Flóttamenn þurfi að reiða sig á handahófskennd tengsl til að fá löglega málsmeðferð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. apríl 2015 16:26 "Felix fékk synjun á hælisumsókn sinni frá innanríkisráðuneytinu fyrir réttu ári síðan og áfrýjaði þeirri ákvörðun til héraðsdóms. Þá áfrýjun virðist hvergi vera að finna í skrám ríkisins.“ VÍSIR/STEFÁN Hópurinn Ekki fleiri brottvísanir segir að flóttamenn á Íslandi þurfi að reiða sig á handahófskennd tengsl sín við Íslendinga til að fá löglega málsmeðferð. Gagnrýnir hópurinn það harðlega og krefst þess að allir umsækjendur í slíkri stöðu fái hæli umsvifalaust þar til málsmeðferð þeirra hefur verið bætt.Hætt við brottvísun eftir ábendingar aðstandenda Í fréttatilkynningu frá hópnum er greint frá því að hælisleitandinn Felix Bassey hafi beðið þess í ár að máli hans verði áfrýjað til héraðsdóms, eftir að hafa fengið synjun á hælisumsókn sinni frá innanríkisráðuneytinu. Hann hafi á mánudag fengið símtal frá lögreglunni þess efnis að honum yrði vísað úr landi í dag. Hætt hafi verið við brottvísunina rétt fyrir miðnætti eftir ábendingar aðstandenda hans um vankanta í málsmeðferð hans „Felix fékk synjun á hælisumsókn sinni frá innanríkisráðuneytinu fyrir réttu ári síðan og áfrýjaði þeirri ákvörðun til héraðsdóms. Þá áfrýjun virðist hvergi vera að finna í skrám ríkisins. Síðdegis í gær sagði lögmaður Felix að ekkert væri hægt að gera í málinu. Síðan þá hefur lögmaðurinn ekki látið ná í sig,“ segir í tilkynningunni.Fleiri í svipaðri stöðu Bassey er flóttamaður frá Nígeríu og hefur verið á flótta frá árinu 2008. Útlendingastofnun hafði í hyggju að vísa honum til Ítalíu en þar er aðstaða mjög slæm, að því er fram kemur í tilkynningunni. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, er á meðal þeirra sem hafa verið Bassey innan handar. Hann tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í gær og segir þar sex til sjö aðra vera í sambærilegri stöðu og Bassey. Færslur Toma má sjá hér fyrir neðan.Góðar fréttir komnar núna, þó að tímabundnar. Engin brottvísun í kvöld eða á morgun. ÚTL samþykkti að skoða aftur ákvörð...Posted by Toshiki Toma on 14. apríl 2015 Dagurinn reyndist þungur. Var í heimsókn til vina minna (flóttamanna) í Reykjanesbæ. Annar flóttamaður í Reykjavík...Posted by Toshiki Toma on 14. apríl 2015 Í nótt tókst okkur að fá frestað brottvísun manns sem hélt, þar til lögreglan hringdi í hann í fyrradag, að hann biði á...Posted by Ekki fleiri brottvísanir on 15. apríl 2015 Flóttamenn Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira
Hópurinn Ekki fleiri brottvísanir segir að flóttamenn á Íslandi þurfi að reiða sig á handahófskennd tengsl sín við Íslendinga til að fá löglega málsmeðferð. Gagnrýnir hópurinn það harðlega og krefst þess að allir umsækjendur í slíkri stöðu fái hæli umsvifalaust þar til málsmeðferð þeirra hefur verið bætt.Hætt við brottvísun eftir ábendingar aðstandenda Í fréttatilkynningu frá hópnum er greint frá því að hælisleitandinn Felix Bassey hafi beðið þess í ár að máli hans verði áfrýjað til héraðsdóms, eftir að hafa fengið synjun á hælisumsókn sinni frá innanríkisráðuneytinu. Hann hafi á mánudag fengið símtal frá lögreglunni þess efnis að honum yrði vísað úr landi í dag. Hætt hafi verið við brottvísunina rétt fyrir miðnætti eftir ábendingar aðstandenda hans um vankanta í málsmeðferð hans „Felix fékk synjun á hælisumsókn sinni frá innanríkisráðuneytinu fyrir réttu ári síðan og áfrýjaði þeirri ákvörðun til héraðsdóms. Þá áfrýjun virðist hvergi vera að finna í skrám ríkisins. Síðdegis í gær sagði lögmaður Felix að ekkert væri hægt að gera í málinu. Síðan þá hefur lögmaðurinn ekki látið ná í sig,“ segir í tilkynningunni.Fleiri í svipaðri stöðu Bassey er flóttamaður frá Nígeríu og hefur verið á flótta frá árinu 2008. Útlendingastofnun hafði í hyggju að vísa honum til Ítalíu en þar er aðstaða mjög slæm, að því er fram kemur í tilkynningunni. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, er á meðal þeirra sem hafa verið Bassey innan handar. Hann tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í gær og segir þar sex til sjö aðra vera í sambærilegri stöðu og Bassey. Færslur Toma má sjá hér fyrir neðan.Góðar fréttir komnar núna, þó að tímabundnar. Engin brottvísun í kvöld eða á morgun. ÚTL samþykkti að skoða aftur ákvörð...Posted by Toshiki Toma on 14. apríl 2015 Dagurinn reyndist þungur. Var í heimsókn til vina minna (flóttamanna) í Reykjanesbæ. Annar flóttamaður í Reykjavík...Posted by Toshiki Toma on 14. apríl 2015 Í nótt tókst okkur að fá frestað brottvísun manns sem hélt, þar til lögreglan hringdi í hann í fyrradag, að hann biði á...Posted by Ekki fleiri brottvísanir on 15. apríl 2015
Flóttamenn Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira