Körfubolti

KR-liðið hefur unnið alla leiki sína í DHL-höllinni í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Már Magnússon og félagar eru ósigraðir í DHL-höllinni í vetur.
Helgi Már Magnússon og félagar eru ósigraðir í DHL-höllinni í vetur. Vísir/Ernir
KR-ingar hafa unnið alla heimaleiki sína á tímabilinu en Íslands- og bikarmeistararnir taka í kvöld á móti Njarðvík í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta.

Njarðvíkingar, sem unnu sextán stiga sigur á KR-liðinu í síðasta leik, þurfa því að gera það sem engu liði hefur tekist í vetur, ætli Ljónin sér að komast í lokaúrslitin í fyrsta sinn frá 2007.

KR-liðið hefur spilað 21 leik í DHL-höllinni á leiktíðinni og unnið þá alla. Fjórir leikjanna hafa verið á móti Njarðvík, einn í Lengjubikarinn, einn í deildinni og tveir í úrslitakeppninni.

KR hefur unnið 2 af 3 leikjum sínum á hlutlausum velli og þá hefur liðið fagnað sigri í 12 af 16 útileikjum sínum á leiktíðinni.

KR-ingar unnu jafnframt tvo síðustu heimaleiki sína í úrslitakeppninni í fyrra og hafa því unnið 23 keppnisleiki í röð í DHL-höllinni.

Síðasta liðið til að fagna sigri á móti KR í Frostaskjólinu voru Stjörnumenn sem unnu þriðja leik undanúrslitanna í fyrra 95-76. Teitur Örlygsson var þá þjálfari Stjörnunnar en hann er aðstoðarþjálfari Njarðvíkurliðsins í dag.

KR-ingar á heimavelli tímabilið 2014-15:

Deildin: 11 sigrar í 11 leikjum

Úrslitakeppnin: 4 sigrar í 4 leikjum

Bikarinn: 3 sigrar í 3 leikjum

Fyrirtækjabikarinn: 2 sigrar í 2 leikjum

Meistarakeppnin: 1 sigur í 1 leik



Leikir Njarðvíkinga í DHL-höllinni tímabilið 2014-15:

Lengjubikarinn, 23.september

KR vann með 11 stigum, 92-81

Dominos-deildin, 9. október

KR vann með 14 stigum, 92-78

Dominos-úrslitakeppnin, 6. apríl

KR vann með 17 stigum, 79-62

Dominos-úrslitakeppnin, 12. apríl

KR vann með 8 stigum, 83-75


Tengdar fréttir

Njarðvíkingar í nákvæmlega sömu stöðu og í fyrra

Njarðvíkingar sækja heima Íslands- og deildarmeistara KR taka í kvöld í fimmta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta en í boði er sæti í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.

Fyrsti oddaleikur KR-inga frá 2011

Íslands- og deildarmeistarar KR taka í kvöld á móti Njarðvík í fimmta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta en í boði er sæti í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×