Strandminjar á Íslandi: Menningarlegt stórslys að eiga sér stað Atli Ísleifsson skrifar 2. apríl 2015 14:38 Eyþór Eðvarðsson átti frumkvæði að átakinu. Vísir/Róbert Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs. Um gríðarlegt magn ómetanlegra menningarverðmæta er að ræða og munu að óbreyttu hverfa í sjóinn. Áhugahópur um strandminjar í hættu ásamt Minjastofnun mun standa fyrir ráðstefnu þann 18. apríl þar sem þessi mál verða til umræðu. Eyþór Eðvarðsson átti frumkvæði að átakinu og segir stöðuna í þessum málum vera alveg skelfilega. „Það er menningarlegt stórslys að eiga sér stað við strendurnar þar sem þær minjar sem standa næst sjónum eru að hverfa á svakalegri ferð þessa dagana og þessi árin.“ Eyþór segir að sem dæmi megi nefna að norðan við Skagaströnd þá eru um 40 prósent af um 400 skráðum strandminjum í mikilli hættu. „40 prósent til viðbótar eru einnig í hættu. Það þýðir að 80 prósent af minjum á því svæði eru að hverfa.“ Í tilkynningu segir að gríðarlega mikið af stórmerkilegum sjávarútvegsminjum séu þessi árin að hverfa í sjó allt í kringum landið. Mest séu þetta verbúðir, naust, hróf, fiskgarðar og fleira sem liggja við strendur landsins. „Þessi flokkur minja hefur litla athygli fengið og er nær ekkert rannsakaður. Með hækkandi sjávaryfirborði erum við ásamt öðrum strandþjóðum farin að glíma við meira brim og sjávarrof en áður. Í dag er ástandið hvað verst á þeim stöðum sem snúa mót vestanvindum. Sem dæmi þá var á Sæbóli á Ingjaldssandi frá landnámi mikil verstöð, sem núna er öll horfin. Það er nær allt horfið á Suðurlandi og ástandið er mjög slæmt á Norðurlandi. Á Siglunesið í Siglufirði var stór verstöð frá fyrstu tíð en þar er allt á undanhaldi. Siglunesið sjálft verður miðað við áframhaldandi sjávarrof horfið eftir um 10-15 ár.“ Ráðstefnan verður haldin á Radisson Blu (Hótel Sögu), laugardaginn 18. apríl, milli klukkan 13 og16.30. Hún ber heitið Strandminjar í hættu – lífróður. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs. Um gríðarlegt magn ómetanlegra menningarverðmæta er að ræða og munu að óbreyttu hverfa í sjóinn. Áhugahópur um strandminjar í hættu ásamt Minjastofnun mun standa fyrir ráðstefnu þann 18. apríl þar sem þessi mál verða til umræðu. Eyþór Eðvarðsson átti frumkvæði að átakinu og segir stöðuna í þessum málum vera alveg skelfilega. „Það er menningarlegt stórslys að eiga sér stað við strendurnar þar sem þær minjar sem standa næst sjónum eru að hverfa á svakalegri ferð þessa dagana og þessi árin.“ Eyþór segir að sem dæmi megi nefna að norðan við Skagaströnd þá eru um 40 prósent af um 400 skráðum strandminjum í mikilli hættu. „40 prósent til viðbótar eru einnig í hættu. Það þýðir að 80 prósent af minjum á því svæði eru að hverfa.“ Í tilkynningu segir að gríðarlega mikið af stórmerkilegum sjávarútvegsminjum séu þessi árin að hverfa í sjó allt í kringum landið. Mest séu þetta verbúðir, naust, hróf, fiskgarðar og fleira sem liggja við strendur landsins. „Þessi flokkur minja hefur litla athygli fengið og er nær ekkert rannsakaður. Með hækkandi sjávaryfirborði erum við ásamt öðrum strandþjóðum farin að glíma við meira brim og sjávarrof en áður. Í dag er ástandið hvað verst á þeim stöðum sem snúa mót vestanvindum. Sem dæmi þá var á Sæbóli á Ingjaldssandi frá landnámi mikil verstöð, sem núna er öll horfin. Það er nær allt horfið á Suðurlandi og ástandið er mjög slæmt á Norðurlandi. Á Siglunesið í Siglufirði var stór verstöð frá fyrstu tíð en þar er allt á undanhaldi. Siglunesið sjálft verður miðað við áframhaldandi sjávarrof horfið eftir um 10-15 ár.“ Ráðstefnan verður haldin á Radisson Blu (Hótel Sögu), laugardaginn 18. apríl, milli klukkan 13 og16.30. Hún ber heitið Strandminjar í hættu – lífróður.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira