þú ætlarðu að fara?Stundum fer tími í það á morgnana að ákveða í hverju eigi nú að fara þennan daginn. Yfirleitt er nú hugmyndaflugið ekki það öflugasta eldsnemma á morgnana og algjör tímasparnaður að vera búin að ákveða þetta kvöldið áður. Svo er líka svo afskaplega leiðinlegt að vera að leita að öllu á morgnana.Kaffi, kaffi, kaffiFyrir þá sem að elska kaffi þá er gott ráð að eiga gott kaffi heima fyrir. Það getur verið ágætis gulrót að vita til þess að það bíði þín rjúkandi heitt og gott kaffi þegar þú kemur framúr.VekjaraklukkanÞað eiga allir sér eftirlætislag og lag sem að kemur þeim í gott skap, er það ekki? Flestir eru svo með síma þar sem að hægt er að stilla lagið góða sem vakningu á vekjaraklukkunni.Skoðaðu morgundaginnFarðu yfir það sem að þú þarft að gera áður en að þú ferð í háttinn, skrifaðu það niður og tæmdu hugann í dagatalið þitt eða minnisbókina. Á þann hátt ertu líklegri til þess að fara ljúfar inn í daginn.
Heilsa Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira