Stefna á 85 kílómetra hlaup Rikka skrifar 17. apríl 2015 11:00 Elísabet Margeirsdóttir er með frábær innslög í Íslandi í dag þar sem fjallað er um hinar ýmsu útivistaríþróttir. Áhorfendur fá að kynnast fólki sem stundar þær af einskærri ástríðu en einnig þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin. Í þættinum í gær hitti Elísabet langhlauparana Guðna Pál Pálsson og Örvar Steingrímsson sem æfa um þessar mundir fyrir heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum sem fer fram í Annecy í Frakklandi í lok maí. Þeir eru þaulreyndir langhlauparar en hafa aldrei keppt í svona langri vegalengd áður en hlaupið er 85 km langt með 5200 m samanlagðri hæðarhækkun. Þeir eru sammála um að þetta sé alvöru áskorun og við fengum að skyggnast aðeins inn í undirbúning þeirra. Fylgjast má með félögunum á Facebooksíðu þeirra. Í framhaldinu munum við fylgjast með ferðalagi þeirra og heimsækja þriðja liðsfélagann, Þorberg Inga, sem býr á Akureyri. Einnig var farið upp í Heiðmörk og fylgst með tvíþrautarkeppni sem þríþrautarfélagið Ægir 3 heldur hvert ár. Þetta er fyrsta keppni ársins hjá þríþrautafólkinu og yfirleitt talinn vorboðinn ljúfi hjá hópnum. Veðrið var gott en aðstæður mjög erfiðar miðað við árstíma, þungt færi á hlaupastígnum og mikil hálka á hjólaleið. Sannkallaðir harðjaxlar mættu til leiks og við spjölluðum við mótshaldara, sigurvegara karla í A flokki og sigurvegara kvenna í B flokki.Allar nánari upplýsingar um mótið og æfingar hjá Ægi 3 má finna heimasíðu félagsins Heilsa Heilsa video Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist
Elísabet Margeirsdóttir er með frábær innslög í Íslandi í dag þar sem fjallað er um hinar ýmsu útivistaríþróttir. Áhorfendur fá að kynnast fólki sem stundar þær af einskærri ástríðu en einnig þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin. Í þættinum í gær hitti Elísabet langhlauparana Guðna Pál Pálsson og Örvar Steingrímsson sem æfa um þessar mundir fyrir heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum sem fer fram í Annecy í Frakklandi í lok maí. Þeir eru þaulreyndir langhlauparar en hafa aldrei keppt í svona langri vegalengd áður en hlaupið er 85 km langt með 5200 m samanlagðri hæðarhækkun. Þeir eru sammála um að þetta sé alvöru áskorun og við fengum að skyggnast aðeins inn í undirbúning þeirra. Fylgjast má með félögunum á Facebooksíðu þeirra. Í framhaldinu munum við fylgjast með ferðalagi þeirra og heimsækja þriðja liðsfélagann, Þorberg Inga, sem býr á Akureyri. Einnig var farið upp í Heiðmörk og fylgst með tvíþrautarkeppni sem þríþrautarfélagið Ægir 3 heldur hvert ár. Þetta er fyrsta keppni ársins hjá þríþrautafólkinu og yfirleitt talinn vorboðinn ljúfi hjá hópnum. Veðrið var gott en aðstæður mjög erfiðar miðað við árstíma, þungt færi á hlaupastígnum og mikil hálka á hjólaleið. Sannkallaðir harðjaxlar mættu til leiks og við spjölluðum við mótshaldara, sigurvegara karla í A flokki og sigurvegara kvenna í B flokki.Allar nánari upplýsingar um mótið og æfingar hjá Ægi 3 má finna heimasíðu félagsins
Heilsa Heilsa video Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist