Sport

Conor McGregor fer hamförum í Ríó: „Ég á þessa borg“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Íslandsvinurinn Conor McGregor berst um UFC-heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt 11. júlí í Las Vegas þar sem vonast er til að Gunnar Nelson snúi einnig aftur í búrið eftir tapið gegn Rick Story í Stokkhólmi í fyrra.

Í fyrsta sinn í sögunni ætlar UFC með bardagakappana tvo, Conor og brasilíska heimsmeistarann Jose Aldo, í kynningarferð þar sem heimsóttar verða tíu borgir í fimm löndum á tólf dögum. Um þetta verða gerðir þættirnir Embedded og er sá fyrsti kominn út.

Þar má sjá Conor McGregor gera allt vitlaust á írskri krá í Ríó þar sem hann öskrar: „Það elska mig allir hérna. Ég á þessa borg. Ég á Ríó! Hvar er Jose? Sagan segir að hann flúði land. Ég elska að vera hérna.“

Á blaðamannafundinum hélt Conor áfram að fara á kostum fyrir framan heita aðdáendur Jose Aldo sem var vitaskuld á heimvelli. „Horfðu í augun á mér litli maður. Litli Brasilíumaður,“ sagði Conor við Aldo og bætti við á portúgölsku: „Þú munt deyja.“

Aldo er vægast sagt búinn að fá upp í kok af vélbyssukjaftinum írska og var augljóst að Conor náði til hans á blaðamannafundinum. „Ég er mjög reiður. Mig langar að fara í gegnum þennan mann,“ sagði hann við sitt fólk fyrir framan myndavélarnar.

Þennan frábæra fyrsta þátt má sjá í spilaranum hér að ofan.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×