Lyons LM2 Streamliner er 1.700 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 26. mars 2015 15:06 Einn alöflugasti bíll sem framleiddur hefur verið verður sýndur á bílasýningunni í New York sem hefst í næstu viku. Þessi bíll er í senn einn sá alljótasti að sögn þeirra bílablaðamanna sem fjallað hafa um bílinn á erlendum bílavefjum. Einn þeirra sagði reyndar að hann væri ljótasti bíll síðan Pontiak Aztek var framleiddur. Framleiðandi bílsins öfluga er Lyons Motor Car Limited sem staðsett er í New York. Bíllinn hefur fengið nafnið LM2 Streamliner og hann skartar 8,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem skilar 1.700 hestöflum og 1.610 pund-feta togi. LM2 Streamliner er fjórhjóladrifinn og með 7 gíra DSG skiptingu. Allt þetta afl skilar bílnum í 100 km hraða á aðeins 2,2 sekúndum og 100 mílna hraða (161 km/klst) á 4,1 sekúndu. Þessi bíll ætti því að geta velgt bílum Koenigsegg undir uggum á sprettinum, en hvað útlit varðar keppir hann í flokki annarsskonar bíla. Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent
Einn alöflugasti bíll sem framleiddur hefur verið verður sýndur á bílasýningunni í New York sem hefst í næstu viku. Þessi bíll er í senn einn sá alljótasti að sögn þeirra bílablaðamanna sem fjallað hafa um bílinn á erlendum bílavefjum. Einn þeirra sagði reyndar að hann væri ljótasti bíll síðan Pontiak Aztek var framleiddur. Framleiðandi bílsins öfluga er Lyons Motor Car Limited sem staðsett er í New York. Bíllinn hefur fengið nafnið LM2 Streamliner og hann skartar 8,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem skilar 1.700 hestöflum og 1.610 pund-feta togi. LM2 Streamliner er fjórhjóladrifinn og með 7 gíra DSG skiptingu. Allt þetta afl skilar bílnum í 100 km hraða á aðeins 2,2 sekúndum og 100 mílna hraða (161 km/klst) á 4,1 sekúndu. Þessi bíll ætti því að geta velgt bílum Koenigsegg undir uggum á sprettinum, en hvað útlit varðar keppir hann í flokki annarsskonar bíla.
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent