Henrik Stenson tekur forystuna fyrir lokahringinn á Bay Hill 22. mars 2015 12:00 Henrik Stenson var í stuði í gær. vísir/Getty Svíinn Henrik Stenson leiðir fyrir lokahringinn á Arnold Palmer Invitational sem fram fer á Bay Hill vellinum í Flórída en eftir þrjá hringi er hann á 16 höggum undir pari. Stenson á tvö högg á Morgan Hoffman sem kemur í öðru sæti á 14 höggum undir pari en fjórir kylfingar deila þriðja sætinu á 13 höggum undir, meðal annars sigurvegarinn frá því í fyrra, Matt Every.Rory McIlroy var í baráttu efstu manna framan af þriðja hring í gær en þrír skollar í röð á seinni níu holunum gerðu nánast út um möguleika hans til þess að sigra mótið. Hann situr jafn í 12. sæti á níu höggum undir pari. Tilþrif gærdagsins átti Bandaríkjamaðurinn Daniel Berger en þrátt fyrir að sigla lygnan sjó á sjö höggum undir pari gerði hann sér lítið fyrir og fékk Albatross á sjöttu holu. Það gerði hann með því að setja niður 220 metra högg en þetta var í fyrsta sinn í sögu mótsins sem Albatross sést. Lokahringuinn í kvöld ætti að verða spennandi en útsending frá honum hefst klukkan 16:30 á Golfstöðinni. Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Svíinn Henrik Stenson leiðir fyrir lokahringinn á Arnold Palmer Invitational sem fram fer á Bay Hill vellinum í Flórída en eftir þrjá hringi er hann á 16 höggum undir pari. Stenson á tvö högg á Morgan Hoffman sem kemur í öðru sæti á 14 höggum undir pari en fjórir kylfingar deila þriðja sætinu á 13 höggum undir, meðal annars sigurvegarinn frá því í fyrra, Matt Every.Rory McIlroy var í baráttu efstu manna framan af þriðja hring í gær en þrír skollar í röð á seinni níu holunum gerðu nánast út um möguleika hans til þess að sigra mótið. Hann situr jafn í 12. sæti á níu höggum undir pari. Tilþrif gærdagsins átti Bandaríkjamaðurinn Daniel Berger en þrátt fyrir að sigla lygnan sjó á sjö höggum undir pari gerði hann sér lítið fyrir og fékk Albatross á sjöttu holu. Það gerði hann með því að setja niður 220 metra högg en þetta var í fyrsta sinn í sögu mótsins sem Albatross sést. Lokahringuinn í kvöld ætti að verða spennandi en útsending frá honum hefst klukkan 16:30 á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira