Það er komið babb í bát Cleveland Cavaliers sem ætlar sér NBA-meistaratitilinn.
Kevin Love fór úr axlarlið í leik liðsins á sunnudag og nú hefur Cleveland staðfest að það sé mjög ólíklegt að hann spili aftur á þessu tímabili.
Hann mun þurfa að minnsta kosti fjórar til sex vikur til að jafna sig á þessum meiðslum. Ef hann nær ekki að jafna sig þá þarf hann að fara í aðgerð.
Cleveland er komið í aðra umferð úrslitakeppninnar og mun mæta sigurvegaranum úr rimmi Chicago og Milwaukee í næstu umferð.
Love gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Cleveland enda ekk útséð með að hann verði áfram í herbúðum félagsins á næstu leiktíð.
Körfubolti