Lífið

Jóhannes Haukur sem Tómas: „Endaði á að lesa allt handritið“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Jóhannes Haukur í gervi Tómasar.
Jóhannes Haukur í gervi Tómasar.
„Ég ætlaði í upphafi bara að lesa línurnar mínar, eins og maður gerir, en handritið var svo gott að ég endaði á að lesa það allt í gegn,“ segir Jóhannes Haukur Jóhannesson um handrit þáttanna A.D. The Bible Continues.

Þar leikur Jóhannes postulann Tómas sem var einn af lærisveinunum tólf. Þáttaröðin fjallar um dagana eftir krossfestingu og upprisu Krists og það sem fylgdi í kjölfarið. Þættirnir eru teknir upp í Marokkó og meðal framleiðenda eru Mark Burnett og Roma Downey en þau hafa meðal annars komið að þáttum á borð við Survivor.

„Allt settið er svo raunverulegt. Það eru hér fullt af smáatriðum sem er ekki séns á að muni nokkurntíman sjást á skjánum. Það hefur komið fyrir að ég hugsa með mér „Nei, bíddu. Þetta er ekki öruggt,“ en svo man ég að Mark og Roma koma að þessu og þá hverfur sá efi um leið.“

A.D. The Bible Continues eru sýndir á Stöð 2 á þriðjudagskvöldum og fór fyrsti þáttur í loftið í gær.


Tengdar fréttir

Jóhannes Haukur missti af vélinni

"Þá endurtók flugvallarstarfsmaðurinn nafnið mitt og það hljómaði ekkert eins og neitt sem líkist nafninu mínu.“

Verð vonandi ekki drepinn í Marokkó

Aðstandendur sjónvarpsþáttanna A.D., þar sem Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur einn af lærisveinum Jesú, hafa skrifað hann í fleiri þætti. Fer út í febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×