„Þetta er hvorki sanngjarnt gagnvart mér né börnunum mínum“ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 16. apríl 2015 18:30 Fiskverkakona hjá HB Granda spyr hvernig stjórnarformaður fyrirtækisins sofi á nóttunni. Það má segja að hann hafi fengið það óþvegið í kaffitíma fyrirtækisins, fyrir að hækka laun stjórnarmanna um þriðjung en bjóða verkafólkinu þrjú prósent. Aðalfundur fyrirtækisins samþykkti hækkunina einróma. Fiskverkafólkið greiðir atkvæði um verkfallsaðgerðir þessa dagana en þær hefjast daginn fyrir fyrsta maí ef verkfallið verður samþykkt. Sesselja Andrésdóttir fiskverkakona var ekki í neinum vafa um að fólk kysi með verkfalli eftir þetta útspil stjórnarinnar. Kristján Loftsson telur ekki koma til greina að draga til baka ákvörðun um tæplega þriggja milljarða arðgreiðslu og þriðjungshækkun á þóknun stjórnarmanna.Verið að senda okkur fingurinn Sesselja sagðist vilja spyrja stjórnina hvernig í andskotanum hún gæti sofið á nóttunni, eftir að hafa boðið starfsfólkinu þrjú prósent, en tekið 33 prósent sjálf. „Þetta er ekki sanngjarnt gagnvart mér og ekki sangjarnt gagnvart börnunum mínum, sagði hún. Hjördís Ágústsdóttir fiskverkakona segir að í raun og veru sé verið að senda starfsfólkinu fingurinn. „Scrooge Loftsson, til hamingju með hækkunina og 33 prósentin,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir söngkona og fiskverkakona: „ Þú átt þau svo sannarlega skilið. Við eigum líka skilið að þau hækki niður stigann í þetta sinn en ekki bara upp eins og venjulega.“ Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness segir að HB Grandi hafi skilað 5,7 milljörðum í hagnað í fyrra. Ef fyrirtækið gengi að ítrustu kröfum verkalýðsfélagsins, myndi það kosta fyrirtækið um 4 til 500 milljónir. Hagnaður fyrirtækisins yrði þá á bilinu 5,2 til 53 milljarðar. „Þannig að það yrði nægt svigrúm eftir handa þeim,“ segir Vilhjálmur. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Fiskverkakona hjá HB Granda spyr hvernig stjórnarformaður fyrirtækisins sofi á nóttunni. Það má segja að hann hafi fengið það óþvegið í kaffitíma fyrirtækisins, fyrir að hækka laun stjórnarmanna um þriðjung en bjóða verkafólkinu þrjú prósent. Aðalfundur fyrirtækisins samþykkti hækkunina einróma. Fiskverkafólkið greiðir atkvæði um verkfallsaðgerðir þessa dagana en þær hefjast daginn fyrir fyrsta maí ef verkfallið verður samþykkt. Sesselja Andrésdóttir fiskverkakona var ekki í neinum vafa um að fólk kysi með verkfalli eftir þetta útspil stjórnarinnar. Kristján Loftsson telur ekki koma til greina að draga til baka ákvörðun um tæplega þriggja milljarða arðgreiðslu og þriðjungshækkun á þóknun stjórnarmanna.Verið að senda okkur fingurinn Sesselja sagðist vilja spyrja stjórnina hvernig í andskotanum hún gæti sofið á nóttunni, eftir að hafa boðið starfsfólkinu þrjú prósent, en tekið 33 prósent sjálf. „Þetta er ekki sanngjarnt gagnvart mér og ekki sangjarnt gagnvart börnunum mínum, sagði hún. Hjördís Ágústsdóttir fiskverkakona segir að í raun og veru sé verið að senda starfsfólkinu fingurinn. „Scrooge Loftsson, til hamingju með hækkunina og 33 prósentin,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir söngkona og fiskverkakona: „ Þú átt þau svo sannarlega skilið. Við eigum líka skilið að þau hækki niður stigann í þetta sinn en ekki bara upp eins og venjulega.“ Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness segir að HB Grandi hafi skilað 5,7 milljörðum í hagnað í fyrra. Ef fyrirtækið gengi að ítrustu kröfum verkalýðsfélagsins, myndi það kosta fyrirtækið um 4 til 500 milljónir. Hagnaður fyrirtækisins yrði þá á bilinu 5,2 til 53 milljarðar. „Þannig að það yrði nægt svigrúm eftir handa þeim,“ segir Vilhjálmur.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira