Sex í sjónvarpinu sigga dögg skrifar 28. apríl 2015 16:00 Vísir/Getty Kynlíf hefur verið missýnilegt í sjónvarpsþáttum þar sem gjarnan er meira gefið til kynna heldur en raunverulega sýnt og oftar en ekki er það sveipað rómantískum blæ. Nýlega hafa nokkrir sjónvarpsþættir gefiðr kynlífi og erótík og losta ákveðið vægi og sýnt á raunverulegri hátt. Hér má sjá fjóra góða sjónvarpsþætti sem kitla heilann sem og kynfærin. (gott að taka fram að þetta er ekki tæmandi listi og vissulega má alltaf bæta við hann)Vísir/SkjáskotFyrst og fremst ber að nefna Orange is the new black Þar má finna eldheitar senur á milli Piper og Alex og á milli Nichols og ýmissa kvenna. Kynlífið ber keim af raunveruleikanum og er það skemmtilega frískandi að sjá slíkt í sjónvarpi auk þess sem kynlíf tveggja kvenna er sýnt, bæði útfrá rómantískum sjónarhorni en einnig til að svala eðlilegri kynþörf og löngun.Vísir/SkjáskotHouse of Cards er löðrandi í valdabaráttu og kynlífi sem oft helst í hendur við hvort annað. Þegar kynlíf er ekki sýnt beint þá er það gefið til kynna óbeint með erótískum samskiptum hjónanna Claire og Francis og svo þeirra sem á vegi þeirra verða. Hér er pólitík og valdafkín gerð að mjög sexí hlut.Vísir/SkjáskotÞað er ekki hægt að fjalla um kynlíf í sjónvarpi nema að taka fyrir þáttinn hennar Lenu Dunham, Girls. Kynlíf er oft í forgrunni þáttanna og fer raunsætt sjónarhornið fyrir brjóstið á sumum á meðan aðrir taka því fagnandi. Þættirnir hafa brotið blað í sjónvarpssögunni í að sýna tabú kynlífsathafnir líkt og munnmök við rass. Sumir þáttanna líkja til þess að vera fluga á vegg í samlífi allskonar fólks sem stundar allskonar kynlíf.Vísir/SkjáskotMasters of Sex fjalla um kynlíf og kynhegðun en ásamt því að það sé viðfangsefni þáttanna þá er eldheitt kynlíf á milli Bill og Virginiu þar sem þau fikra sig áfram í kynlífsmeðferðum þar sem þau móta meðferðina með því að prófa hana sjálf. Þess má geta að flestir í þættinum munu á einum tímapunkti eða öðrum stunda kynlíf svo ef þér þykir kynlíf skemmtilegt og áhugavert þá er þessi þáttur skylduáhorf. Heilsa Tengdar fréttir Erótískur leslisti Erótískar bækur flæða um allt og hér eru nokkrar góðar til að verma þér um hjarta, haus og klof 25. febrúar 2015 09:00 Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Kynlíf hefur verið missýnilegt í sjónvarpsþáttum þar sem gjarnan er meira gefið til kynna heldur en raunverulega sýnt og oftar en ekki er það sveipað rómantískum blæ. Nýlega hafa nokkrir sjónvarpsþættir gefiðr kynlífi og erótík og losta ákveðið vægi og sýnt á raunverulegri hátt. Hér má sjá fjóra góða sjónvarpsþætti sem kitla heilann sem og kynfærin. (gott að taka fram að þetta er ekki tæmandi listi og vissulega má alltaf bæta við hann)Vísir/SkjáskotFyrst og fremst ber að nefna Orange is the new black Þar má finna eldheitar senur á milli Piper og Alex og á milli Nichols og ýmissa kvenna. Kynlífið ber keim af raunveruleikanum og er það skemmtilega frískandi að sjá slíkt í sjónvarpi auk þess sem kynlíf tveggja kvenna er sýnt, bæði útfrá rómantískum sjónarhorni en einnig til að svala eðlilegri kynþörf og löngun.Vísir/SkjáskotHouse of Cards er löðrandi í valdabaráttu og kynlífi sem oft helst í hendur við hvort annað. Þegar kynlíf er ekki sýnt beint þá er það gefið til kynna óbeint með erótískum samskiptum hjónanna Claire og Francis og svo þeirra sem á vegi þeirra verða. Hér er pólitík og valdafkín gerð að mjög sexí hlut.Vísir/SkjáskotÞað er ekki hægt að fjalla um kynlíf í sjónvarpi nema að taka fyrir þáttinn hennar Lenu Dunham, Girls. Kynlíf er oft í forgrunni þáttanna og fer raunsætt sjónarhornið fyrir brjóstið á sumum á meðan aðrir taka því fagnandi. Þættirnir hafa brotið blað í sjónvarpssögunni í að sýna tabú kynlífsathafnir líkt og munnmök við rass. Sumir þáttanna líkja til þess að vera fluga á vegg í samlífi allskonar fólks sem stundar allskonar kynlíf.Vísir/SkjáskotMasters of Sex fjalla um kynlíf og kynhegðun en ásamt því að það sé viðfangsefni þáttanna þá er eldheitt kynlíf á milli Bill og Virginiu þar sem þau fikra sig áfram í kynlífsmeðferðum þar sem þau móta meðferðina með því að prófa hana sjálf. Þess má geta að flestir í þættinum munu á einum tímapunkti eða öðrum stunda kynlíf svo ef þér þykir kynlíf skemmtilegt og áhugavert þá er þessi þáttur skylduáhorf.
Heilsa Tengdar fréttir Erótískur leslisti Erótískar bækur flæða um allt og hér eru nokkrar góðar til að verma þér um hjarta, haus og klof 25. febrúar 2015 09:00 Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Erótískur leslisti Erótískar bækur flæða um allt og hér eru nokkrar góðar til að verma þér um hjarta, haus og klof 25. febrúar 2015 09:00