Kaupa Kínverjar Pirelli? Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2015 09:11 Formúlu 1 dekk frá Pirelli. Nú stefnir flest í það að kínverski dekkja- og hráefnaframleiðandinn ChemChina muni kaupa stóran hlut í ítalska dekkjaframleiðandanum Pirelli. Ef af verður væri það stærstu kaup kínversks fyrirtækis á ítölsku fyrirtæki hingað til. Meiningin með kaupunum er að sameina fyrirtækin tvö undir merkjum Pirelli og yrði fyrirtækið tvöfalt af stærð við þann samruna. Hlutafé í Pirelli er nú á almennum markaði. Engu að síður ætlar ChemChina að reyna að tryggja sér öll þau bréf sem núverandi stærsti einstaki hluthafi, Cam Finanziaria SpA, á ekki í félaginu. Eftir stæðu því tveir eigendur, en sá kínverski þó stærri. Bréf í Pirelli hafa hækkað við þessar fréttir, sem gerir áætlanir kínverska félagsins erfiðari. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður
Nú stefnir flest í það að kínverski dekkja- og hráefnaframleiðandinn ChemChina muni kaupa stóran hlut í ítalska dekkjaframleiðandanum Pirelli. Ef af verður væri það stærstu kaup kínversks fyrirtækis á ítölsku fyrirtæki hingað til. Meiningin með kaupunum er að sameina fyrirtækin tvö undir merkjum Pirelli og yrði fyrirtækið tvöfalt af stærð við þann samruna. Hlutafé í Pirelli er nú á almennum markaði. Engu að síður ætlar ChemChina að reyna að tryggja sér öll þau bréf sem núverandi stærsti einstaki hluthafi, Cam Finanziaria SpA, á ekki í félaginu. Eftir stæðu því tveir eigendur, en sá kínverski þó stærri. Bréf í Pirelli hafa hækkað við þessar fréttir, sem gerir áætlanir kínverska félagsins erfiðari.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður