Sjö ára bið Harrington eftir PGA-sigri á enda 2. mars 2015 18:30 Harrington fagnar sigrinum í dag. Getty Honda Classic kláraðist í dag en bestu kylfingum PGA-mótaraðarinnar tókst ekki að klára mótið í gær vegna þrumuveðurs sem gerði þeim lífið leitt nánast alla helgina. Þrátt fyrir það var keppnin mjög spennandi en að loknum 72 holum voru Padraig Harrington og nýliðinn Daniel Berger jafnir í efsta sæti á sex höggum undir pari, einu höggi á undan Russel Knox, Paul Casey og Ian Poulter sem komu á fimm undir. Það þurfti því að grípa til bráðabana þar sem Harrington hafði betur á annarri holu eftir að hafa fengið par en Berger krækti sér í tvöfaldan skolla. Margt hefur drifið á daga Harrington síðan að hann sigraði síðast í móti á PGA-mótaröðinni en það var sjálft PGA-meistaramótið árið 2008. Undanfarið hefur þessi brosmildi kylfingur átt erfitt uppdráttar en bakmeiðsli og vandamál með púttin, sem hafa oftar en ekki verið hans sterkasta hlið, hafa hamlað honum töluvert. Harrington hóf leik á PGA-National vellinum á fimmtudaginn í 297. sæti á heimslistanum í golfi en ásamt því að skjótast upp listann með sigrinum í dag fær hann 140 milljónir króna í verðlaunafé ásamt þátttökurétt á stærstu mótum ársins í golfheiminum. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er sjálft Cadillac meistaramótið sem hluti er af heimsmótaröðinni í golfi en það hefst á fimmtudaginn. Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Honda Classic kláraðist í dag en bestu kylfingum PGA-mótaraðarinnar tókst ekki að klára mótið í gær vegna þrumuveðurs sem gerði þeim lífið leitt nánast alla helgina. Þrátt fyrir það var keppnin mjög spennandi en að loknum 72 holum voru Padraig Harrington og nýliðinn Daniel Berger jafnir í efsta sæti á sex höggum undir pari, einu höggi á undan Russel Knox, Paul Casey og Ian Poulter sem komu á fimm undir. Það þurfti því að grípa til bráðabana þar sem Harrington hafði betur á annarri holu eftir að hafa fengið par en Berger krækti sér í tvöfaldan skolla. Margt hefur drifið á daga Harrington síðan að hann sigraði síðast í móti á PGA-mótaröðinni en það var sjálft PGA-meistaramótið árið 2008. Undanfarið hefur þessi brosmildi kylfingur átt erfitt uppdráttar en bakmeiðsli og vandamál með púttin, sem hafa oftar en ekki verið hans sterkasta hlið, hafa hamlað honum töluvert. Harrington hóf leik á PGA-National vellinum á fimmtudaginn í 297. sæti á heimslistanum í golfi en ásamt því að skjótast upp listann með sigrinum í dag fær hann 140 milljónir króna í verðlaunafé ásamt þátttökurétt á stærstu mótum ársins í golfheiminum. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er sjálft Cadillac meistaramótið sem hluti er af heimsmótaröðinni í golfi en það hefst á fimmtudaginn.
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira