Nýir orkusamningar í bið hjá Landsvirkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 14. apríl 2015 22:15 Forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækið komið á endastöð með nýja orkusamninga. Ekki verði samið um meiri raforkusölu fyrr en fyrir liggi hvort Alþingi leyfi fleiri virkjanakosti í rammaáætlun. Landsvirkjun gekk í gær frá samningum um smíði Þeistareykjavirkjunar sem miða við að hún hefji raforkuframleiðslu haustið 2017. Orkan þaðan fer meðal annars til að mæta orkuþörf fiskimjölsverksmiðja á Norðausturlandi og kísilvers á Bakka. Þegar spurt er hvaða virkjun komi þar á eftir horfir Landsvirkjun til stækkunar Búrfellsvirkjunar, segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali við Stöð 2. Öll leyfi liggi fyrir Búrfelli 2 og nýlokið sé útboðsferli verkhönnunar. „Þannig að eins og staðan er í dag er ekki ólíklegt að stækkun Búrfellsvirkjunar verði næsta verkefni.“Búrfellsvirkjun. Stækkun hennar verður líklegast næsta verkefni á eftir Þeistareykjavirkjun.Mynd/Landsvirkjun.Hörður segir Landsvirkjunarmenn nú bíða eftir því hvaða stefnu Alþingi móti með rammaáætlun um virkjunarkosti en fyrr verði í raun ekki hægt að gera nýja orkusamninga. „Við þurfum að fá skýrar línur þar til þess að mæta þeirri eftirspurn sem við sjáum. Við sjáum mjög fjölbreytta eftirspurn frá iðngreinum sem við höfum raunverulega ekki náð til áður. Þannig að til þess að geta gert þessa samninga þurfum við að fá fleiri virkjanakosti,“ segir Hörður. Fram hefur komið að bandaríska fyrirtækið Silicor Materials, sem undirbýr sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, hafi óskað eftir orkukaupum frá Landsvirkjun. Getur Landsvirkjun mætt ósk Silicor? Hörður kveðst ekki vilja tjá sig um samninga við einstaka viðskiptavini. „En almennt séð get ég svarað því að við þurfum frekari virkjanakosti til að geta mætt frekari eftirspurn. Við höfum verið að bæta nýtingu kerfisins og bæta við notendum en við erum komin á endastöð í því.“ Alþingi Tengdar fréttir Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59 Auglýsa útboð vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun Landsvirkjun mun nú um helgina auglýsa útboð á ráðgjafaþjónustu vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun. 13. mars 2015 17:48 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Vonast eftir breiðri sátt um rammaáætlun Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast til þess að hægt verði að ná breiðri sátt um breytingar á rammaáætlun. Lagt er til að fimm virkjunarkostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk en Jón gerir ráð fyrir því að Alþingi afgreiði málið í vor. 29. mars 2015 19:04 Landsvirkjun hefur sett sér þrettán markmið í samfélagsábyrgð Landsvirkjun hefur birt markmið fyrirtækisins fyrir árið 2015 í tengslum við stefnu um samfélagsábyrgð en um er að ræða árlega marmiðasetningu. 23. mars 2015 16:58 Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. 24. mars 2015 19:16 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækið komið á endastöð með nýja orkusamninga. Ekki verði samið um meiri raforkusölu fyrr en fyrir liggi hvort Alþingi leyfi fleiri virkjanakosti í rammaáætlun. Landsvirkjun gekk í gær frá samningum um smíði Þeistareykjavirkjunar sem miða við að hún hefji raforkuframleiðslu haustið 2017. Orkan þaðan fer meðal annars til að mæta orkuþörf fiskimjölsverksmiðja á Norðausturlandi og kísilvers á Bakka. Þegar spurt er hvaða virkjun komi þar á eftir horfir Landsvirkjun til stækkunar Búrfellsvirkjunar, segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali við Stöð 2. Öll leyfi liggi fyrir Búrfelli 2 og nýlokið sé útboðsferli verkhönnunar. „Þannig að eins og staðan er í dag er ekki ólíklegt að stækkun Búrfellsvirkjunar verði næsta verkefni.“Búrfellsvirkjun. Stækkun hennar verður líklegast næsta verkefni á eftir Þeistareykjavirkjun.Mynd/Landsvirkjun.Hörður segir Landsvirkjunarmenn nú bíða eftir því hvaða stefnu Alþingi móti með rammaáætlun um virkjunarkosti en fyrr verði í raun ekki hægt að gera nýja orkusamninga. „Við þurfum að fá skýrar línur þar til þess að mæta þeirri eftirspurn sem við sjáum. Við sjáum mjög fjölbreytta eftirspurn frá iðngreinum sem við höfum raunverulega ekki náð til áður. Þannig að til þess að geta gert þessa samninga þurfum við að fá fleiri virkjanakosti,“ segir Hörður. Fram hefur komið að bandaríska fyrirtækið Silicor Materials, sem undirbýr sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, hafi óskað eftir orkukaupum frá Landsvirkjun. Getur Landsvirkjun mætt ósk Silicor? Hörður kveðst ekki vilja tjá sig um samninga við einstaka viðskiptavini. „En almennt séð get ég svarað því að við þurfum frekari virkjanakosti til að geta mætt frekari eftirspurn. Við höfum verið að bæta nýtingu kerfisins og bæta við notendum en við erum komin á endastöð í því.“
Alþingi Tengdar fréttir Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59 Auglýsa útboð vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun Landsvirkjun mun nú um helgina auglýsa útboð á ráðgjafaþjónustu vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun. 13. mars 2015 17:48 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Vonast eftir breiðri sátt um rammaáætlun Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast til þess að hægt verði að ná breiðri sátt um breytingar á rammaáætlun. Lagt er til að fimm virkjunarkostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk en Jón gerir ráð fyrir því að Alþingi afgreiði málið í vor. 29. mars 2015 19:04 Landsvirkjun hefur sett sér þrettán markmið í samfélagsábyrgð Landsvirkjun hefur birt markmið fyrirtækisins fyrir árið 2015 í tengslum við stefnu um samfélagsábyrgð en um er að ræða árlega marmiðasetningu. 23. mars 2015 16:58 Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. 24. mars 2015 19:16 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59
Auglýsa útboð vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun Landsvirkjun mun nú um helgina auglýsa útboð á ráðgjafaþjónustu vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun. 13. mars 2015 17:48
Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52
Vonast eftir breiðri sátt um rammaáætlun Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast til þess að hægt verði að ná breiðri sátt um breytingar á rammaáætlun. Lagt er til að fimm virkjunarkostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk en Jón gerir ráð fyrir því að Alþingi afgreiði málið í vor. 29. mars 2015 19:04
Landsvirkjun hefur sett sér þrettán markmið í samfélagsábyrgð Landsvirkjun hefur birt markmið fyrirtækisins fyrir árið 2015 í tengslum við stefnu um samfélagsábyrgð en um er að ræða árlega marmiðasetningu. 23. mars 2015 16:58
Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. 24. mars 2015 19:16