„Ekki oft sem maður fær svona tækifæri svo ég stökk af stað“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. apríl 2015 15:45 Tilfinningarnar leyna sér ekki hjá Atla. „Við Nanna Bryndís vorum saman í grunnskóla en það eru mörg, mörg ár síðan,“ segir Atli Freyr Demantur. Hann er í forgrunni í glænýju textamyndbandi Of Monsters And Men við lagið I Of The Storm. Lagið kom út í dag og verður á plötunni Beneath The Skin sem væntanleg er 8. júní næstkomandi. Líkt og með lagið Crystals er myndbandið unnið af Tjarnargötunni. Þann 4. maí hefst tónleikaferð hljómsveitarinnar. Fyrst er förinni heitið til Norður-Ameríku en sveitin heldur síðan til Evrópu í júní. „Ég var staddur í Kína að vinna að myndatöku þar þegar Nanna hringdi í mig og sagði mér að þau vildu fá mig í þetta. Það er ekki oft sem maður fær svona tækifæri svo ég stökk af stað og gerði þetta,“ segir Atli en hann býr í Kaupmannahöfn og starfar þar sem förðunarfræðingur.Varð strax ástfanginn af laginu Upphaflega planið var að stökkva inn í stúdíó, taka myndbandið upp og hverfa strax af landi brott en Atli ákvað að verja hér tveimur auka dögum til að hitta vini og fjölskyldu. „Ég varð strax ástfanginn af laginu og hlustaði ekki á neitt annað næstu fimm daga eftir þetta. Lagið er allt öðruvísi en Crystals. Það er kraftmikið meðan þetta er tilfinningaríkara og persónulegra. Það er kraftmikið á allt annan hátt.“ Í gegnum tíðina hefur Atli aðeins fiktað við leiklist. Sem barn talaði hann inn á teiknimyndir og átti það til að leika með Leikfélagi Keflavíkur. Að auki hefur hann leikið lítil hlutverk sem eru í bakgrunni í ýmsum sjónvarpsþáttum. „Ég enda oft í leiklistinni þó ég sé yfirleitt meira bak við myndavélina.“ „Ég er eitt stórt bros og hlakka til að sjá viðbrögðin við myndbandinu. Lagið er auðvitað frábært og þau eru algerir snillingar í hljómsveitinni. Það verður gaman að sjá þetta allt,“ segir Atli. Tónlist Tengdar fréttir Uppselt á OMAM - Aukatónleikar farnir í sölu Uppselt er á tónleika Of Monsters and Men í Eldborg 19. ágúst. Aukatónleikum hefur verið bætt við daginn eftir. 24. mars 2015 12:42 Siggi Sigurjóns fer á kostum í myndbandi Of Monsters and Men: "Of spennandi og skrýtið til að hafna því“ Syngur af mikilli innlifun með laginu Crystals. 16. mars 2015 19:31 Næstu tvö ár verða mjög annasöm Mikið er um að vera hjá Of Monsters and Men þessa dagana. Platan að klárast. 9. febrúar 2015 09:00 Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Við Nanna Bryndís vorum saman í grunnskóla en það eru mörg, mörg ár síðan,“ segir Atli Freyr Demantur. Hann er í forgrunni í glænýju textamyndbandi Of Monsters And Men við lagið I Of The Storm. Lagið kom út í dag og verður á plötunni Beneath The Skin sem væntanleg er 8. júní næstkomandi. Líkt og með lagið Crystals er myndbandið unnið af Tjarnargötunni. Þann 4. maí hefst tónleikaferð hljómsveitarinnar. Fyrst er förinni heitið til Norður-Ameríku en sveitin heldur síðan til Evrópu í júní. „Ég var staddur í Kína að vinna að myndatöku þar þegar Nanna hringdi í mig og sagði mér að þau vildu fá mig í þetta. Það er ekki oft sem maður fær svona tækifæri svo ég stökk af stað og gerði þetta,“ segir Atli en hann býr í Kaupmannahöfn og starfar þar sem förðunarfræðingur.Varð strax ástfanginn af laginu Upphaflega planið var að stökkva inn í stúdíó, taka myndbandið upp og hverfa strax af landi brott en Atli ákvað að verja hér tveimur auka dögum til að hitta vini og fjölskyldu. „Ég varð strax ástfanginn af laginu og hlustaði ekki á neitt annað næstu fimm daga eftir þetta. Lagið er allt öðruvísi en Crystals. Það er kraftmikið meðan þetta er tilfinningaríkara og persónulegra. Það er kraftmikið á allt annan hátt.“ Í gegnum tíðina hefur Atli aðeins fiktað við leiklist. Sem barn talaði hann inn á teiknimyndir og átti það til að leika með Leikfélagi Keflavíkur. Að auki hefur hann leikið lítil hlutverk sem eru í bakgrunni í ýmsum sjónvarpsþáttum. „Ég enda oft í leiklistinni þó ég sé yfirleitt meira bak við myndavélina.“ „Ég er eitt stórt bros og hlakka til að sjá viðbrögðin við myndbandinu. Lagið er auðvitað frábært og þau eru algerir snillingar í hljómsveitinni. Það verður gaman að sjá þetta allt,“ segir Atli.
Tónlist Tengdar fréttir Uppselt á OMAM - Aukatónleikar farnir í sölu Uppselt er á tónleika Of Monsters and Men í Eldborg 19. ágúst. Aukatónleikum hefur verið bætt við daginn eftir. 24. mars 2015 12:42 Siggi Sigurjóns fer á kostum í myndbandi Of Monsters and Men: "Of spennandi og skrýtið til að hafna því“ Syngur af mikilli innlifun með laginu Crystals. 16. mars 2015 19:31 Næstu tvö ár verða mjög annasöm Mikið er um að vera hjá Of Monsters and Men þessa dagana. Platan að klárast. 9. febrúar 2015 09:00 Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Uppselt á OMAM - Aukatónleikar farnir í sölu Uppselt er á tónleika Of Monsters and Men í Eldborg 19. ágúst. Aukatónleikum hefur verið bætt við daginn eftir. 24. mars 2015 12:42
Siggi Sigurjóns fer á kostum í myndbandi Of Monsters and Men: "Of spennandi og skrýtið til að hafna því“ Syngur af mikilli innlifun með laginu Crystals. 16. mars 2015 19:31
Næstu tvö ár verða mjög annasöm Mikið er um að vera hjá Of Monsters and Men þessa dagana. Platan að klárast. 9. febrúar 2015 09:00