Markaðsmisnotkunarmálið: Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Más Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2015 13:03 Hreiðar Már og Sigurður eru báðir ákærðir í málinu. Hvorugur hefur mætt í dómssal til þessa en sjöundi dagur aðalmeðferðar stendur yfir. Magnús Guðmundsson, sem dvelur í hegningarhúsinu þessa dagana ásamt Hreiðari Má og Sigurði, situr hins vegar meðferðina. Vísir Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, sat fyrir svörum Björns Þorvaldssonar saksóknara í héraðsdómi í morgun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Nafn hans kom ítrekað upp við skýrslutökur yfir þremur fyrrum starfsmönnum eigin viðskipta bankans sem einnig eru ákærðir í málinu. Báru þeir að Ingólfur hafi gefið þeim fyrirmæli um hvernig haga skyldi viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi; þeir hafi sjálfir ráðið litlu þar um, jafnvel engu. Saksóknari spurði Ingólf meðal annars hvort að hann hafi stjórnað fjölda tilboða eigin viðskipta í hlutabréf Kaupþings og magni þeirra. „Það var ekki þannig að ég hafi verið með puttann í einstökum tilboðum. Við spjölluðum hins vegar oft saman enda var oft mikið um að vera við upphaf viðskipta og svo við lok viðskipta. Ég lagði þessar almennu línur en svo skiptumst við á skoðunum hvað var að gerast á öðrum mörkuðum og í framhaldinu tókum við einhverjar ákvarðanir,” svaraði Ingólfur.Oft starfsmenn sem komu með hugmyndir Björn vísaði þá til símtala sem hann sagði sýna að Ingólfur hafi gefið starfsmönnunum fyrirmæli. „Þú hefur birt hér fjölmörg símtöl en það eru miklu fleiri símtöl í málinu sem eru með þeim hætti að þetta er ekki endilega svona. Oft voru það þeir sem komu með hugmyndir...” Hér greip saksóknari fram í og sagði að það væri ekki ákæruvaldið sem væri að halda þessu fram heldur sakborningarnir þrír sem hafi verið starfsmenn eigin viðskipta. „Þú hefur snemma gefið þann tón að þetta væru allt saman fyrirmæli. Ég dreg aðeins í efa að þetta hafi allt verið fyrirmæli í þeim skilningi. Við áttum oft samskipti og skiptumst á hugmyndum hvað við ættum að gera á markaði. Þetta var ekki allt saman einhliða frá mér,” svaraði Ingólfur.Hreiðar og Sigurður hafi vitað allt Yfirmaður Ingólfs hjá Kaupþingi var Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings-samstæðunnar. Hann er einnig ákærður í málinu ásamt Sigurði Einarssyni sem var stjórnarformaður bankans. Saksóknari hefur því spurt Ingólf nokkuð mikið út í hvort hann hafi fengið fyrirmæli frá þeim tveimur og hvort að þeir hafi verið upplýstir um það sem eigin viðskipti voru að gera með bréf í Kaupþingi. „Ég setti stefnuna um hvað bankinn ætti að eiga mikið hverju sinni. Hreiðar og Sigurður fólu mér að annast þessi viðskipti, sjá um þessa deild, en dagleg samskipti við þá voru ekki mikil,” sagði Ingólfur. Aðspurður sagði hann að Hreiðar og Sigurður hafi vitað allt um hvað eigin viðskipti var að gera, þar á meðal hvaða viðskipti deildin átti með bréf í Kaupþingi. Saksóknari bar þá undir Ingólf lögregluskýrslu frá yfirheyrslum sem hann sætti í maí 2010. Þar segist hann hafa átt í meiri samskiptum við Sigurð en Hreiðar og þau hafi frekar verið daglega heldur en vikulega.Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Aðspurður fyrir dómi hvort hann hafi frekar leitað til Sigurðar en Hreiðars sagði Ingólfur: „Já, það er rétt. Það var ekki mikið um dagleg samskipti en þetta er líklegast rétt. Ég man ekki nákvæmlega hvað við töluðum oft saman, þessi lögregluskýrsla var tekin af mér fyrir 5 árum, en, jú ég átti tíðari samskipti við Sigurð en Hreiðar var líka upplýstur.” Björn spurði hann þá hvort hann hafi einhvern tíma gert athugasemd við nánari framsetningu viðskiptanna við sína yfirmenn, til dæmis hvað varðaði fjölda tilboða og magn. „Nei, það var mitt að ákveða þessa nánari framsetningu,” svaraði Ingólfur þá. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23 „Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21 Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, sat fyrir svörum Björns Þorvaldssonar saksóknara í héraðsdómi í morgun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Nafn hans kom ítrekað upp við skýrslutökur yfir þremur fyrrum starfsmönnum eigin viðskipta bankans sem einnig eru ákærðir í málinu. Báru þeir að Ingólfur hafi gefið þeim fyrirmæli um hvernig haga skyldi viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi; þeir hafi sjálfir ráðið litlu þar um, jafnvel engu. Saksóknari spurði Ingólf meðal annars hvort að hann hafi stjórnað fjölda tilboða eigin viðskipta í hlutabréf Kaupþings og magni þeirra. „Það var ekki þannig að ég hafi verið með puttann í einstökum tilboðum. Við spjölluðum hins vegar oft saman enda var oft mikið um að vera við upphaf viðskipta og svo við lok viðskipta. Ég lagði þessar almennu línur en svo skiptumst við á skoðunum hvað var að gerast á öðrum mörkuðum og í framhaldinu tókum við einhverjar ákvarðanir,” svaraði Ingólfur.Oft starfsmenn sem komu með hugmyndir Björn vísaði þá til símtala sem hann sagði sýna að Ingólfur hafi gefið starfsmönnunum fyrirmæli. „Þú hefur birt hér fjölmörg símtöl en það eru miklu fleiri símtöl í málinu sem eru með þeim hætti að þetta er ekki endilega svona. Oft voru það þeir sem komu með hugmyndir...” Hér greip saksóknari fram í og sagði að það væri ekki ákæruvaldið sem væri að halda þessu fram heldur sakborningarnir þrír sem hafi verið starfsmenn eigin viðskipta. „Þú hefur snemma gefið þann tón að þetta væru allt saman fyrirmæli. Ég dreg aðeins í efa að þetta hafi allt verið fyrirmæli í þeim skilningi. Við áttum oft samskipti og skiptumst á hugmyndum hvað við ættum að gera á markaði. Þetta var ekki allt saman einhliða frá mér,” svaraði Ingólfur.Hreiðar og Sigurður hafi vitað allt Yfirmaður Ingólfs hjá Kaupþingi var Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings-samstæðunnar. Hann er einnig ákærður í málinu ásamt Sigurði Einarssyni sem var stjórnarformaður bankans. Saksóknari hefur því spurt Ingólf nokkuð mikið út í hvort hann hafi fengið fyrirmæli frá þeim tveimur og hvort að þeir hafi verið upplýstir um það sem eigin viðskipti voru að gera með bréf í Kaupþingi. „Ég setti stefnuna um hvað bankinn ætti að eiga mikið hverju sinni. Hreiðar og Sigurður fólu mér að annast þessi viðskipti, sjá um þessa deild, en dagleg samskipti við þá voru ekki mikil,” sagði Ingólfur. Aðspurður sagði hann að Hreiðar og Sigurður hafi vitað allt um hvað eigin viðskipti var að gera, þar á meðal hvaða viðskipti deildin átti með bréf í Kaupþingi. Saksóknari bar þá undir Ingólf lögregluskýrslu frá yfirheyrslum sem hann sætti í maí 2010. Þar segist hann hafa átt í meiri samskiptum við Sigurð en Hreiðar og þau hafi frekar verið daglega heldur en vikulega.Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Aðspurður fyrir dómi hvort hann hafi frekar leitað til Sigurðar en Hreiðars sagði Ingólfur: „Já, það er rétt. Það var ekki mikið um dagleg samskipti en þetta er líklegast rétt. Ég man ekki nákvæmlega hvað við töluðum oft saman, þessi lögregluskýrsla var tekin af mér fyrir 5 árum, en, jú ég átti tíðari samskipti við Sigurð en Hreiðar var líka upplýstur.” Björn spurði hann þá hvort hann hafi einhvern tíma gert athugasemd við nánari framsetningu viðskiptanna við sína yfirmenn, til dæmis hvað varðaði fjölda tilboða og magn. „Nei, það var mitt að ákveða þessa nánari framsetningu,” svaraði Ingólfur þá.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23 „Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21 Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23
„Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21
Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent