Bílskúrinn: Kristján Einar við kristalkúluna Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. mars 2015 16:00 Ræsing Ástralíu kappakstursins í fyrra. Vísir/Getty Nú þegar næsta helgi er fyrsta Formúlu 1 helgi ársins er kominn tími til að opna Bílskúrinn og sjá hvers er að vænta á komandi tímabili. Getur einhver stoppað Mercedes, hver kemur mest á óvart, hvað getur Sebastian Vettel gert fyrir Ferrari? Þetta og margt fleira í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Nico Rosberg og Lewis Hamilton taka sjálfsmynd.Vísir/GettyEr Mercedes búið að máta öll önnur lið? Mun Mercedes gera eitthvað annað en vinna keppnir í ár? Ef marka má æfingarnar fyrir tímabilið getur ekkert stöðvað silfur örvarnar. Ekki nema liðið sjálft, undir lok æfinganna voru farin að koma fram veikleikamerki í Mercedes bílnum. Rétt er að minnast á að Mercedes segist bara hafa notað eina vél á æfingum fyrir tímabilið. Önnur lið notuðu tvær til fjórar. Vona má að spennan verði meiri með minnkandi bili í liðin fyrir aftan. Williams vill halda áfram að stríða Mercedes eins og það var farið að gera undir lok síðasta tímabils. Williams liðið flaug ekkert sérstaklega hátt á æfingum. Liðið var frekar þögult í sannfæringu sinni um eigið ágæti, sem verður að teljast geysi svalt. Verður eitthvað lið nálægt Mercedes? Blaðamaður sneri sér til eins helsta Formúlu 1 sérfræðings landsins, Kristjáns Einars Kristjánssonar. „Sebastian Vettel og Williams geta verið þarna en það er ómögulegt að segja hvað verður. Við verðum að bíða og sjá eftir tímatökuna á Albert Park hvernig röðin er,“ sagði Kristján EinarMax Verstappen, er goðsögn í bígerð að mati Kristjáns.Vísir/GettyEr Max Verstappen goðsögn í bígerð? Hinn kornungi Verstappen er afkvæmi hinnar öflugu Red Bull ökumanns akademíu. Hann er yngsti Formúlu 1 ökumaður sögunnar, eða verður þegar keppnin í Ástralíu veðrur ræst. Aðspurður hvort Verstappen væri goðsögn í bígerð, sagði Kristján „Já klárlega, hann er rosalega öflugur en kemur frekar hratt upp úr lægri Formúlunum. En hann er alveg svakalegur. Mercedes reyndi líka að fá hann í sína akademíu áður en hann valdi að fara til Red Bull.“Sebastian Vettel ætlar að snú Ferrari til fyrri frægðar.Vísir/gettyMun Vettel vekja Ferrari? Frægt er að Ferrari hafði verið í dálítilli lægð áður en Michael Schumacher kom til liðsins og reif það upp. Þjóðverjinn hjálpaði liðinu að vinna fjöldan allan af titlum. Annar Þjóðverji er nú kominn til Maranello á Ítalíu. Sá heitir Sebastian Vettel og er fjórfaldur heimsmeistari ökumanna nú þegar. Getur hann gert það sama og Schumacher? Sennilega þarf hann að fá að njóta vafans um sinn og fá eins og eitt tímabil til að koma sér almennilega fyrir. Þó virðist sem áhrifa þýska ökumannsins sé þegar farið að gæta. Ferrari átti talsvert betri æfingar en í fyrra. Vonandi mun liðið geta strítt Williams, Red Bull og jafnvel annað slagið Mercedes. Ferrari var engan veginn mætt til keppni í fyrra en það má vona að spennan aukist með afskiptum liðsins af toppbaráttunni. „Hann er stórkostlegur ökumaður. Hann er ekki eins öflugur og Schumacher. Schumacher vann svo mikið í hverju einasta smáatriði. Það er ekki víst að Vettel geri það. En annars ætti Vettel að geta rifið Ferrari upp. Það er svolítið spurning um hvernig liðið virkar í Maranello,“ sagði Kristján Einar.Will Stevens annar ökumanna Manor Marussia F1.Vísir/GettyMun Manor lifa tímabilið af? Manor Marussia F1 er byggt á ösku Marussia liðsins. Nú hefur liðið fengið grænt ljós frá FIA, það stóðs árekstrarpróf. Kröfuhafar hafa gefið eftir það sem þeir þurftu að gefa eftir, en eitthvað fengu þeir borgað. Erfitt er að lifa af í heimi Formúlu 1 en vonandi tekst Manor að lifa af. Liðið stefnir á að koma 2015 bíl sínum til keppni um mitt tímabil, en þangað til mun það nota 2014 bíl Marussia liðsins en uppfærðan eftir reglubreytingum. Ferrari skaffar liðinu vélar, fyrst 2014 vél og svo 2015 vél í nýja bílinn. „Algjörlega ómögulegt að segja til um hvernig fer fyrir Manor. Það er eins og svo margt annað í Formúlu 1. Aldrei að vita hvað gerist,“ sagði Kristján Einar í samtali við blaðamann Vísis.McLaren getur meira en margir halda að mati Kristjáns Einars.Vísir/gettyHvað segir kristalkúla Kristjáns Einars? Hver mun koma mest á óvart? „Toro Rosso er með tvo unga og spennandi ökumenn og þeir gætu komið til með að standa sig mjög vel. Eins held ég að McLaren geti meira en þeir hafi sýnt á æfingum og viti að þeir eru í betri stöðu en þeir líta út fyrir að vera. Lotus liðið gæti gert eitthvað gott með Mercedes vélina um borð.“ Næst færist talið yfir til Sauber sem í morgun tapaði áfrýjun sinni og mun þurfa að setja Giedo van der Garde undir stýri í öðrum bílnum sínum. Blaðamaður spurði Kristján Einar að því hvað honum þætti um það. „Ætlar einhver að kveikja á bílnum fyrir hann? Mér þykir undarlegt að vilja aka fyrir lið sem vill ekki hafa þig. En auðvitað skil ég að hann vilji keyra. Ég skil líka Sauber að vilja þá ökumenn sem geta borgað betur.“ Keppnin í Ástralíu fer fram um helgina og bein útsending frá æfingu hefst í nótt klukkan 2:55 á Stöð 2 Sport. Tímatakan er klukkan 5:50 og keppnin 4:30, allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt kort af brautinni í Albert Park. Formúla Tengdar fréttir Massa fljótastur og McLaren í vandræðum Felipe Massa á Williams varð fljótasti maður dagsins. Þriðja og síðasta æfingalotan fyrir Formúlu 1 tímabilið hófst á Katalóníubrautinni í dag. 26. febrúar 2015 22:15 Maldonado fljótastur á þriðja degi Pastor Maldonado á Lotus náði besta tíma dagsins á þriðja degi æfinga í Barselóna. 21. febrúar 2015 23:15 Enn er von fyrir Manor Grand Prix Manor Grand Prix liðið sem áður hét Marussia hefur formlega lokið skiptum á búi sínu. Þetta er stórt skref fyrir liðið sem stefnir á þátttöku á komandi tímabili. 20. febrúar 2015 14:30 Sauber áfrýjar Van der Garde málinu Sauber liðið hefur ákveðið að áfrýja dómi Hæstaréttar Viktoríu fylkis í Ástralíu. Dómstóllinn úrskurðaði að Giedo van der Garde ætti samningsbundinn rétt á að keyra fyrir liðið. 11. mars 2015 22:30 Sauber: Van der Garde rekinn til að bjarga liðinu Liðsstjóri Sauber liðsins, Monisha Kaltenborn hefur gefið í skyn að nauðsynlegt hafi verið a rifta samningi við ökumannin Giedo van der Garde til að bjarga liðinu. 6. mars 2015 22:45 Manor með til Melbourne Manor liðið hefur staðfest að 2015 bíll liðsins sé reiðubúinn og mæti í fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu eftir 10 daga. 4. mars 2015 18:15 Grosjean fljótastur á Lotus Romain Grosjean á Lotus varð fljótastur á lokadegi æfingalotunnar. Hann var á ofur mjúkum dekkjum. Pastor Maldonado varð fljótastur á Lotus á degi þrjú. 23. febrúar 2015 19:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Nú þegar næsta helgi er fyrsta Formúlu 1 helgi ársins er kominn tími til að opna Bílskúrinn og sjá hvers er að vænta á komandi tímabili. Getur einhver stoppað Mercedes, hver kemur mest á óvart, hvað getur Sebastian Vettel gert fyrir Ferrari? Þetta og margt fleira í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Nico Rosberg og Lewis Hamilton taka sjálfsmynd.Vísir/GettyEr Mercedes búið að máta öll önnur lið? Mun Mercedes gera eitthvað annað en vinna keppnir í ár? Ef marka má æfingarnar fyrir tímabilið getur ekkert stöðvað silfur örvarnar. Ekki nema liðið sjálft, undir lok æfinganna voru farin að koma fram veikleikamerki í Mercedes bílnum. Rétt er að minnast á að Mercedes segist bara hafa notað eina vél á æfingum fyrir tímabilið. Önnur lið notuðu tvær til fjórar. Vona má að spennan verði meiri með minnkandi bili í liðin fyrir aftan. Williams vill halda áfram að stríða Mercedes eins og það var farið að gera undir lok síðasta tímabils. Williams liðið flaug ekkert sérstaklega hátt á æfingum. Liðið var frekar þögult í sannfæringu sinni um eigið ágæti, sem verður að teljast geysi svalt. Verður eitthvað lið nálægt Mercedes? Blaðamaður sneri sér til eins helsta Formúlu 1 sérfræðings landsins, Kristjáns Einars Kristjánssonar. „Sebastian Vettel og Williams geta verið þarna en það er ómögulegt að segja hvað verður. Við verðum að bíða og sjá eftir tímatökuna á Albert Park hvernig röðin er,“ sagði Kristján EinarMax Verstappen, er goðsögn í bígerð að mati Kristjáns.Vísir/GettyEr Max Verstappen goðsögn í bígerð? Hinn kornungi Verstappen er afkvæmi hinnar öflugu Red Bull ökumanns akademíu. Hann er yngsti Formúlu 1 ökumaður sögunnar, eða verður þegar keppnin í Ástralíu veðrur ræst. Aðspurður hvort Verstappen væri goðsögn í bígerð, sagði Kristján „Já klárlega, hann er rosalega öflugur en kemur frekar hratt upp úr lægri Formúlunum. En hann er alveg svakalegur. Mercedes reyndi líka að fá hann í sína akademíu áður en hann valdi að fara til Red Bull.“Sebastian Vettel ætlar að snú Ferrari til fyrri frægðar.Vísir/gettyMun Vettel vekja Ferrari? Frægt er að Ferrari hafði verið í dálítilli lægð áður en Michael Schumacher kom til liðsins og reif það upp. Þjóðverjinn hjálpaði liðinu að vinna fjöldan allan af titlum. Annar Þjóðverji er nú kominn til Maranello á Ítalíu. Sá heitir Sebastian Vettel og er fjórfaldur heimsmeistari ökumanna nú þegar. Getur hann gert það sama og Schumacher? Sennilega þarf hann að fá að njóta vafans um sinn og fá eins og eitt tímabil til að koma sér almennilega fyrir. Þó virðist sem áhrifa þýska ökumannsins sé þegar farið að gæta. Ferrari átti talsvert betri æfingar en í fyrra. Vonandi mun liðið geta strítt Williams, Red Bull og jafnvel annað slagið Mercedes. Ferrari var engan veginn mætt til keppni í fyrra en það má vona að spennan aukist með afskiptum liðsins af toppbaráttunni. „Hann er stórkostlegur ökumaður. Hann er ekki eins öflugur og Schumacher. Schumacher vann svo mikið í hverju einasta smáatriði. Það er ekki víst að Vettel geri það. En annars ætti Vettel að geta rifið Ferrari upp. Það er svolítið spurning um hvernig liðið virkar í Maranello,“ sagði Kristján Einar.Will Stevens annar ökumanna Manor Marussia F1.Vísir/GettyMun Manor lifa tímabilið af? Manor Marussia F1 er byggt á ösku Marussia liðsins. Nú hefur liðið fengið grænt ljós frá FIA, það stóðs árekstrarpróf. Kröfuhafar hafa gefið eftir það sem þeir þurftu að gefa eftir, en eitthvað fengu þeir borgað. Erfitt er að lifa af í heimi Formúlu 1 en vonandi tekst Manor að lifa af. Liðið stefnir á að koma 2015 bíl sínum til keppni um mitt tímabil, en þangað til mun það nota 2014 bíl Marussia liðsins en uppfærðan eftir reglubreytingum. Ferrari skaffar liðinu vélar, fyrst 2014 vél og svo 2015 vél í nýja bílinn. „Algjörlega ómögulegt að segja til um hvernig fer fyrir Manor. Það er eins og svo margt annað í Formúlu 1. Aldrei að vita hvað gerist,“ sagði Kristján Einar í samtali við blaðamann Vísis.McLaren getur meira en margir halda að mati Kristjáns Einars.Vísir/gettyHvað segir kristalkúla Kristjáns Einars? Hver mun koma mest á óvart? „Toro Rosso er með tvo unga og spennandi ökumenn og þeir gætu komið til með að standa sig mjög vel. Eins held ég að McLaren geti meira en þeir hafi sýnt á æfingum og viti að þeir eru í betri stöðu en þeir líta út fyrir að vera. Lotus liðið gæti gert eitthvað gott með Mercedes vélina um borð.“ Næst færist talið yfir til Sauber sem í morgun tapaði áfrýjun sinni og mun þurfa að setja Giedo van der Garde undir stýri í öðrum bílnum sínum. Blaðamaður spurði Kristján Einar að því hvað honum þætti um það. „Ætlar einhver að kveikja á bílnum fyrir hann? Mér þykir undarlegt að vilja aka fyrir lið sem vill ekki hafa þig. En auðvitað skil ég að hann vilji keyra. Ég skil líka Sauber að vilja þá ökumenn sem geta borgað betur.“ Keppnin í Ástralíu fer fram um helgina og bein útsending frá æfingu hefst í nótt klukkan 2:55 á Stöð 2 Sport. Tímatakan er klukkan 5:50 og keppnin 4:30, allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt kort af brautinni í Albert Park.
Formúla Tengdar fréttir Massa fljótastur og McLaren í vandræðum Felipe Massa á Williams varð fljótasti maður dagsins. Þriðja og síðasta æfingalotan fyrir Formúlu 1 tímabilið hófst á Katalóníubrautinni í dag. 26. febrúar 2015 22:15 Maldonado fljótastur á þriðja degi Pastor Maldonado á Lotus náði besta tíma dagsins á þriðja degi æfinga í Barselóna. 21. febrúar 2015 23:15 Enn er von fyrir Manor Grand Prix Manor Grand Prix liðið sem áður hét Marussia hefur formlega lokið skiptum á búi sínu. Þetta er stórt skref fyrir liðið sem stefnir á þátttöku á komandi tímabili. 20. febrúar 2015 14:30 Sauber áfrýjar Van der Garde málinu Sauber liðið hefur ákveðið að áfrýja dómi Hæstaréttar Viktoríu fylkis í Ástralíu. Dómstóllinn úrskurðaði að Giedo van der Garde ætti samningsbundinn rétt á að keyra fyrir liðið. 11. mars 2015 22:30 Sauber: Van der Garde rekinn til að bjarga liðinu Liðsstjóri Sauber liðsins, Monisha Kaltenborn hefur gefið í skyn að nauðsynlegt hafi verið a rifta samningi við ökumannin Giedo van der Garde til að bjarga liðinu. 6. mars 2015 22:45 Manor með til Melbourne Manor liðið hefur staðfest að 2015 bíll liðsins sé reiðubúinn og mæti í fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu eftir 10 daga. 4. mars 2015 18:15 Grosjean fljótastur á Lotus Romain Grosjean á Lotus varð fljótastur á lokadegi æfingalotunnar. Hann var á ofur mjúkum dekkjum. Pastor Maldonado varð fljótastur á Lotus á degi þrjú. 23. febrúar 2015 19:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Massa fljótastur og McLaren í vandræðum Felipe Massa á Williams varð fljótasti maður dagsins. Þriðja og síðasta æfingalotan fyrir Formúlu 1 tímabilið hófst á Katalóníubrautinni í dag. 26. febrúar 2015 22:15
Maldonado fljótastur á þriðja degi Pastor Maldonado á Lotus náði besta tíma dagsins á þriðja degi æfinga í Barselóna. 21. febrúar 2015 23:15
Enn er von fyrir Manor Grand Prix Manor Grand Prix liðið sem áður hét Marussia hefur formlega lokið skiptum á búi sínu. Þetta er stórt skref fyrir liðið sem stefnir á þátttöku á komandi tímabili. 20. febrúar 2015 14:30
Sauber áfrýjar Van der Garde málinu Sauber liðið hefur ákveðið að áfrýja dómi Hæstaréttar Viktoríu fylkis í Ástralíu. Dómstóllinn úrskurðaði að Giedo van der Garde ætti samningsbundinn rétt á að keyra fyrir liðið. 11. mars 2015 22:30
Sauber: Van der Garde rekinn til að bjarga liðinu Liðsstjóri Sauber liðsins, Monisha Kaltenborn hefur gefið í skyn að nauðsynlegt hafi verið a rifta samningi við ökumannin Giedo van der Garde til að bjarga liðinu. 6. mars 2015 22:45
Manor með til Melbourne Manor liðið hefur staðfest að 2015 bíll liðsins sé reiðubúinn og mæti í fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu eftir 10 daga. 4. mars 2015 18:15
Grosjean fljótastur á Lotus Romain Grosjean á Lotus varð fljótastur á lokadegi æfingalotunnar. Hann var á ofur mjúkum dekkjum. Pastor Maldonado varð fljótastur á Lotus á degi þrjú. 23. febrúar 2015 19:00