Ólafur Darri í Spielbergmynd Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2015 18:49 Ólafur Darri segir Spielberg afskaplega indælan en það er alltaf furðulegt að hitta fólk sem maður hefur litið lengi upp til. Vegur leikarans Ólafs Darra Ólafssonar fer heldur betur vaxandi og er hann nú á leið til Vancouver þar sem hann verður við tökur á nýjustu mynd Steven Spielberg. Hún heitir BFG og er byggð á sögu eftir Roald Dahl. Stendur til að sýna hana á næsta ári. Myndin er sú fyrsta sem Spielberg leikstýrir fyrir Disney sem er einn framleiðanda. Þeir sem fara með helstu hlutverk eru Mark Rylance, Bill Hader, Ruby Barnhill og þá er talið að Martin Freeman fari einnig með hlutverk í myndinni. Ólafur Darri leikur risa í myndinni en þar segir af yngri stúlku, drottningunni af Englandi og velviljaða risanum BFG sem leggja af stað í ævintýraför sem gengur út á að ná risum sem leggja sér mannfólk til munns. Ólafur Darri segist, í stuttu samtali við Vísi, ekki geta tjáð sig mikið um myndina. Það er skýrt tekið fram í samningi. Og það sé alltaf einkennilegt að vera í viðtölum og mega ekki tala. En, hann er sem sagt að fara að leika einn af risunum. Nú er Spielberg einn af þeim stóru, ef ekki sá stærsti í kvikmyndageranum. Ólafur Darri hefur þegar hitt hann, stutta stund þegar hann fór út til æfinga í Vancouver fyrir stuttu. Ólafur Darri segir hann hafa verið afskaplega indælan.En, fór ekki fiðringur um Íslendinginn þegar hann hitti þessa lifandi goðsögn?„Það er alltaf furðulegt að hitta fólk sem maður hefur litið lengi upp til. Spielberg hefur verið hluti af lífi manns svo lengi, eiginlega bara frá því að ég var ungur strákur.“ Spurður hvort þetta megi ekki teljast „stærsta“ mynd sem hann hefur leikið í segist Ólafur Darri ekki alveg gera sér grein fyrir því. „Ég veit það ekki, en ég get sagt að þetta er skemmtilegt næsta skref, alla vega.“ Ólafur Darri verður næstu vikur í Vancouver við tökur á BFG. Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Vegur leikarans Ólafs Darra Ólafssonar fer heldur betur vaxandi og er hann nú á leið til Vancouver þar sem hann verður við tökur á nýjustu mynd Steven Spielberg. Hún heitir BFG og er byggð á sögu eftir Roald Dahl. Stendur til að sýna hana á næsta ári. Myndin er sú fyrsta sem Spielberg leikstýrir fyrir Disney sem er einn framleiðanda. Þeir sem fara með helstu hlutverk eru Mark Rylance, Bill Hader, Ruby Barnhill og þá er talið að Martin Freeman fari einnig með hlutverk í myndinni. Ólafur Darri leikur risa í myndinni en þar segir af yngri stúlku, drottningunni af Englandi og velviljaða risanum BFG sem leggja af stað í ævintýraför sem gengur út á að ná risum sem leggja sér mannfólk til munns. Ólafur Darri segist, í stuttu samtali við Vísi, ekki geta tjáð sig mikið um myndina. Það er skýrt tekið fram í samningi. Og það sé alltaf einkennilegt að vera í viðtölum og mega ekki tala. En, hann er sem sagt að fara að leika einn af risunum. Nú er Spielberg einn af þeim stóru, ef ekki sá stærsti í kvikmyndageranum. Ólafur Darri hefur þegar hitt hann, stutta stund þegar hann fór út til æfinga í Vancouver fyrir stuttu. Ólafur Darri segir hann hafa verið afskaplega indælan.En, fór ekki fiðringur um Íslendinginn þegar hann hitti þessa lifandi goðsögn?„Það er alltaf furðulegt að hitta fólk sem maður hefur litið lengi upp til. Spielberg hefur verið hluti af lífi manns svo lengi, eiginlega bara frá því að ég var ungur strákur.“ Spurður hvort þetta megi ekki teljast „stærsta“ mynd sem hann hefur leikið í segist Ólafur Darri ekki alveg gera sér grein fyrir því. „Ég veit það ekki, en ég get sagt að þetta er skemmtilegt næsta skref, alla vega.“ Ólafur Darri verður næstu vikur í Vancouver við tökur á BFG.
Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira