Fátt getur bjargað tónleikum Sinfó Stefán Árni Pálsson skrifar 9. apríl 2015 13:26 Margrét Þorsteinsdóttir er ekki bjartsýn á að tónleikarnir fari fram í kvöld. Hér til vinstri má einnig sjá hljóðfæraleikara Sinfó á baráttufundi BHM. myndir/aðsendar „Það fór fram fundur í gær sem var algjörlega árangurslaus,“ segir Margrét Þorsteinsdóttir, formaður starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hljóðfæraleikari. Hljóðfæraleikarar hafa boðað verkfall í kvöld milli klukkan sjö og ellefu. Ef til verkfalls kemur mun það vera í fyrsta sinn í 65 ára sögu hljómsveitarinnar en tónleikar eru fyrirhugaðir í Hörpunni í kvöld. Takist ekki að semja fyrir þann tíma falla tónleikarnir niður.Mikil samstaða „Það bendir því allt til þess að tónleikarnir í kvöld falli niður. Það er mikil samstaða innan hljómsveitarinnar en 96 prósent okkar voru tilbúin til þess að beita verkfallsaðgerðum í atkvæðagreiðslu. Við erum vissulega öll mjög leið, enda þykir okkur mjög vænt um okkar áhorfendur.“ Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð 1950 en á síðasta ári sóttu 76.500 manns tónleika hljómsveitarinnar. Samkvæmt nýlegri Gallup könnun hafa 45% fólks á aldrinum 18-34 ára komið á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar síðustu 2-3 ár og 96,3% tónleikagesta fara ánægð frá þeim.Mynd frá tónleikum Sinfóníunnar á Proms 22. ágúst á síðasta ári.mynd/aðsend„Tónleikar okkar hafa aldrei í sögunni fallið niður vegna verkfalls, hljómsveitin hefur stundum orðið veðurteppt og annað í þeim dúr.“ Margrét segir að þolinmæðin hafi verið komin í þrot og að hljómsveitin búi við vanefndir frá síðasta kjarasamningi frá árinu 2011.Á heimsmælikvarða „Við erum búin að æfa mikið og vel fyrir þessa tónleika í kvöld,“ segir Margrét og bætir við að stjórnandi tónleikanna og einleikarinn séu á heimsmælikvarða. Einleikarinn ku vera Shai Wosner frá Ísrael sem nýtur alþjóðlegrar hylli fyrir listfengi og framúrskarandi túlkun. Hann leikur með öllum helstu hljómsveitum Evrópu og Ameríku og debúteraði með Vínarfílharmóníunni í Salzburg á 250 ára fæðingarafmæli Mozarts. Stjórnandi í kvöld, ef af tónleikunum verður, er Olari Elts frá Eistlandi sem varð í fyrsta sæti í Alþjóðlegu Sibeliusar-hljómsveitarstjórakeppninni í Helsinki árið 2000. Hann var aðal- hljómsveitarstjóri Lettnesku þjóðarhljómsveitarinnar og aðalgestastjórnandi Fílharmóníuhljómsveitarinnar í Helsinki og Sinfóníuhljómsveitar Eistlands. „Við höfum ekki boðað til frekari aðgerða eins og er en erum reiðubúin til þess. Við væntum þess að þegar menn gera sér grein fyrir alvarleika málsins að unnið verði hratt í átt að samkomulagi. Það er ekki okkar vilji að vera í verkfalli, aldeilis ekki,“ segir Margrét að lokum. Menning Tengdar fréttir Hljómar þögnin í Eldborg? Hljóðfæraleikarar pakka hljóðfærunum sínum ofan í kassana og sviðið í Eldborg er autt. Sætin í salnum eru tóm. Tónleikunum hefur verið aflýst og tryggir áskrifendur og tónleikagestir sitja heima. 8. apríl 2015 07:00 Samningafundi BHM og ríkisins lokið án árangurs Útlit fyrir að allsherjarverkfall hefjist á morgun. 8. apríl 2015 15:58 Hækkun upp á 3,5 prósent dugar ekki Samninganefnd ríkisins þarf að sækja meira umboð í bakland sitt, segir Páll Halldórsson, formaður BHM. Ríflega 3.000 félagsmenn BHM leggja niður störf í dag í allsherjarverkfalli. Fundað verður aftur í deilunni hjá ríkissáttasemjara á morgun. 9. apríl 2015 07:00 Um þrjú þúsund í verkfall á morgun Allsherjarverkfall Bandalags háskólamanna skellur á á morgun þegar um þrjú þúsund félagsmenn leggja niður störf í fjórar klukkustundir. Samingafundi BHM og ríkisins lauk rétt fyrir klukkan fjögur í dag án þess að samkomulag næðist. 8. apríl 2015 20:11 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Það fór fram fundur í gær sem var algjörlega árangurslaus,“ segir Margrét Þorsteinsdóttir, formaður starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hljóðfæraleikari. Hljóðfæraleikarar hafa boðað verkfall í kvöld milli klukkan sjö og ellefu. Ef til verkfalls kemur mun það vera í fyrsta sinn í 65 ára sögu hljómsveitarinnar en tónleikar eru fyrirhugaðir í Hörpunni í kvöld. Takist ekki að semja fyrir þann tíma falla tónleikarnir niður.Mikil samstaða „Það bendir því allt til þess að tónleikarnir í kvöld falli niður. Það er mikil samstaða innan hljómsveitarinnar en 96 prósent okkar voru tilbúin til þess að beita verkfallsaðgerðum í atkvæðagreiðslu. Við erum vissulega öll mjög leið, enda þykir okkur mjög vænt um okkar áhorfendur.“ Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð 1950 en á síðasta ári sóttu 76.500 manns tónleika hljómsveitarinnar. Samkvæmt nýlegri Gallup könnun hafa 45% fólks á aldrinum 18-34 ára komið á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar síðustu 2-3 ár og 96,3% tónleikagesta fara ánægð frá þeim.Mynd frá tónleikum Sinfóníunnar á Proms 22. ágúst á síðasta ári.mynd/aðsend„Tónleikar okkar hafa aldrei í sögunni fallið niður vegna verkfalls, hljómsveitin hefur stundum orðið veðurteppt og annað í þeim dúr.“ Margrét segir að þolinmæðin hafi verið komin í þrot og að hljómsveitin búi við vanefndir frá síðasta kjarasamningi frá árinu 2011.Á heimsmælikvarða „Við erum búin að æfa mikið og vel fyrir þessa tónleika í kvöld,“ segir Margrét og bætir við að stjórnandi tónleikanna og einleikarinn séu á heimsmælikvarða. Einleikarinn ku vera Shai Wosner frá Ísrael sem nýtur alþjóðlegrar hylli fyrir listfengi og framúrskarandi túlkun. Hann leikur með öllum helstu hljómsveitum Evrópu og Ameríku og debúteraði með Vínarfílharmóníunni í Salzburg á 250 ára fæðingarafmæli Mozarts. Stjórnandi í kvöld, ef af tónleikunum verður, er Olari Elts frá Eistlandi sem varð í fyrsta sæti í Alþjóðlegu Sibeliusar-hljómsveitarstjórakeppninni í Helsinki árið 2000. Hann var aðal- hljómsveitarstjóri Lettnesku þjóðarhljómsveitarinnar og aðalgestastjórnandi Fílharmóníuhljómsveitarinnar í Helsinki og Sinfóníuhljómsveitar Eistlands. „Við höfum ekki boðað til frekari aðgerða eins og er en erum reiðubúin til þess. Við væntum þess að þegar menn gera sér grein fyrir alvarleika málsins að unnið verði hratt í átt að samkomulagi. Það er ekki okkar vilji að vera í verkfalli, aldeilis ekki,“ segir Margrét að lokum.
Menning Tengdar fréttir Hljómar þögnin í Eldborg? Hljóðfæraleikarar pakka hljóðfærunum sínum ofan í kassana og sviðið í Eldborg er autt. Sætin í salnum eru tóm. Tónleikunum hefur verið aflýst og tryggir áskrifendur og tónleikagestir sitja heima. 8. apríl 2015 07:00 Samningafundi BHM og ríkisins lokið án árangurs Útlit fyrir að allsherjarverkfall hefjist á morgun. 8. apríl 2015 15:58 Hækkun upp á 3,5 prósent dugar ekki Samninganefnd ríkisins þarf að sækja meira umboð í bakland sitt, segir Páll Halldórsson, formaður BHM. Ríflega 3.000 félagsmenn BHM leggja niður störf í dag í allsherjarverkfalli. Fundað verður aftur í deilunni hjá ríkissáttasemjara á morgun. 9. apríl 2015 07:00 Um þrjú þúsund í verkfall á morgun Allsherjarverkfall Bandalags háskólamanna skellur á á morgun þegar um þrjú þúsund félagsmenn leggja niður störf í fjórar klukkustundir. Samingafundi BHM og ríkisins lauk rétt fyrir klukkan fjögur í dag án þess að samkomulag næðist. 8. apríl 2015 20:11 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Hljómar þögnin í Eldborg? Hljóðfæraleikarar pakka hljóðfærunum sínum ofan í kassana og sviðið í Eldborg er autt. Sætin í salnum eru tóm. Tónleikunum hefur verið aflýst og tryggir áskrifendur og tónleikagestir sitja heima. 8. apríl 2015 07:00
Samningafundi BHM og ríkisins lokið án árangurs Útlit fyrir að allsherjarverkfall hefjist á morgun. 8. apríl 2015 15:58
Hækkun upp á 3,5 prósent dugar ekki Samninganefnd ríkisins þarf að sækja meira umboð í bakland sitt, segir Páll Halldórsson, formaður BHM. Ríflega 3.000 félagsmenn BHM leggja niður störf í dag í allsherjarverkfalli. Fundað verður aftur í deilunni hjá ríkissáttasemjara á morgun. 9. apríl 2015 07:00
Um þrjú þúsund í verkfall á morgun Allsherjarverkfall Bandalags háskólamanna skellur á á morgun þegar um þrjú þúsund félagsmenn leggja niður störf í fjórar klukkustundir. Samingafundi BHM og ríkisins lauk rétt fyrir klukkan fjögur í dag án þess að samkomulag næðist. 8. apríl 2015 20:11