Bílskúrinn: Sögur af Sjanghæ Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. apríl 2015 17:45 Þessi mynd endurspeglar vel muninn á gleði Mercedes manna að lokinni keppni. Vísir/Getty Lewis Hamilton snéri aftur á efsta þrep verðlaunapalsins í Kína. Fast á hæla hans fylgdi pirraður liðsfélagi hans, Nico Rosberg. Allt er þá orðið eðlilegt aftur í Formúlu 1. Af hverju var Rosberg pirraður? Hvað varð um Ferrari og hver var maður keppninnar? Allt þetta og fleira í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Rosberg taldi Hamilton fela óhreint mjöl í pokahorninu. Svo var ekki.Vísir/GettySálfræðihernaður eða ekki? Rosberg reiddist liðsfélaga sínum hjá Mercedes. Hann taldi Hamilton hafa hægt óðelilega mikið á sér. Rosberg kvartaði yfir því að hann væri þvingaður til að verjast Sebastian Vettel. Því hann komst ekki fram úr Hamilton því það hefði slitið dekkjunum of hratt. Hamilton svaraði fyrir sig á blaðamannafundi eftir keppnina og sagði „Ég er ekki hérna til að passa upp á að Nico gangi vel,“ sem er alveg rétt. Hamilton var að spara dekkin til að nýta þau þegar hann þurfti á þeim að halda. Rosberg var allt annað en kátur. Sálfræðihernaðurinn er því hafinn aftur. Allt er orðið eins og það á að vera í Formúlu 1. Sá sem tapar verður pirraður.Ferrari fór ekki aftur á bak. Mercedes voru bara betri.Vísir/GettyFór Ferrari aftur á bak? Nei er einfalda svarið en í rauninni átti Ferrari ekki svar við Mercedes. Dekkjaslitið virtist meira hjá þeim rauðu en á silfur örvunum. Það varð ljóst strax í tímatökunni í hvað stefndi. Ferrari hélt ekki í við Mercedes. Það er þó ljós við enda ganganna. Meiri hiti hjálpar Ferrari og þrátt fyrir óvenju hlýjan dag í Kína á sunnudaginn var samt kalt, ef miðað er við flestar keppnir.Kimi Raikkonen segist sannfærður um að Ferrari verði heimsmeistari bílasmiða í ár. „Við höfum náð miklum framförum í ár og munum halda því áfram. Augljóslega eru allir að vinna að bætingum, svo það veltur á öðrum líka en við erum að gera réttu hlutina,“ sagði Finninn sem varð fjórði í Kína.Vélin springur hjá Verstappen.Vísir/GettyMaður keppninnarMax Verstappen á þann heiður í þetta skipti. Martin Brundle, fyrrum Formúlu 1 ökumaður lýsti akstri Verstappen um helgina best. Hann sagði aksturstilþrif Verstappen minna á Ayrton Senna og Michael Schumacher. Þeir sem þekkja til vita að hrósið verður ekki stærra. Þrátt fyrir að hafa ekki lokið keppni þá átti Hollendingurinn ungi ótrúlega keppni. Hann tók fram úr talsvert mörgum reyndari ökumönnum. Vélarbilun kom í veg fyrir að hann lyki keppni. Vonarstjarna framtíðarinnar að byrja að skína í þessum 17 ára strák.Lauda er ánægður með meinta sjálfselskutilburði Hamilton.Vísir/GettyÖkumenn eiga að vera sjálfselskirNiki Lauda þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og yfirmaður hjá Mercedes sagði eftir keppnina að ökumenn ættu að hugsa um sjálfan sig. „Ökumenn eiga að vera sjálfselskir,“ hann lét fylgja orð sem ekki hæfir að hafa eftir. Hann fann ekkert að akstri Hamilton. Mercedes liðið hafði óskað eftir því við Rosberg fyrir keppnina að hann sýndi meiri grimmd. En hann fór eiginlega bara í fýlu. Hann hlýtur að hafa misskilið beiðnina aðeins.Will Stevens tók loksins þátt í keppni á tímabilinu.Vísir/GettyAfturendinn Manor liðinu tókst að koma báðum bílunum í mark. Þetta er í fyrsta skipti í þremur tilraunum sem það tekst.Fernando Alonso á McLaren var hringaður af báðum ökumönnum Ferrari, liðsins sem hann ók fyrir áður en hann fór til McLaren. Raikkonen hafði gaman að því að hringa Alonso. Raikkonen var snöggur í talstöðina og sagði „komið þessum McLaren frá,“ í léttum gír.Pastor Maldonado á Lotus tókst ekki að klára. Hann hefur ekki lokið keppni á tímabilinu. Hann virðist hafa skotmark á bakinu því hann hefur verið saklaust fórnarlamb í mistökum annarra í ár. Hann var samt búinn að skemma fyrir sjálfum sér með því að hitta ekki almennilega á akreinina inn á þjónustusvæðið og snúast á brautinni. Hann átti almennt ekki góðan dag. Formúla Tengdar fréttir Manor reynir að velja frumsýningardag Manor Marussia liðið í Formúlu 1 veltir fyrir sér hvenær nýr bíll liðsins lýtur fyrst dagsins ljós. 5. apríl 2015 20:00 Mercedes: Malasía mun ekki endurtaka sig Mercedes liðið býst ekki við því að Malasíukappaksturinn endurtaki sig í Kína um komandi helgi. Þar vann Sebastian Vettel á Ferrari. 