Spilaði frábært golf fyrir nýlátna ömmu sína 20. mars 2015 09:00 Morgan Hoffmann talaði um ömmu sína á blaðamannafundinum. Vísir/AP Bandaríkjamaðurinn Morgan Hoffmann leiðir eftir fyrsta hring á Arnold Palmer Invitational sem fram fer á Bay Hill vellinum í Flórída. Hoffmann lék á 66 höggum eða sex undir pari sem verður að teljast afar gott, sérstaklega í ljósi þess að hann fékk fréttir af andláti ömmu sinnar rétt áður en hann hóf leik. Hann sagði við fréttamenn að hringurinn í dag hefði verið fyrir hana, enda hefði hún alltaf stutt við bakið á honum á golfvellinum. Fimm kylfingar deila öðru sætinu á fimm höggum undir pari og fer Ian Poulter þar fremstur í flokki en hann hefur verið að spila mjög vel að undanförnu. Fleiri stór nöfn koma þar á eftir á fjórum höggum undir pari, meðal annars Adam Scott, Henrik Stenson, Keegan Bradley og Hunter Mahan. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, byrjaði ágætlega en hann lék á 70 höggum eða tveimur undir pari á fyrsta hring. Það gerði hann þrátt fyrir 34 pútt á hringnum en boltaslátturinn hjá McIlroy var með besta móti í dag þótt að pútterinn hafi verið kaldur. Annar hringur fer fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 18:00. Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Morgan Hoffmann leiðir eftir fyrsta hring á Arnold Palmer Invitational sem fram fer á Bay Hill vellinum í Flórída. Hoffmann lék á 66 höggum eða sex undir pari sem verður að teljast afar gott, sérstaklega í ljósi þess að hann fékk fréttir af andláti ömmu sinnar rétt áður en hann hóf leik. Hann sagði við fréttamenn að hringurinn í dag hefði verið fyrir hana, enda hefði hún alltaf stutt við bakið á honum á golfvellinum. Fimm kylfingar deila öðru sætinu á fimm höggum undir pari og fer Ian Poulter þar fremstur í flokki en hann hefur verið að spila mjög vel að undanförnu. Fleiri stór nöfn koma þar á eftir á fjórum höggum undir pari, meðal annars Adam Scott, Henrik Stenson, Keegan Bradley og Hunter Mahan. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, byrjaði ágætlega en hann lék á 70 höggum eða tveimur undir pari á fyrsta hring. Það gerði hann þrátt fyrir 34 pútt á hringnum en boltaslátturinn hjá McIlroy var með besta móti í dag þótt að pútterinn hafi verið kaldur. Annar hringur fer fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 18:00.
Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira