Engin ótvíræð vísbending um dularfulla torfbæinn Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2015 19:00 Ráðgátan um torfbæinn dularfulla er enn óleyst. Þrátt fyrir að yfir hundrað ára gömul ljósmynd af honum sýni áberandi kennileiti, hefur engin ótvíræð vísbending borist um hvar bærinn var á landinu. Fréttastofan kallar eftir aðstoð áhorfenda við að leysa málið. Af hartnær fimmhundrað ljósmyndum á torfbæjarsetrinu við Selfoss er þetta sú sem Hannesi Lárussyni gengur verst að staðsetja. Myndin er frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur, þar giska menn á að hún sé tekin á árunum 1900 til 1915, en gæti jafnvel verið eldri. Eftir að við vöktum athygli á óþekkta torfbænum í þættinum „Um land allt“ í síðustu viku og á Vísi í byrjun vikunnar hefur fjöldi ábendinga borist. Menn hafa giskað á bæi við Flúðir, eins og Högnastaði og Grafarbakka, Höfða við Tungufljót, Böðmóðsstaði við Brúará, Egilsstaði í Ölfusi og einn nefndi Leirvogsá í Mosfellsbæ. Nokkrir hafa nefnt staði í Norðurárdal og Þverárhlíð í Borgarfirði, eins og Norðtungu. Á Vestfjörðum hefur verið giskað á Sauðlauksdal við Patreksfjörð og Tjaldanes í Arnarfirði. Norðanlands hafa Glaðheimar við Blöndu verið nefndir og Reynistaður í Skagafirði, á Austurlandi hafa menn nefnt neðanverðan Jökuldal, staði við Breiðdalsá og við ána Kolgrímu á Suðausturlandi.Staðir sem lesendur hafa bent á eru í öllum landsfjórðungum.Engin þessara ábendinga er ótvíræð en þegar myndin er skoðuð sést ýmislegt sem ætti að hjálpa til við að ráða gátuna, eins og árbakkinn hái sem bærinn stendur á. Áin virðist þokkalega vatnsmikil, skuggarnir af hestunum segja okkur hvaðan sólin skín og ármölin virðist ljós og gróf. Svo sést móta fyrir fjalli og einhverjum hæðum og kannski gæti þoka hulið stærra fjall bakvið. Þá gæti hugsast að myndin sé spegluð.Ljósmyndin er talin tekin á árunum 1900-1915 en gæti verið eldri, að mati Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Höfundur er óþekktur.Ljósmyndari/Óþekktur.Veit einhver lesandi hvar þessi staður er og gæti sent okkur mynd sem sýnir okkur hvernig hann lítur út í dag? Ábendingar má senda á netfangið frettir@stod2.is en einnig koma þeim á framfæri í athugasemdadálki fréttarinnar. Um land allt Tengdar fréttir Hvar á landinu var þessi bær? Þetta er sú ráðgáta sem Hannesi Lárussyni á torfbæjarsetrinu við Selfoss gengur hvað erfiðast að fá svarað. 23. mars 2015 17:15 Er þetta konungur íslenskra torfbæja? Bustarfell í Vopnafirði var sá sem Hannes Lárusson myndlistarmaður nefndi þegar hann var spurður hvort hann teldi að einhver torfbæja Íslands bæri af eða væri öðrum merkari. 21. mars 2015 14:54 Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Ráðgátan um torfbæinn dularfulla er enn óleyst. Þrátt fyrir að yfir hundrað ára gömul ljósmynd af honum sýni áberandi kennileiti, hefur engin ótvíræð vísbending borist um hvar bærinn var á landinu. Fréttastofan kallar eftir aðstoð áhorfenda við að leysa málið. Af hartnær fimmhundrað ljósmyndum á torfbæjarsetrinu við Selfoss er þetta sú sem Hannesi Lárussyni gengur verst að staðsetja. Myndin er frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur, þar giska menn á að hún sé tekin á árunum 1900 til 1915, en gæti jafnvel verið eldri. Eftir að við vöktum athygli á óþekkta torfbænum í þættinum „Um land allt“ í síðustu viku og á Vísi í byrjun vikunnar hefur fjöldi ábendinga borist. Menn hafa giskað á bæi við Flúðir, eins og Högnastaði og Grafarbakka, Höfða við Tungufljót, Böðmóðsstaði við Brúará, Egilsstaði í Ölfusi og einn nefndi Leirvogsá í Mosfellsbæ. Nokkrir hafa nefnt staði í Norðurárdal og Þverárhlíð í Borgarfirði, eins og Norðtungu. Á Vestfjörðum hefur verið giskað á Sauðlauksdal við Patreksfjörð og Tjaldanes í Arnarfirði. Norðanlands hafa Glaðheimar við Blöndu verið nefndir og Reynistaður í Skagafirði, á Austurlandi hafa menn nefnt neðanverðan Jökuldal, staði við Breiðdalsá og við ána Kolgrímu á Suðausturlandi.Staðir sem lesendur hafa bent á eru í öllum landsfjórðungum.Engin þessara ábendinga er ótvíræð en þegar myndin er skoðuð sést ýmislegt sem ætti að hjálpa til við að ráða gátuna, eins og árbakkinn hái sem bærinn stendur á. Áin virðist þokkalega vatnsmikil, skuggarnir af hestunum segja okkur hvaðan sólin skín og ármölin virðist ljós og gróf. Svo sést móta fyrir fjalli og einhverjum hæðum og kannski gæti þoka hulið stærra fjall bakvið. Þá gæti hugsast að myndin sé spegluð.Ljósmyndin er talin tekin á árunum 1900-1915 en gæti verið eldri, að mati Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Höfundur er óþekktur.Ljósmyndari/Óþekktur.Veit einhver lesandi hvar þessi staður er og gæti sent okkur mynd sem sýnir okkur hvernig hann lítur út í dag? Ábendingar má senda á netfangið frettir@stod2.is en einnig koma þeim á framfæri í athugasemdadálki fréttarinnar.
Um land allt Tengdar fréttir Hvar á landinu var þessi bær? Þetta er sú ráðgáta sem Hannesi Lárussyni á torfbæjarsetrinu við Selfoss gengur hvað erfiðast að fá svarað. 23. mars 2015 17:15 Er þetta konungur íslenskra torfbæja? Bustarfell í Vopnafirði var sá sem Hannes Lárusson myndlistarmaður nefndi þegar hann var spurður hvort hann teldi að einhver torfbæja Íslands bæri af eða væri öðrum merkari. 21. mars 2015 14:54 Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Hvar á landinu var þessi bær? Þetta er sú ráðgáta sem Hannesi Lárussyni á torfbæjarsetrinu við Selfoss gengur hvað erfiðast að fá svarað. 23. mars 2015 17:15
Er þetta konungur íslenskra torfbæja? Bustarfell í Vopnafirði var sá sem Hannes Lárusson myndlistarmaður nefndi þegar hann var spurður hvort hann teldi að einhver torfbæja Íslands bæri af eða væri öðrum merkari. 21. mars 2015 14:54
Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45