Tiger Woods virðist vel stemmdur fyrir Masters 6. apríl 2015 23:57 Woods einbeittur á æfingasvæðinu í dag Getty Geoff Shackelford er virtur blaðamaður sem starfar fyrir hið vinsæla tímarit Golf Digest, en hann hefur verið að fylgjast með undirbúningi Tiger Woods fyrir Masters mótið á Augusta National vellinum í dag. Hann skrifaði á bloggið sitt um hvernig dagurinn í dag hefði verið hjá Woods sem eins og flestir golfáhugamenn vita hefur átt í miklum erfileikum á undanförnu ári. Woods hefur ekki spilað keppnisgolf síðan snemma í febrúar en þá hætti hann leik á Phoenix Open eftir hræðilega frammistöðu, sérstaklega í kring um flatirnar. Shackelford skrifar að Woods hafi mætt á æfingasvæðið á Augusta National í dag með heyrnatól í eyrunum, vitandi það að Golf Channel myndi vera með beina útsendingu frá æfingasvæðinu. Hann æfði vippin hjá sér í rúmlega klukkutíma fyrir framan myndavélarnar og virtist greinilega hafa náð betri stjórn á þeim en stærsta vandamál Woods áður en hann tók sér frí frá golfi voru hræðileg vipp sem kostuðu hann oft á tíðum illa. Í kjölfarið eltu blaðamenn Woods út á völl og samkvæmt nokkrum þeirra á samskiptasíðunni Twitter virtist Woods vera í frábæru formi á þeim 12 æfingaholum sem hann lék áður en myrkur skall á. Woods gaf færi á sér í viðtal við blaðamann Golf Channel eftir æfingahringinn og sagðist vera tilbúinn í slaginn fyrir Masters.„Ég hef verið að taka framförum að undanförnum vikum sem hafa gefið mér nógu mikil sjálfstraust til þess að mér finnist ég geta sigrað á golfmótum aftur. Það er gott að vera kominn á þann stað á ný.“ Shackelord endaði bloggfærsluna sína á þeirri staðreynd að Woods reynir yfirleitt að forðast kastljós fjölmiðla í aðdraganda stórmóta en hann stillti sér samt sem áður fyrir framan myndavélar Golf Channel í klukkutíma og sýndi allar sínar bestu hliðar í stutta spilinu. Það gætu verið skilaboð þessa goðsagnakennda kylfings til keppinauta sinna að hann er mætur á Augusta National til þess að berjast um sigurinn en Masters mótið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina. Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Geoff Shackelford er virtur blaðamaður sem starfar fyrir hið vinsæla tímarit Golf Digest, en hann hefur verið að fylgjast með undirbúningi Tiger Woods fyrir Masters mótið á Augusta National vellinum í dag. Hann skrifaði á bloggið sitt um hvernig dagurinn í dag hefði verið hjá Woods sem eins og flestir golfáhugamenn vita hefur átt í miklum erfileikum á undanförnu ári. Woods hefur ekki spilað keppnisgolf síðan snemma í febrúar en þá hætti hann leik á Phoenix Open eftir hræðilega frammistöðu, sérstaklega í kring um flatirnar. Shackelford skrifar að Woods hafi mætt á æfingasvæðið á Augusta National í dag með heyrnatól í eyrunum, vitandi það að Golf Channel myndi vera með beina útsendingu frá æfingasvæðinu. Hann æfði vippin hjá sér í rúmlega klukkutíma fyrir framan myndavélarnar og virtist greinilega hafa náð betri stjórn á þeim en stærsta vandamál Woods áður en hann tók sér frí frá golfi voru hræðileg vipp sem kostuðu hann oft á tíðum illa. Í kjölfarið eltu blaðamenn Woods út á völl og samkvæmt nokkrum þeirra á samskiptasíðunni Twitter virtist Woods vera í frábæru formi á þeim 12 æfingaholum sem hann lék áður en myrkur skall á. Woods gaf færi á sér í viðtal við blaðamann Golf Channel eftir æfingahringinn og sagðist vera tilbúinn í slaginn fyrir Masters.„Ég hef verið að taka framförum að undanförnum vikum sem hafa gefið mér nógu mikil sjálfstraust til þess að mér finnist ég geta sigrað á golfmótum aftur. Það er gott að vera kominn á þann stað á ný.“ Shackelord endaði bloggfærsluna sína á þeirri staðreynd að Woods reynir yfirleitt að forðast kastljós fjölmiðla í aðdraganda stórmóta en hann stillti sér samt sem áður fyrir framan myndavélar Golf Channel í klukkutíma og sýndi allar sínar bestu hliðar í stutta spilinu. Það gætu verið skilaboð þessa goðsagnakennda kylfings til keppinauta sinna að hann er mætur á Augusta National til þess að berjast um sigurinn en Masters mótið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina.
Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira