Körfubolti

Leikmaður úr 1996-liði Chicago Bulls lést í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jack Haley í leik með Chicago Bulls.
Jack Haley í leik með Chicago Bulls. Vísir/Getty
Chicago Bulls 1995-96 setti met með því að vinna 72 af 82 leikjum sínum í deildarkeppninni en í gær kvaddi einn leikmanna liðsins þennan heim.

Jack Haley, sem lék alls í níu tímabil í NBA-deildinni, lést í gær en hann glímdi við hjartasjúkdóm. Haley var 51 árs.

Jack Haley spilaði með Chicago Bulls, New Jersey Nets, Los Angeles Lakers of San Antonio Spurs og sínum NBA-ferli og var með 3,5 stig og 2,7 stoðsendingar að meðaltali.

Haley var 208 sentímetra miðherji sem var ekki með Bulls-liðinu í úrslitakeppninni 1996 en kom við sögu í lokaleik deildarkeppninnar þar sem hann var með fimm stig á sjö mínútum.

„Chicago Bulls fjölskyldan hefur fengið þær sorglegu fréttir að fyrrum leikmaður liðsins, Jack Haley, hafi látist. Hann var mikilvægur meðlimur 1995-96 meistaraliðsins, áhugasamur og hvetjandi liðsfélagi sem kom alltaf með orku og eldmóð inn í félagið. Við sendum fjölskyldu Jack okkar samúðarkveðjur," sagði í yfirlýsingu frá Chicago Bulls.

Jack Haley vildi sjálfur ekki taka undir það að hann hafi verið barnapía Dennis Rodman í þessu 1996-liði en Rodman birti mynd af Haley að kyssa hann á kinnina á twitter-síðu sinni.

Haley var ekki aðeins þekktur fyrir að spila í NBA. Hann lék í körfuboltamyndunum „Eddie" og „Rebound" og hann lék einnig í tónlistarmyndbandinu "Love in an Elevator" með Aerosmith.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×