6. apríl 2015 23:00 Hamilton á ráspól í Kína Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. 11. apríl 2015 07:46 Rosberg: Vettel getur hjálpað mér að verða meistari Nico Rosberg trúir því að Sebastian Vettel geti átt stóran þátt í að aðstoða hann í að vinna heimsmeistaratitil ökumanna með því að ræna stigum af Lewis Hamilton. 9. apríl 2015 23:00 Rosberg: Lewis ók fáránlega hægt Hver sagði hvað eftir keppnina í Kína? Lewis Hamilton vann. Þetta var keppni liðsfélaga enda vann Mercedes og Ferrari var þar rétt á eftir og svo kom Williams. 12. apríl 2015 08:25 Lewis Hamilton kóngurinn í Kína Lewis Hamilton var afar sannfærandi í Mercedes bílnum í dag og það virtist enginn geta ógnað honum af neinni alvöru. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 12. apríl 2015 07:40 Vettel: Það kom á óvart hversu fljótir Mercedes voru í dag Hver sagði hvað eftir tímatökuna í Kína? Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í fimmta skipti. 11. apríl 2015 08:34 Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton snéri aftur á efsta þrep verðlaunapalsins í Kína. Fast á hæla hans fylgdi pirraður liðsfélagi hans, Nico Rosberg. Allt er þá orðið eðlilegt aftur í Formúlu 1. Af hverju var Rosberg pirraður? Hvað varð um Ferrari og hver var maður keppninnar? Allt þetta og fleira í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Rosberg taldi Hamilton fela óhreint mjöl í pokahorninu. Svo var ekki.Vísir/GettySálfræðihernaður eða ekki? Rosberg reiddist liðsfélaga sínum hjá Mercedes. Hann taldi Hamilton hafa hægt óðelilega mikið á sér. Rosberg kvartaði yfir því að hann væri þvingaður til að verjast Sebastian Vettel. Því hann komst ekki fram úr Hamilton því það hefði slitið dekkjunum of hratt. Hamilton svaraði fyrir sig á blaðamannafundi eftir keppnina og sagði „Ég er ekki hérna til að passa upp á að Nico gangi vel,“ sem er alveg rétt. Hamilton var að spara dekkin til að nýta þau þegar hann þurfti á þeim að halda. Rosberg var allt annað en kátur. Sálfræðihernaðurinn er því hafinn aftur. Allt er orðið eins og það á að vera í Formúlu 1. Sá sem tapar verður pirraður.Ferrari fór ekki aftur á bak. Mercedes voru bara betri.Vísir/GettyFór Ferrari aftur á bak? Nei er einfalda svarið en í rauninni átti Ferrari ekki svar við Mercedes. Dekkjaslitið virtist meira hjá þeim rauðu en á silfur örvunum. Það varð ljóst strax í tímatökunni í hvað stefndi. Ferrari hélt ekki í við Mercedes. Það er þó ljós við enda ganganna. Meiri hiti hjálpar Ferrari og þrátt fyrir óvenju hlýjan dag í Kína á sunnudaginn var samt kalt, ef miðað er við flestar keppnir.Kimi Raikkonen segist sannfærður um að Ferrari verði heimsmeistari bílasmiða í ár. „Við höfum náð miklum framförum í ár og munum halda því áfram. Augljóslega eru allir að vinna að bætingum, svo það veltur á öðrum líka en við erum að gera réttu hlutina,“ sagði Finninn sem varð fjórði í Kína.Vélin springur hjá Verstappen.Vísir/GettyMaður keppninnarMax Verstappen á þann heiður í þetta skipti. Martin Brundle, fyrrum Formúlu 1 ökumaður lýsti akstri Verstappen um helgina best. Hann sagði aksturstilþrif Verstappen minna á Ayrton Senna og Michael Schumacher. Þeir sem þekkja til vita að hrósið verður ekki stærra. Þrátt fyrir að hafa ekki lokið keppni þá átti Hollendingurinn ungi ótrúlega keppni. Hann tók fram úr talsvert mörgum reyndari ökumönnum. Vélarbilun kom í veg fyrir að hann lyki keppni. Vonarstjarna framtíðarinnar að byrja að skína í þessum 17 ára strák.Lauda er ánægður með meinta sjálfselskutilburði Hamilton.Vísir/GettyÖkumenn eiga að vera sjálfselskirNiki Lauda þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og yfirmaður hjá Mercedes sagði eftir keppnina að ökumenn ættu að hugsa um sjálfan sig. „Ökumenn eiga að vera sjálfselskir,“ hann lét fylgja orð sem ekki hæfir að hafa eftir. Hann fann ekkert að akstri Hamilton. Mercedes liðið hafði óskað eftir því við Rosberg fyrir keppnina að hann sýndi meiri grimmd. En hann fór eiginlega bara í fýlu. Hann hlýtur að hafa misskilið beiðnina aðeins.Will Stevens tók loksins þátt í keppni á tímabilinu.Vísir/GettyAfturendinn Manor liðinu tókst að koma báðum bílunum í mark. Þetta er í fyrsta skipti í þremur tilraunum sem það tekst.Fernando Alonso á McLaren var hringaður af báðum ökumönnum Ferrari, liðsins sem hann ók fyrir áður en hann fór til McLaren. Raikkonen hafði gaman að því að hringa Alonso. Raikkonen var snöggur í talstöðina og sagði „komið þessum McLaren frá,“ í léttum gír.Pastor Maldonado á Lotus tókst ekki að klára. Hann hefur ekki lokið keppni á tímabilinu. Hann virðist hafa skotmark á bakinu því hann hefur verið saklaust fórnarlamb í mistökum annarra í ár. Hann var samt búinn að skemma fyrir sjálfum sér með því að hitta ekki almennilega á akreinina inn á þjónustusvæðið og snúast á brautinni. Hann átti almennt ekki góðan dag.
Formúla Tengdar fréttir Manor reynir að velja frumsýningardag Manor Marussia liðið í Formúlu 1 veltir fyrir sér hvenær nýr bíll liðsins lýtur fyrst dagsins ljós. 5. apríl 2015 20:00 Mercedes: Malasía mun ekki endurtaka sig Mercedes liðið býst ekki við því að Malasíukappaksturinn endurtaki sig í Kína um komandi helgi. Þar vann Sebastian Vettel á Ferrari. 6. apríl 2015 23:00 Hamilton á ráspól í Kína Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. 11. apríl 2015 07:46 Rosberg: Vettel getur hjálpað mér að verða meistari Nico Rosberg trúir því að Sebastian Vettel geti átt stóran þátt í að aðstoða hann í að vinna heimsmeistaratitil ökumanna með því að ræna stigum af Lewis Hamilton. 9. apríl 2015 23:00 Rosberg: Lewis ók fáránlega hægt Hver sagði hvað eftir keppnina í Kína? Lewis Hamilton vann. Þetta var keppni liðsfélaga enda vann Mercedes og Ferrari var þar rétt á eftir og svo kom Williams. 12. apríl 2015 08:25 Lewis Hamilton kóngurinn í Kína Lewis Hamilton var afar sannfærandi í Mercedes bílnum í dag og það virtist enginn geta ógnað honum af neinni alvöru. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 12. apríl 2015 07:40 Vettel: Það kom á óvart hversu fljótir Mercedes voru í dag Hver sagði hvað eftir tímatökuna í Kína? Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í fimmta skipti. 11. apríl 2015 08:34 Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Manor reynir að velja frumsýningardag Manor Marussia liðið í Formúlu 1 veltir fyrir sér hvenær nýr bíll liðsins lýtur fyrst dagsins ljós. 5. apríl 2015 20:00
Mercedes: Malasía mun ekki endurtaka sig Mercedes liðið býst ekki við því að Malasíukappaksturinn endurtaki sig í Kína um komandi helgi. Þar vann Sebastian Vettel á Ferrari. 6. apríl 2015 23:00
Hamilton á ráspól í Kína Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. 11. apríl 2015 07:46
Rosberg: Vettel getur hjálpað mér að verða meistari Nico Rosberg trúir því að Sebastian Vettel geti átt stóran þátt í að aðstoða hann í að vinna heimsmeistaratitil ökumanna með því að ræna stigum af Lewis Hamilton. 9. apríl 2015 23:00
Rosberg: Lewis ók fáránlega hægt Hver sagði hvað eftir keppnina í Kína? Lewis Hamilton vann. Þetta var keppni liðsfélaga enda vann Mercedes og Ferrari var þar rétt á eftir og svo kom Williams. 12. apríl 2015 08:25
Lewis Hamilton kóngurinn í Kína Lewis Hamilton var afar sannfærandi í Mercedes bílnum í dag og það virtist enginn geta ógnað honum af neinni alvöru. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 12. apríl 2015 07:40
Vettel: Það kom á óvart hversu fljótir Mercedes voru í dag Hver sagði hvað eftir tímatökuna í Kína? Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í fimmta skipti. 11. apríl 2015 08:34