Bauð sjálfur í eigin disk: „Sennilega föngulegur safngripur“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. apríl 2015 20:00 Hlynur ásamt gripnum sem er til sölu. „Þetta er platan SP sem við gáfum út árið 2001 rétt áður en rappbylgjan skall á af fullum þunga,“ segir Hlynur Ingólfsson en á árum áður var hann einn meðlima akureyrsku hljómsveitarinnar Skyttnanna. Fyrir skemmstu var eintak af disknum til sölu í hópnum Gamalt íslenskt hiphop og Hlynur bauð í sinn eigin disk. „Mér finnst hálfkjánalegt að bjóða í eigin disk en mig langar að eiga þetta. Ég átti eintak en það hefur einhver rænt því eða það týnst í flutningum. Ég sé svolítið eftir því þar sem ég á ekki einu sinni stafrænar útgáfur af öllum lögunum þarna.“ Meðal laga á plötunni má nefna MC Sökker og Ég geri það sem ég vil en alls voru níu lög á henni. Plötuna er hvergi að finna á vefnum þó að einhver laga hennar megi finna á Youtube. Líkt og áður segir kom gripurinn út árið 2001 en þá voru meðlimir sveitarinnar flestir í kringum sextán ára gamlir. „Við tókum allt upp sjálfir og skrifuðum sjálfir á geisladiska sem við höfðum keypt. Prentuðum umslagið út sjálfir og tússuðum á diskana. Maður þurfti að redda sér,“ segir Hlynur. „Alls held ég að það hafi verið gerð sjötíu eintök sem seldust ágætlega. Mig minnir að þær hafi verið seldar í SMASH eða Brim fyrir sunnan og selst upp eftir að Ég geri það sem ég vil byrjaði að fá spilun í útvarpi.“ „Ég bauð 2.999 krónur í gripinn sem er það sama og ég borgaði fyrir nýju Gísla Pálma plötuna. Því var hafnað enda platan sennilega föngulegur safngripur.“ Skytturnar hafa ekki komið saman í fullri mynd síðan árið 2010 er þær spiluðu í afmæli landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar í Sjallanum. „Ef tilefnið er rétt er aldrei að vita annað en eitthvað gerist aftur. Ég hef rappið sem áhugamál fyrir mig og tek vers og vers með góðum vinum.“ Tónlist Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þetta er platan SP sem við gáfum út árið 2001 rétt áður en rappbylgjan skall á af fullum þunga,“ segir Hlynur Ingólfsson en á árum áður var hann einn meðlima akureyrsku hljómsveitarinnar Skyttnanna. Fyrir skemmstu var eintak af disknum til sölu í hópnum Gamalt íslenskt hiphop og Hlynur bauð í sinn eigin disk. „Mér finnst hálfkjánalegt að bjóða í eigin disk en mig langar að eiga þetta. Ég átti eintak en það hefur einhver rænt því eða það týnst í flutningum. Ég sé svolítið eftir því þar sem ég á ekki einu sinni stafrænar útgáfur af öllum lögunum þarna.“ Meðal laga á plötunni má nefna MC Sökker og Ég geri það sem ég vil en alls voru níu lög á henni. Plötuna er hvergi að finna á vefnum þó að einhver laga hennar megi finna á Youtube. Líkt og áður segir kom gripurinn út árið 2001 en þá voru meðlimir sveitarinnar flestir í kringum sextán ára gamlir. „Við tókum allt upp sjálfir og skrifuðum sjálfir á geisladiska sem við höfðum keypt. Prentuðum umslagið út sjálfir og tússuðum á diskana. Maður þurfti að redda sér,“ segir Hlynur. „Alls held ég að það hafi verið gerð sjötíu eintök sem seldust ágætlega. Mig minnir að þær hafi verið seldar í SMASH eða Brim fyrir sunnan og selst upp eftir að Ég geri það sem ég vil byrjaði að fá spilun í útvarpi.“ „Ég bauð 2.999 krónur í gripinn sem er það sama og ég borgaði fyrir nýju Gísla Pálma plötuna. Því var hafnað enda platan sennilega föngulegur safngripur.“ Skytturnar hafa ekki komið saman í fullri mynd síðan árið 2010 er þær spiluðu í afmæli landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar í Sjallanum. „Ef tilefnið er rétt er aldrei að vita annað en eitthvað gerist aftur. Ég hef rappið sem áhugamál fyrir mig og tek vers og vers með góðum vinum.“
Tónlist Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp