Sæmundur fróði og baráttan við Kölska Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2015 19:10 Ný íslensk ópera, Sæmundur Fróði, eftir Þórunni Guðmundsdóttur verður frumsýnd í Iðnó klukkan átta í kvöld. Þetta er fimmta ópera Þórunnar sem einnig leikstýrir verkinu. Fréttastofan leit inn í iðnó síðdegis þegar söngvarar og aðstoðarfólk var að hafa sig til fyrir frumsýninguna en sýningarnar verða samtals fjórar. Þessi fjölmenna sýning er samvinnuverkefni leikfélagsins Hugleiks og Tónlistarskólans í Reykjavík en tíu manna hljómsveit og 24 söngvarar taka þátt í sýningunni. Sæmundur fróði sem fæddist 1056 og lést 1133 var með lærðustu mönnum sinnar tíðar og nam við Svartaskóla í París. Þaðan varð til goðsögn um hann og viðureign hans við Kölska sem kemur að sjálfsögðu við sögu í í óperunni. Sæmundur var goðorðsmaður og prestur í Odda en þótt rit hans séu öll glötuð er vitað að hann skrifaði töluvert um sögulegt efni og þá líklega á latínu. „Togstreitan milli góðs og ills er rakinn efniviður í óperu. Kímnin í sögunni kallast á við hættuna á eilífri glötun og þegar það bætist við að ólíkindatólið Kölski getur brugðið sér í allra kvikinda líki þá er höfundi skemmt,” segir í tilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar. En auk frumsýningarinnar í kvöld verða sýningar dagana 16., 17. og 18. mars. Einar Þór Guðmundsson, sem syngur hlutverk Sæmundar, flutti fyrir okkur brot úr einni aríu eins og sjá má í innslaginu hér að ofan. Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ný íslensk ópera, Sæmundur Fróði, eftir Þórunni Guðmundsdóttur verður frumsýnd í Iðnó klukkan átta í kvöld. Þetta er fimmta ópera Þórunnar sem einnig leikstýrir verkinu. Fréttastofan leit inn í iðnó síðdegis þegar söngvarar og aðstoðarfólk var að hafa sig til fyrir frumsýninguna en sýningarnar verða samtals fjórar. Þessi fjölmenna sýning er samvinnuverkefni leikfélagsins Hugleiks og Tónlistarskólans í Reykjavík en tíu manna hljómsveit og 24 söngvarar taka þátt í sýningunni. Sæmundur fróði sem fæddist 1056 og lést 1133 var með lærðustu mönnum sinnar tíðar og nam við Svartaskóla í París. Þaðan varð til goðsögn um hann og viðureign hans við Kölska sem kemur að sjálfsögðu við sögu í í óperunni. Sæmundur var goðorðsmaður og prestur í Odda en þótt rit hans séu öll glötuð er vitað að hann skrifaði töluvert um sögulegt efni og þá líklega á latínu. „Togstreitan milli góðs og ills er rakinn efniviður í óperu. Kímnin í sögunni kallast á við hættuna á eilífri glötun og þegar það bætist við að ólíkindatólið Kölski getur brugðið sér í allra kvikinda líki þá er höfundi skemmt,” segir í tilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar. En auk frumsýningarinnar í kvöld verða sýningar dagana 16., 17. og 18. mars. Einar Þór Guðmundsson, sem syngur hlutverk Sæmundar, flutti fyrir okkur brot úr einni aríu eins og sjá má í innslaginu hér að ofan.
Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira