Strandminjar á Íslandi: Menningarlegt stórslys að eiga sér stað Atli Ísleifsson skrifar 2. apríl 2015 14:38 Eyþór Eðvarðsson átti frumkvæði að átakinu. Vísir/Róbert Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs. Um gríðarlegt magn ómetanlegra menningarverðmæta er að ræða og munu að óbreyttu hverfa í sjóinn. Áhugahópur um strandminjar í hættu ásamt Minjastofnun mun standa fyrir ráðstefnu þann 18. apríl þar sem þessi mál verða til umræðu. Eyþór Eðvarðsson átti frumkvæði að átakinu og segir stöðuna í þessum málum vera alveg skelfilega. „Það er menningarlegt stórslys að eiga sér stað við strendurnar þar sem þær minjar sem standa næst sjónum eru að hverfa á svakalegri ferð þessa dagana og þessi árin.“ Eyþór segir að sem dæmi megi nefna að norðan við Skagaströnd þá eru um 40 prósent af um 400 skráðum strandminjum í mikilli hættu. „40 prósent til viðbótar eru einnig í hættu. Það þýðir að 80 prósent af minjum á því svæði eru að hverfa.“ Í tilkynningu segir að gríðarlega mikið af stórmerkilegum sjávarútvegsminjum séu þessi árin að hverfa í sjó allt í kringum landið. Mest séu þetta verbúðir, naust, hróf, fiskgarðar og fleira sem liggja við strendur landsins. „Þessi flokkur minja hefur litla athygli fengið og er nær ekkert rannsakaður. Með hækkandi sjávaryfirborði erum við ásamt öðrum strandþjóðum farin að glíma við meira brim og sjávarrof en áður. Í dag er ástandið hvað verst á þeim stöðum sem snúa mót vestanvindum. Sem dæmi þá var á Sæbóli á Ingjaldssandi frá landnámi mikil verstöð, sem núna er öll horfin. Það er nær allt horfið á Suðurlandi og ástandið er mjög slæmt á Norðurlandi. Á Siglunesið í Siglufirði var stór verstöð frá fyrstu tíð en þar er allt á undanhaldi. Siglunesið sjálft verður miðað við áframhaldandi sjávarrof horfið eftir um 10-15 ár.“ Ráðstefnan verður haldin á Radisson Blu (Hótel Sögu), laugardaginn 18. apríl, milli klukkan 13 og16.30. Hún ber heitið Strandminjar í hættu – lífróður. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Sjá meira
Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs. Um gríðarlegt magn ómetanlegra menningarverðmæta er að ræða og munu að óbreyttu hverfa í sjóinn. Áhugahópur um strandminjar í hættu ásamt Minjastofnun mun standa fyrir ráðstefnu þann 18. apríl þar sem þessi mál verða til umræðu. Eyþór Eðvarðsson átti frumkvæði að átakinu og segir stöðuna í þessum málum vera alveg skelfilega. „Það er menningarlegt stórslys að eiga sér stað við strendurnar þar sem þær minjar sem standa næst sjónum eru að hverfa á svakalegri ferð þessa dagana og þessi árin.“ Eyþór segir að sem dæmi megi nefna að norðan við Skagaströnd þá eru um 40 prósent af um 400 skráðum strandminjum í mikilli hættu. „40 prósent til viðbótar eru einnig í hættu. Það þýðir að 80 prósent af minjum á því svæði eru að hverfa.“ Í tilkynningu segir að gríðarlega mikið af stórmerkilegum sjávarútvegsminjum séu þessi árin að hverfa í sjó allt í kringum landið. Mest séu þetta verbúðir, naust, hróf, fiskgarðar og fleira sem liggja við strendur landsins. „Þessi flokkur minja hefur litla athygli fengið og er nær ekkert rannsakaður. Með hækkandi sjávaryfirborði erum við ásamt öðrum strandþjóðum farin að glíma við meira brim og sjávarrof en áður. Í dag er ástandið hvað verst á þeim stöðum sem snúa mót vestanvindum. Sem dæmi þá var á Sæbóli á Ingjaldssandi frá landnámi mikil verstöð, sem núna er öll horfin. Það er nær allt horfið á Suðurlandi og ástandið er mjög slæmt á Norðurlandi. Á Siglunesið í Siglufirði var stór verstöð frá fyrstu tíð en þar er allt á undanhaldi. Siglunesið sjálft verður miðað við áframhaldandi sjávarrof horfið eftir um 10-15 ár.“ Ráðstefnan verður haldin á Radisson Blu (Hótel Sögu), laugardaginn 18. apríl, milli klukkan 13 og16.30. Hún ber heitið Strandminjar í hættu – lífróður.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Sjá meira