Innlent

„Spilling og valdhroki á ekki upp á pallborðið“

Jakob Bjarnar skrifar
Birgitta: Þetta hljóta að vera skýr skilaboð til ríkisstjórnarinnar, sér í lagi til Sjálfstæðisflokksins um að snúa til baka af vegferð gerræðis.
Birgitta: Þetta hljóta að vera skýr skilaboð til ríkisstjórnarinnar, sér í lagi til Sjálfstæðisflokksins um að snúa til baka af vegferð gerræðis. visir/valli
Píratar eru, samkvæmt nýrri skoðanakönnun, orðnir stærsta stjórnmálaaflið á Íslandi. Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, er eðli máls samkvæmt ánægð með þetta en jafnframt hissa:

„Ég verð að vera algerlega heiðarleg: ég veit ekki af hverju við njótum svona mikils trausts, við erum öll jafn hissa, þakklát og tökum þessu með fyrirvara um að þetta sé endurspeglun á vantrausti á hefðbundnum stjórnmálum,“ segir Birgitta. Hún vísar til þess að kannanir hafa sýnt að tiltrú almennings á stjórnmálamönnum er við frostmark.

„Það er búið að reyna til þrautar hefðbundin stjórnmál og fólk er orðið langþreytt að raunverulegar breytingar eigi sér stað. Spilling og valdhroki á greinilega ekki upp á pallborðið hjá mörgum og það er vel.

Við tökum þessu af æðruleysi og auðmýkt. Þetta hljóta að vera skýr skilaboð til ríkisstjórnarinnar, sér í lagi til Sjálfstæðisflokksins um að snúa til baka af vegferð gerræðis þess sem hefur verið allt umlykjandi undanfarið,“ segir Birgitta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×