457 tilkynningar um peningaþvætti í fyrra Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. mars 2015 20:00 Tilkynningar um peningaþvætti til ríkislögreglustjóra hafa rúmlega tvöfaldast á undanförnum árum. Lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja segir embættið skorta bolmagn til rannsókna og afleiðingarnar gætu skaðað íslenskan fjármálamarkað. Tilkynningarskyldum aðilum er skylt samkvæmt lögum að tilkynna til lögreglu öll viðskipti sem grunur leikur á að rekja megi til peningaþvættis. Það er síðan Peningaþvættisskrifstofa ríkislögreglustjóra sem annast móttöku tilkynninga og tekur ákvörðun um frekari rannsókn eftir atvikum. Skrifstofunni bárust árlega um 500 tilkynningar um grunsamleg viðskipti árin 2007 til 2009. Þeim fækkaði í 414 árið 2010 og niður í 199 árið 2011. Síðan þá hefur tilkynningum fjölgað. Samkvæmt óbirtum tölum sem fréttastofa hefur undir höndum, voru tilkynningarnar 457 í fyrra, eða rúmlega tvöfalt fleiri en þær voru árið 2011. Þó heitið Peningaþvættisskrifstofa hljómi ef til vill eins og hér sé heill her manna að rannsaka þessar tilkynningar, þá er það fjarri lagi. Því hér í húsakynnum Ríkislögreglustjóra starfar einn einstaklingur við rannsókn þessara mála. Forseti alþjóðlegs vinnuhóps sem vinnur gegn því að fjármálakerfi séu misnotuð í því skyni að koma illu fengnu fé í umferð, FATF, kom nýlega sérstaklega til Íslands til að vekja athygli íslenskra stjórnvalda á þessari stöðu. Ísland væri eftirbátur annarra þjóða í þessum efnum og styrkja þyrfti mannafla peningaþvættisskrifstofu fyrir 1. júlí á þessu ári. Langflestar tilkynningar koma frá fjármálafyrirtækjum og tekur Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, undir áhyggjur vinnuhópsins. Ljóst sé að peningaþvættisskrifstofu skorti fjármagn til að rannsaka peningaþvætti og úr því verði að bæta. En hvaða afleiðingar gæti það haft ef ekki verður breyting á? „Það í rauninni gæti haft þær afleiðingar að þessi alþjóðasamtök sem að við erum aðilar að, FATF, færi Ísland niður á sínum listum og það væri ekki gott fyrir íslenskan fjármálamarkað og íslenskt efnahagslíf,“ segir Jóna. Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Tilkynningar um peningaþvætti til ríkislögreglustjóra hafa rúmlega tvöfaldast á undanförnum árum. Lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja segir embættið skorta bolmagn til rannsókna og afleiðingarnar gætu skaðað íslenskan fjármálamarkað. Tilkynningarskyldum aðilum er skylt samkvæmt lögum að tilkynna til lögreglu öll viðskipti sem grunur leikur á að rekja megi til peningaþvættis. Það er síðan Peningaþvættisskrifstofa ríkislögreglustjóra sem annast móttöku tilkynninga og tekur ákvörðun um frekari rannsókn eftir atvikum. Skrifstofunni bárust árlega um 500 tilkynningar um grunsamleg viðskipti árin 2007 til 2009. Þeim fækkaði í 414 árið 2010 og niður í 199 árið 2011. Síðan þá hefur tilkynningum fjölgað. Samkvæmt óbirtum tölum sem fréttastofa hefur undir höndum, voru tilkynningarnar 457 í fyrra, eða rúmlega tvöfalt fleiri en þær voru árið 2011. Þó heitið Peningaþvættisskrifstofa hljómi ef til vill eins og hér sé heill her manna að rannsaka þessar tilkynningar, þá er það fjarri lagi. Því hér í húsakynnum Ríkislögreglustjóra starfar einn einstaklingur við rannsókn þessara mála. Forseti alþjóðlegs vinnuhóps sem vinnur gegn því að fjármálakerfi séu misnotuð í því skyni að koma illu fengnu fé í umferð, FATF, kom nýlega sérstaklega til Íslands til að vekja athygli íslenskra stjórnvalda á þessari stöðu. Ísland væri eftirbátur annarra þjóða í þessum efnum og styrkja þyrfti mannafla peningaþvættisskrifstofu fyrir 1. júlí á þessu ári. Langflestar tilkynningar koma frá fjármálafyrirtækjum og tekur Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, undir áhyggjur vinnuhópsins. Ljóst sé að peningaþvættisskrifstofu skorti fjármagn til að rannsaka peningaþvætti og úr því verði að bæta. En hvaða afleiðingar gæti það haft ef ekki verður breyting á? „Það í rauninni gæti haft þær afleiðingar að þessi alþjóðasamtök sem að við erum aðilar að, FATF, færi Ísland niður á sínum listum og það væri ekki gott fyrir íslenskan fjármálamarkað og íslenskt efnahagslíf,“ segir Jóna.
Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira