Kvennaknattspyrna gæti orðið augnayndi fyrir sterkara kynið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2015 10:44 Edda Garðarsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir og Ólína Viðarsdóttir eru á meðal bestu knattspyrnukvenna sem Ísland hefur alið. Vísir/E.Ól. Steinunn Sigurjónsdóttir, leikmaður Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu, vakti athygli á 35 ára gamalli frétt í Þjóðviljanum á dögunum. Fréttaefnið árið 1970 er hið nýja fyrirbæri kvennaknattspyrna sem forráðamenn Knattspyrnusambands Íslands töldu ekki óhugsandi að tekin yrði upp hér á landi. „Sem kunnugt er, þá er það mjög til siðs víða erlendis að kvenfólk æfi og keppi í knattspyrnu og svo langt er þetta komið sumstaðar, svo sem á Ítalíu, að þar er komin á atvinnumennska í kvennaknattspyrnu,“ segir í frétt Þjóðviljans. 20. júlí 1970 fór fram fyrsti opinberi knattspyrnuleikur kvenna á Íslandi. Þá mættust lið frá Keflavík og Reykjavík fyrir landsleik Íslands og Noregs í karlaknattspyrnu. Hálfleikurinn var tíu mínútur. Sama ár fór fram fyrsta heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu á Ítalíu.Málfríður Erna Sigurðardótitr, Hallbera Guðný Gísladóttir, Rakel Logadóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Pála Marie Einarsdóttir fagna í Valstreyjunni. „Augnayndi gæti það nú orðið íslenskum knattspyrnuunnendum, sem flestir eru af sterkara kyninu, að fá að sjá fallegar stúlkur leika knattspyrnu og þarf varla að efa að hún yrði vinsæl íþróttagrein hér á landi," segir í frétt Morgunblaðsins sem eðli málsins samkvæmt þykir nokkuð spaugileg í dag.Fyrsta kvennaknattspyrnumótið fór fram í apríl 1971 en þá hafði kvennaknattspyrna nýverið verið viðurkennd sem keppnisgrein innan vébanda KSÍ. Íslenska kvennalandsliðið spilaði svo sinn fyrsta landsleik í september árið 1981. Þá lá liðið 3-2 gegn Skotum. Bryndís Einarsdóttir og Ásta B. Gunnlaugsdóttir skoruðu fyrir Ísland. Byrjunarlið Íslands í leiknum má sjá hér. Hér að neðan má svo sjá Twitter-færslu Steinunnar sem hefur vakið mikla athygli.Upphaf kvk.knattspyrnu á Íslandi. Mogginn 1970 -Augnayndi yndi fyrir sterkara kynið... #fotboltinet #6dagsleikinn pic.twitter.com/C3YUkuBGL6— Steinunn Sigurjóns (@sigurjnsd) April 16, 2015 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira
Steinunn Sigurjónsdóttir, leikmaður Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu, vakti athygli á 35 ára gamalli frétt í Þjóðviljanum á dögunum. Fréttaefnið árið 1970 er hið nýja fyrirbæri kvennaknattspyrna sem forráðamenn Knattspyrnusambands Íslands töldu ekki óhugsandi að tekin yrði upp hér á landi. „Sem kunnugt er, þá er það mjög til siðs víða erlendis að kvenfólk æfi og keppi í knattspyrnu og svo langt er þetta komið sumstaðar, svo sem á Ítalíu, að þar er komin á atvinnumennska í kvennaknattspyrnu,“ segir í frétt Þjóðviljans. 20. júlí 1970 fór fram fyrsti opinberi knattspyrnuleikur kvenna á Íslandi. Þá mættust lið frá Keflavík og Reykjavík fyrir landsleik Íslands og Noregs í karlaknattspyrnu. Hálfleikurinn var tíu mínútur. Sama ár fór fram fyrsta heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu á Ítalíu.Málfríður Erna Sigurðardótitr, Hallbera Guðný Gísladóttir, Rakel Logadóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Pála Marie Einarsdóttir fagna í Valstreyjunni. „Augnayndi gæti það nú orðið íslenskum knattspyrnuunnendum, sem flestir eru af sterkara kyninu, að fá að sjá fallegar stúlkur leika knattspyrnu og þarf varla að efa að hún yrði vinsæl íþróttagrein hér á landi," segir í frétt Morgunblaðsins sem eðli málsins samkvæmt þykir nokkuð spaugileg í dag.Fyrsta kvennaknattspyrnumótið fór fram í apríl 1971 en þá hafði kvennaknattspyrna nýverið verið viðurkennd sem keppnisgrein innan vébanda KSÍ. Íslenska kvennalandsliðið spilaði svo sinn fyrsta landsleik í september árið 1981. Þá lá liðið 3-2 gegn Skotum. Bryndís Einarsdóttir og Ásta B. Gunnlaugsdóttir skoruðu fyrir Ísland. Byrjunarlið Íslands í leiknum má sjá hér. Hér að neðan má svo sjá Twitter-færslu Steinunnar sem hefur vakið mikla athygli.Upphaf kvk.knattspyrnu á Íslandi. Mogginn 1970 -Augnayndi yndi fyrir sterkara kynið... #fotboltinet #6dagsleikinn pic.twitter.com/C3YUkuBGL6— Steinunn Sigurjóns (@sigurjnsd) April 16, 2015
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira