Er Samsung hæfara til smíði rafbíls en Apple? Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2015 14:22 Skildu þessir tveir raftækjaframleiðendur halla sér brátt að smíði bíla? Nú þegar sögur fara af hugsanlegri smíði Apple á rafmagnsbíl hefur verið bent á að ef skoðuð eru einkaleyfi sem tengjast tækni í bíla þá hefur Samsung skráð mun fleiri slík en Apple. Apple er skráð fyrir 275 einkaleyfum er tengjast bílum en Samsung 3.094. Mörg þessara leyfa Samsung tengjast rafhlöðum, sem bæði geta nýst við smíði síma, annarra raftækja og rafmagnsbíla. Apple hefur skráð afar fá leyfi er tengjast rafhlöðum og því er ef til vill ekkert skrítið að Apple hafi nálgast Tesla varðandi rafhlöður. Einnig hefur heyrst af hugsanlegum kaupum Apple á Tesla, en engar slíkar fréttir hafa verið staðfestar. Þegar skoðuð voru 5.036 einkaleyfi sem fyrirtækin Samsung, Apple, Google, Tesla og Uber hafa skráð og tengjast bílum sést að Samsung á 61% þeirra, eða 3.094. Því ætti Samsung að standa betur að vígi en Apple ef áhugi væri fyrir því að smíða bíla, og þá helst rafmagnsbíla. Tækni Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent
Nú þegar sögur fara af hugsanlegri smíði Apple á rafmagnsbíl hefur verið bent á að ef skoðuð eru einkaleyfi sem tengjast tækni í bíla þá hefur Samsung skráð mun fleiri slík en Apple. Apple er skráð fyrir 275 einkaleyfum er tengjast bílum en Samsung 3.094. Mörg þessara leyfa Samsung tengjast rafhlöðum, sem bæði geta nýst við smíði síma, annarra raftækja og rafmagnsbíla. Apple hefur skráð afar fá leyfi er tengjast rafhlöðum og því er ef til vill ekkert skrítið að Apple hafi nálgast Tesla varðandi rafhlöður. Einnig hefur heyrst af hugsanlegum kaupum Apple á Tesla, en engar slíkar fréttir hafa verið staðfestar. Þegar skoðuð voru 5.036 einkaleyfi sem fyrirtækin Samsung, Apple, Google, Tesla og Uber hafa skráð og tengjast bílum sést að Samsung á 61% þeirra, eða 3.094. Því ætti Samsung að standa betur að vígi en Apple ef áhugi væri fyrir því að smíða bíla, og þá helst rafmagnsbíla.
Tækni Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent