Golden State Warriors vann sinn áttunda leik í röð í nótt þegar liðið lagði Memphis að velli, en með sigrinum eru Warriors búnir að vinna öll lið deildarinnar í vetur. Stephen Curry var í banastuði fyrir Golden State, en hann skoraði 38 stig í 59. sigri Warriors í vetur. Hjá Memphis voru það Jeff Green og Mike Conley sem voru stigahæstir með sextán stig hvor.
Afleitt gengi New York Knicks heldur áfram í NBA-körfuboltanum, en liðið tapaði enn einum leiknum í nótt. Þá tapaði liðið fyrir Boston á heimavelli, en lokatölur urðu 96-92, Boston í vil. Andrea Bargnani var oftar sem áður stigahæstur hjá Knicks, en hann skoraði 25 stig. Isaiah Thomas gerði átján fyrir Boston.
Knicks hefur gengið afleitlega í deildinni í vetur og hefur tapað 59 leikjum, en liðið hefur einungis unnið fjórtán. Gengið hefur verið mun betra hjá Boston sem er með 32 sigra og 40 tapleiki í vetur.
Það var heldur betur spenna í Washington í nótt þegar Charlotte var í heimsókn. Tvíframlengja þurfti leikinn, en á endanum unnu heimamenn í Washington þriggja stiga sigur, 110-107. Al Jefferson var heldur betur í stuði fyrir Charlotte og gerði 31 stig, en John Wall gerði betur og skoraði einu stigi meira, eða 32 stig.
Atlanta er á leið í úrslitakeppnina, en þeir sigruðu Miami á heimavelli í nótt með þrettán stigum, 99-86. Loul Deng var atkvæaðmestur hjá Miami með sautján stig og tíu fráköst, DeMarre Carroll gerði 24 stig fyrir Atlanta. Annar sigur Atlanta Hawks í röð sem hafa leikið á alls oddi og unnið 55 leiki og einungis tapað sautján.
Cleveland, sem hefur spilað liða best í sinni deild í vetur, tapað nokkuð óvænt fyrir Brooklyn á útivelli í kvöld, 106-98. Kyrie Irving var stigahæstur hjá Cleveland með 26 stig, en hjá Brooklyn voru þeir Brook Lopez og Joe Johnson atkvæðamestir með 20 stig. LeBron james skoraði 24 stig og tók níu fráköst í leiknum, en Cleveland er þó öruggt í úrslitakeppnina.
Öll önnur úrslit næturinnar sem og skemmtileg myndbönd frá finna hér neðar í fréttinni.
Úrslit næturinnar:
Detroit - Orlando 111-97
LA Clippers - Philadelphia 119-98
Charlotte - Washington 107-110
Miami - Atlanta 86-99
Cleveland - Brooklyn 98-106
Boston - New York 96-92
LA Lakers - Toronto 83-94
Sacramento - New Orleans 88-102
Minnesota - Houston 110-120
Golden State - Memphis 107-84
Dallas - San Antonio 76-94
Utah - Denver 91-107
Portland - Phoenix 87-81
Körfubolti