Andleg líðan á vinnustað Rikka skrifar 20. apríl 2015 14:00 visir/ragnheiðurarngríms Forvarnir og Streituskólinn standa fyrir áhugaverðu málþingi um andlega líðan á vinnustað miðvikudaginn 22. apríl næstkomandi. Á þinginu verða margir áhugaverðir fyrirlesarar þar á meðal Kristinn Tómasson, yfirlæknir vinnueftirlits ríkisins sem kemur til með að skýra út sálfélagslega vinnuvernd. Einnig verður Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, með erindi um nýjustu rannsóknir um áhrif streitu á heilsu. „Allir vilja njóta hamingju og góðrar heilsu og margt er rætt og skrifað um þær leiðir sem best er að fara til að ná þeim markmiðum. Við förum til læknis til að fá skoðun, meðferð og ráð. Við lesum okkur til um lífsstíl og margir stunda líkamsræktina,“ segir Ólafur Þór og bætir við að sálfélagsleg vinnuvernd sé nýr og spennandi vettfangur til þess að bæta heilsu og auka hamingju. Þar vinna mannauðsstjórar og yfirmenn í samvinnu við starfsmenn að því að efla samskipti, andlega vellíðan og varnir gegn streitu. „Þetta eykur vellíðan starfsmanna, bætir andrúmsloft á vinnustað og dregur úr kostnaði í rekstri. Slíkar forvarnir draga líka úr hættu einelti og óheilbrigðum samskiptum. Búið er að þróa aðferðir til að framkvæma s.k. sálfélagslegt áhættumat sem fyrirtæki geta notað til að kanna þessa þætti á vinnustaðnum,“ segir Ólafur Þór.Málþingið er frá 08:00- 13:00 og má sjá nánar um dagskrá og skráningu á vef Streituskólans Heilsa Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Forvarnir og Streituskólinn standa fyrir áhugaverðu málþingi um andlega líðan á vinnustað miðvikudaginn 22. apríl næstkomandi. Á þinginu verða margir áhugaverðir fyrirlesarar þar á meðal Kristinn Tómasson, yfirlæknir vinnueftirlits ríkisins sem kemur til með að skýra út sálfélagslega vinnuvernd. Einnig verður Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, með erindi um nýjustu rannsóknir um áhrif streitu á heilsu. „Allir vilja njóta hamingju og góðrar heilsu og margt er rætt og skrifað um þær leiðir sem best er að fara til að ná þeim markmiðum. Við förum til læknis til að fá skoðun, meðferð og ráð. Við lesum okkur til um lífsstíl og margir stunda líkamsræktina,“ segir Ólafur Þór og bætir við að sálfélagsleg vinnuvernd sé nýr og spennandi vettfangur til þess að bæta heilsu og auka hamingju. Þar vinna mannauðsstjórar og yfirmenn í samvinnu við starfsmenn að því að efla samskipti, andlega vellíðan og varnir gegn streitu. „Þetta eykur vellíðan starfsmanna, bætir andrúmsloft á vinnustað og dregur úr kostnaði í rekstri. Slíkar forvarnir draga líka úr hættu einelti og óheilbrigðum samskiptum. Búið er að þróa aðferðir til að framkvæma s.k. sálfélagslegt áhættumat sem fyrirtæki geta notað til að kanna þessa þætti á vinnustaðnum,“ segir Ólafur Þór.Málþingið er frá 08:00- 13:00 og má sjá nánar um dagskrá og skráningu á vef Streituskólans
Heilsa Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira