Páskauppskriftir: Himneskur sælgætisís og marengs berjabomba sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. apríl 2015 21:39 Marengs berjabomba. mynd/heimir óskarsson Páskarnir eru á næsta leyti og eflaust einhverjir í vafa um hvaða góðgæti eigi að bjóða upp á í páskaboðunum. Thelma Þorbergsdóttir, sem heldur úti matarblogginu Freistingar Thelmu, fullyrðir að uppskriftirnar tvær, sem finna má hér fyrir neðan, muni slá í gegn í matarboðum.Marengs berjabombaInnihald Brownie 230 g sykur 4 egg 200 g smjör 200 g dökkt konsum súkkulaði 70 g hveitiMarengs 3 eggjahvítur 170g sykurFylling ½ lítri rjómi Toppur 200 g dökkt súkkulaði 70 g smjör 3 msk síróp Ber að eigin valiAðferðBrownie Hitið ofninn í 170 gráður og setjið smjörpappír í botninn á tveimur 20 cm hringlaga bökunarformum. Þeytið egg og sykur saman í skál þar til blandan verður ljós og létt. Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti yfir lágum hita og hrærið stanslaust þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Setjið hveitið varlega saman við brædda súkkulaðið og hrærið vel. Hellið því næst súkkulaðiblöndunni saman við eggjablönduna og hrærið saman með sleif þar til allt hefur náð að blandast vel saman. Skiptið deiginu á milli formanna og bakið í 30 mínútur. Kælið kökurnar alveg áður en þið takið þær úr formunum. Á meðan þær kólna er gott að undirbúa marengsinn.Marengsinn Stillið ofninn í 150 gráður og setjið smjörpappír á bökunarplötu og myndi tvo hringi jafn stóra og brownie kökurnar eru. Þeytið eggjahvítur og sykur saman þar til blandan er orðin stíf og stendur. Smyrjið marengsinum á plötuna og bakið í 50 mínútur eða þar til marengsinn er orðinn þurr viðkomu. Kælið marengsinn alveg áður en þið staflið kökunum.Súkkulaðiglassúr Bræðið smjör, súkkulaði og síóp saman í pott við lágan hita og hrærið stanslaust þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Þeytið rjóma og setjið á milli botnanna. Setjið marengs neðst og svo brownie og koll af kolli með rjóma á milli. Setjið súkkulaðiglassúrið ofan á og látið leka aðeins niður hliðarnar á kökunni. Skreytið með berjum að eigin vali og stráið flórsykri yfir berin með sigti. Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram.Thelma segir sælgætisísinn ávallt slá í gegn hjá yngri kynslóðinni.mynd/heimir óskarssonHimneskur sælgætisísInnihald 6 egg 6 msk sykur 120 g púðursykur 4 tsk vanilludropar 150 g tromp 100 g dökkt konsum súkkulaði 150 g lakkrískurl 7 dl rjómiSkraut 100 g súkkulaðiperlur 4-5 stk ísfrom 2,5 dl rjómi Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Blandið púðursykri varlega saman við með sleif. Þeytið rjómann og blandið honum saman við með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. Grófsaxið súkkulaði og tromp og blandið því saman við ísblönduna ásamt lakkrískurlinu. Blandið því næst vanilludropunum saman við. Þeir sem vilja geta þeytt eggjahvíturnar og blandað saman við ísinn svo það verði meira úr honum eða geymt þær til annarra nota. Hellið ísblöndunni í hringlaga kökuform og frystið í lágmark 5 klukkustundir. Takið ísinn úr kökuforminu og setjið á disk. Skerið ísformin í tvennt og raðið þeim í kringum ískökuna. Þeytið rjóma og sprautið honum ofan í hvert ísform fyrir sig. Skreytið með súkkulaðiperlum. Ísinn geymist í frysti í allt að 3 mánuði.Finna má fleiri álíka girnilegar uppskriftir á síðunni Freistingar Thelmu. Matur Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Páskarnir eru á næsta leyti og eflaust einhverjir í vafa um hvaða góðgæti eigi að bjóða upp á í páskaboðunum. Thelma Þorbergsdóttir, sem heldur úti matarblogginu Freistingar Thelmu, fullyrðir að uppskriftirnar tvær, sem finna má hér fyrir neðan, muni slá í gegn í matarboðum.Marengs berjabombaInnihald Brownie 230 g sykur 4 egg 200 g smjör 200 g dökkt konsum súkkulaði 70 g hveitiMarengs 3 eggjahvítur 170g sykurFylling ½ lítri rjómi Toppur 200 g dökkt súkkulaði 70 g smjör 3 msk síróp Ber að eigin valiAðferðBrownie Hitið ofninn í 170 gráður og setjið smjörpappír í botninn á tveimur 20 cm hringlaga bökunarformum. Þeytið egg og sykur saman í skál þar til blandan verður ljós og létt. Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti yfir lágum hita og hrærið stanslaust þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Setjið hveitið varlega saman við brædda súkkulaðið og hrærið vel. Hellið því næst súkkulaðiblöndunni saman við eggjablönduna og hrærið saman með sleif þar til allt hefur náð að blandast vel saman. Skiptið deiginu á milli formanna og bakið í 30 mínútur. Kælið kökurnar alveg áður en þið takið þær úr formunum. Á meðan þær kólna er gott að undirbúa marengsinn.Marengsinn Stillið ofninn í 150 gráður og setjið smjörpappír á bökunarplötu og myndi tvo hringi jafn stóra og brownie kökurnar eru. Þeytið eggjahvítur og sykur saman þar til blandan er orðin stíf og stendur. Smyrjið marengsinum á plötuna og bakið í 50 mínútur eða þar til marengsinn er orðinn þurr viðkomu. Kælið marengsinn alveg áður en þið staflið kökunum.Súkkulaðiglassúr Bræðið smjör, súkkulaði og síóp saman í pott við lágan hita og hrærið stanslaust þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Þeytið rjóma og setjið á milli botnanna. Setjið marengs neðst og svo brownie og koll af kolli með rjóma á milli. Setjið súkkulaðiglassúrið ofan á og látið leka aðeins niður hliðarnar á kökunni. Skreytið með berjum að eigin vali og stráið flórsykri yfir berin með sigti. Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram.Thelma segir sælgætisísinn ávallt slá í gegn hjá yngri kynslóðinni.mynd/heimir óskarssonHimneskur sælgætisísInnihald 6 egg 6 msk sykur 120 g púðursykur 4 tsk vanilludropar 150 g tromp 100 g dökkt konsum súkkulaði 150 g lakkrískurl 7 dl rjómiSkraut 100 g súkkulaðiperlur 4-5 stk ísfrom 2,5 dl rjómi Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Blandið púðursykri varlega saman við með sleif. Þeytið rjómann og blandið honum saman við með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. Grófsaxið súkkulaði og tromp og blandið því saman við ísblönduna ásamt lakkrískurlinu. Blandið því næst vanilludropunum saman við. Þeir sem vilja geta þeytt eggjahvíturnar og blandað saman við ísinn svo það verði meira úr honum eða geymt þær til annarra nota. Hellið ísblöndunni í hringlaga kökuform og frystið í lágmark 5 klukkustundir. Takið ísinn úr kökuforminu og setjið á disk. Skerið ísformin í tvennt og raðið þeim í kringum ískökuna. Þeytið rjóma og sprautið honum ofan í hvert ísform fyrir sig. Skreytið með súkkulaðiperlum. Ísinn geymist í frysti í allt að 3 mánuði.Finna má fleiri álíka girnilegar uppskriftir á síðunni Freistingar Thelmu.
Matur Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira