Jordan Spieth sýndi stáltaugar og sigraði á Valspar Championship 16. mars 2015 16:00 Spieth fagnar af innlifun í gær. Getty Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth sigraði á Valspar Chamionship sem kláraðist í gær en þetta er annar sigur hans á PGA-mótaröðinni á ferlinum og sá fjórði á atvinnumannamóti í golfi. Lokahringurinn á Copperhead vellinum var mjög spennandi og margir kylfingar voru um hituna í toppbaráttunni en úrslit réðust ekki fyrr en á þriðju holu í bráðabana þar sem Spieth hafði betur gegn Patrick Reed og Sean O‘Hare eftir að hafa sett niður tíu metra pútt fyrir fugli. Þeir þrír léku hringina fjóra á samtals tíu höggum undir pari en Ryan Moore, sem leiddi mótið lengst framan af, fann sig ekki á lokahringnum og endaði að lokum einn í fimmta sæti, höggi á eftir Svíanum Henrik Stenson, á átta höggum undir pari. Sigurinn hjá Spieth var afar sætur en boltaslátturinn hjá honum var ekki upp á marga fiska á lokahringnum í gær. Hann sýndi hins vegar af hverju hann er talinn vera ein af framtíðarstjörnum PGA-mótaraðarinnar með ótrúlegum tilþrifum í kring um flatirnar sem héldu honum í toppbaráttunni og tryggði honum sigurinn að lokum. Sigurinn færði Spieth rúmlega 130 milljónir króna í aðra hönd en á tveimur og hálfu ári hefur þessi ótrúlegi kylfingur halað inn yfir milljarði króna í verðlaunafé. Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth sigraði á Valspar Chamionship sem kláraðist í gær en þetta er annar sigur hans á PGA-mótaröðinni á ferlinum og sá fjórði á atvinnumannamóti í golfi. Lokahringurinn á Copperhead vellinum var mjög spennandi og margir kylfingar voru um hituna í toppbaráttunni en úrslit réðust ekki fyrr en á þriðju holu í bráðabana þar sem Spieth hafði betur gegn Patrick Reed og Sean O‘Hare eftir að hafa sett niður tíu metra pútt fyrir fugli. Þeir þrír léku hringina fjóra á samtals tíu höggum undir pari en Ryan Moore, sem leiddi mótið lengst framan af, fann sig ekki á lokahringnum og endaði að lokum einn í fimmta sæti, höggi á eftir Svíanum Henrik Stenson, á átta höggum undir pari. Sigurinn hjá Spieth var afar sætur en boltaslátturinn hjá honum var ekki upp á marga fiska á lokahringnum í gær. Hann sýndi hins vegar af hverju hann er talinn vera ein af framtíðarstjörnum PGA-mótaraðarinnar með ótrúlegum tilþrifum í kring um flatirnar sem héldu honum í toppbaráttunni og tryggði honum sigurinn að lokum. Sigurinn færði Spieth rúmlega 130 milljónir króna í aðra hönd en á tveimur og hálfu ári hefur þessi ótrúlegi kylfingur halað inn yfir milljarði króna í verðlaunafé.
Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira