Jordan Spieth enn í bílstjórasætinu á Masters 12. apríl 2015 02:39 Jordan Spieth hefur verið frábær á Augusta hingað til. Getty Jordan Spieth er 18 holum frá því að upplifa æskudrauminn sinn og sigra á Masters mótinu en eftir þrjá hringi leiðir þessi bandaríski kylfingur með fjórum höggum, samtals á 16 höggum undir pari. Spieth hefur verið í sérflokki hingað til en á eftir honum kemur Englendingurinn Justin Rose á 12 höggum undir pari en þeir mynda lokahollið á morgun.Phil Mickelson er einn í þriðja sæti á 11 höggum undir pari og hann gæti gert atlögu að Spieth á morgun með góðum hring en Augusta National virðist alltaf draga fram það besta úr þessum frábæra kylfingi.Tiger Woods og Rory McIlroy hafa báðir leikið gott golf hingað til og eru jafnir í fimmta sæti á sex höggum undir pari en þeir þurfa á kraftaverki að halda á morgun til þess að eiga nokkurn séns á að berjast um titilinn. Sagan segir þó að pressan á lokahringnum á risamóti eins og Masters er gífurleg en það verður áhugavert að sjá hvernig hinn ungi Jordan Spieth höndlar hana á morgun. Lokahringurinn á Masters verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun frá klukkan 18:00. Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Jordan Spieth er 18 holum frá því að upplifa æskudrauminn sinn og sigra á Masters mótinu en eftir þrjá hringi leiðir þessi bandaríski kylfingur með fjórum höggum, samtals á 16 höggum undir pari. Spieth hefur verið í sérflokki hingað til en á eftir honum kemur Englendingurinn Justin Rose á 12 höggum undir pari en þeir mynda lokahollið á morgun.Phil Mickelson er einn í þriðja sæti á 11 höggum undir pari og hann gæti gert atlögu að Spieth á morgun með góðum hring en Augusta National virðist alltaf draga fram það besta úr þessum frábæra kylfingi.Tiger Woods og Rory McIlroy hafa báðir leikið gott golf hingað til og eru jafnir í fimmta sæti á sex höggum undir pari en þeir þurfa á kraftaverki að halda á morgun til þess að eiga nokkurn séns á að berjast um titilinn. Sagan segir þó að pressan á lokahringnum á risamóti eins og Masters er gífurleg en það verður áhugavert að sjá hvernig hinn ungi Jordan Spieth höndlar hana á morgun. Lokahringurinn á Masters verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun frá klukkan 18:00.
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira