„Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. mars 2015 20:30 Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. Alex Emma fæddist í desember 2013. Nafnið var ákveðið áður en hún kom í heiminn en þar sem stúlka hefur aldrei verið skírð Alex á Íslandi fór málið fyrir mannanafnanefnd sem kvað upp úrskurð þann 19 desember. Þar kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að Alex geti aðeins talist karlmannsnafn í íslensku máli, þar sem engin saga eða hefð sé fyrir öðru. Í gær barst foreldrum Alexar svo bréf bréf frá Þjóðskrá Íslands sem tilkynnti þeim að þau verði beitt dagsektum fyrir að hafa ekki tilkynnt stofnuninni um nafngift barnsins. „Ég bara bjóst aldrei við að þetta myndi ganga svona langt, að fara að rukka mann hálfa milljón á ári fyrir að nefna ekki barnið sitt einhverju sem ríkinu þóknast,“ segir Ómar Örn Hauksson faðir Alexar. „Það kemur upp smá þrjóska, það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita,“ bætir Nanna Þórdís Árnadóttir móðir hennar við. Foreldrarnir segja ekki koma til greina að breyta nafninu og ætla að leita réttar dóttur sinnar. Næstu skref hjá fjölskyldunni að kæra úrskurð mannanafnanefndar, og ætla þau alla leið með málið sama hversu langan tíma það kemur til með að taka. „Kannski verður hún bara flutt að heiman þegar hún loksins fær að heita Alex,“ segir Ómar. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. Alex Emma fæddist í desember 2013. Nafnið var ákveðið áður en hún kom í heiminn en þar sem stúlka hefur aldrei verið skírð Alex á Íslandi fór málið fyrir mannanafnanefnd sem kvað upp úrskurð þann 19 desember. Þar kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að Alex geti aðeins talist karlmannsnafn í íslensku máli, þar sem engin saga eða hefð sé fyrir öðru. Í gær barst foreldrum Alexar svo bréf bréf frá Þjóðskrá Íslands sem tilkynnti þeim að þau verði beitt dagsektum fyrir að hafa ekki tilkynnt stofnuninni um nafngift barnsins. „Ég bara bjóst aldrei við að þetta myndi ganga svona langt, að fara að rukka mann hálfa milljón á ári fyrir að nefna ekki barnið sitt einhverju sem ríkinu þóknast,“ segir Ómar Örn Hauksson faðir Alexar. „Það kemur upp smá þrjóska, það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita,“ bætir Nanna Þórdís Árnadóttir móðir hennar við. Foreldrarnir segja ekki koma til greina að breyta nafninu og ætla að leita réttar dóttur sinnar. Næstu skref hjá fjölskyldunni að kæra úrskurð mannanafnanefndar, og ætla þau alla leið með málið sama hversu langan tíma það kemur til með að taka. „Kannski verður hún bara flutt að heiman þegar hún loksins fær að heita Alex,“ segir Ómar.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira