Sport

Rice íhugaði sjálfsmorð

Ray Rice.
Ray Rice. vísir/getty
Árið 2014 var ekki ár Ray Rice. Honum var kastað úr NFL-deildinni eftir að hafa rotað eiginkonu sína í lyftu.

Mikið hefur gengið á hjá honum síðan málið kom upp og Rice viðurkennir að hafa orðið mjög þungur.

„Mér fannst um tíma ekki vera nein ástæða til þess að lifa lengur. Ég veit núna af hverju fólk fremur sjálfsmorð," sagði Rice.

Hann rotaði eiginkonu sína í lyftu og dró hana síðan meðvitundarlausa úr lyftunni á hárinu. Málið vakti heimsathygli og hefur meðal annars orðið til þess að NFL-deildin er farin að taka fastar á heimilisofbeldi leikmanna.

Hann var upprunalega aðeins dæmdur í tveggja leikja bann en það bann var síðan lengt eftir að allt varð vitlaust. Fyrir vikið var hann rekinn frá Baltimore Ravens og varð þar af hundruðum milljóna.

„Mér leið alveg skelfilega. Ég vildi refsa sjálfum mér. Ég var mjög langt niðri. Ég var maður sem hafði gert allt rétt og svo var ég orðinn hataðasti maður heims. Það var virkilega erfitt. Ef ég væri ekki faðir þá veit ekki hvað hefði gerst. Ég mun aldrei láta dóttur mína alast upp föðurlaus."

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×