Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2015 13:11 Ingólfur Helgason og Hreiðar Már Sigurðsson. vísir Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings frá apríl 2007 og þar til bankinn féll í október 2008, hefur orðið nokkuð tíðrætt um það við skýrslutöku fyrir dómi í dag að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður.” Einar er einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings og hefur setið fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara í morgun. Í einu símtala sem spilað var fyrir dómi ræðir Einar að því er virðist erfiða stöðu Kaupþings á markaði við Birni Sæ Björnsson, verðbréfasala hjá eigin viðskiptum, sem einnig er ákærður í málinu. Í símtalinu segir Einar meðal annars: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum, sagði hann, annars vegar að láta þá bara félagið sunka og það hefði bara verið spírall sem hefði tekið allt með sér. [...] Eða að fara þessa leið, sem er pínu hættuleg og er að reyna að halda genginu sæmilegu.”Ekki ólöglegt heldur áhættusamt Saksóknari bað Einar um að útskýra þessi orð sín og af hverju þeir hafi þurft að halda genginu „sæmilegu.” „Þarna er ég að vitna í samtal mitt við Ingólf. Hann er þessi „hann” sem ég minnist á. Ég skildi hann bara þannig að við ættum að vera með öflugan seljanleika, öfluga vakt í bréfunum,” svaraði Einar. Hann útskýrði síðan hvað hann hefði átt við með því að leiðin væri „pínu hættuleg”: „Þegar ég segi hættuleg þá er ég ekki að meina ólöglegt heldur að þetta sé áhættusamt. Það að hafa svona mikið af Kaupþingsbréfum hjá eigin viðskiputm hafði í för með sér tap á lækkandi markaði. Það er því áhættusamt að vera með þessa öflugu viðskiptavakt. Ég hefði ekki valið þessa leið en þeir völdu þessa leið. Þeir töldu greinilega að ávinningurinn væri meiri en tapið.”Koma í veg fyrir brjálæðislegar sveiflur Dómari spurði þá hverjir væru þessir „þeir”. „Já, eða það er sem sagt Ingólfur. Hann verður svo að svara hvort það hafi verið einhverjir aðrir með,” svaraði Einar. Yfirmenn Ingólfs voru forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson og stjórnarformaðurinn Sigurður Einarsson. Björn spurði svo hvort að Einar hafi verið í björgunaraðgerðum fyrir bankann. „Ég hélt ekki að ég væri í björgunaraðgerðum og hef aldrei haldið því fram. Mér fannst þetta ekkert óeðlilegt þó ég hefði sjálfur ekki valið þessa leið því hún getur valdið fjárhagslegu tjóni.” Hann var síðan spurður hvers vegna þetta hafi snúist svona mikið um gengi bréfa í bankanum. Svaraði Einar því til að það hafi verið til að koma í veg fyrir „þessar brjálæðislegu sveiflur.” Saksóknari sagði þá að “spírall” væru ekki sveiflur heldur einfaldlega lækkun og spurði hvort að væri verið að koma í veg fyrir spíralinn. „Ég get ekki svarað fyrir þá,” sagði Einar þá. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13 Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02 „Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21 Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu hvort að eigin viðskipti gætu „tæknilega blekkt markaðinn” Á meðal gagna í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er upptaka frá fundi innri endurskoðunar bankans með Einari Pálma Sigmundssyni, forstöðumanns eigin viðskipta, í nóvember 2007. 27. apríl 2015 19:30 „Ég hef ekkert vald í Kaupþingi” Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi, var ekki alltaf klár á því hvaða skilaboð forstjórinn, Ingólfur Helgason, var að senda varðandi hlutabréfakaup bankans í sjálfum sér. 27. apríl 2015 16:54 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings frá apríl 2007 og þar til bankinn féll í október 2008, hefur orðið nokkuð tíðrætt um það við skýrslutöku fyrir dómi í dag að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður.” Einar er einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings og hefur setið fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara í morgun. Í einu símtala sem spilað var fyrir dómi ræðir Einar að því er virðist erfiða stöðu Kaupþings á markaði við Birni Sæ Björnsson, verðbréfasala hjá eigin viðskiptum, sem einnig er ákærður í málinu. Í símtalinu segir Einar meðal annars: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum, sagði hann, annars vegar að láta þá bara félagið sunka og það hefði bara verið spírall sem hefði tekið allt með sér. [...] Eða að fara þessa leið, sem er pínu hættuleg og er að reyna að halda genginu sæmilegu.”Ekki ólöglegt heldur áhættusamt Saksóknari bað Einar um að útskýra þessi orð sín og af hverju þeir hafi þurft að halda genginu „sæmilegu.” „Þarna er ég að vitna í samtal mitt við Ingólf. Hann er þessi „hann” sem ég minnist á. Ég skildi hann bara þannig að við ættum að vera með öflugan seljanleika, öfluga vakt í bréfunum,” svaraði Einar. Hann útskýrði síðan hvað hann hefði átt við með því að leiðin væri „pínu hættuleg”: „Þegar ég segi hættuleg þá er ég ekki að meina ólöglegt heldur að þetta sé áhættusamt. Það að hafa svona mikið af Kaupþingsbréfum hjá eigin viðskiputm hafði í för með sér tap á lækkandi markaði. Það er því áhættusamt að vera með þessa öflugu viðskiptavakt. Ég hefði ekki valið þessa leið en þeir völdu þessa leið. Þeir töldu greinilega að ávinningurinn væri meiri en tapið.”Koma í veg fyrir brjálæðislegar sveiflur Dómari spurði þá hverjir væru þessir „þeir”. „Já, eða það er sem sagt Ingólfur. Hann verður svo að svara hvort það hafi verið einhverjir aðrir með,” svaraði Einar. Yfirmenn Ingólfs voru forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson og stjórnarformaðurinn Sigurður Einarsson. Björn spurði svo hvort að Einar hafi verið í björgunaraðgerðum fyrir bankann. „Ég hélt ekki að ég væri í björgunaraðgerðum og hef aldrei haldið því fram. Mér fannst þetta ekkert óeðlilegt þó ég hefði sjálfur ekki valið þessa leið því hún getur valdið fjárhagslegu tjóni.” Hann var síðan spurður hvers vegna þetta hafi snúist svona mikið um gengi bréfa í bankanum. Svaraði Einar því til að það hafi verið til að koma í veg fyrir „þessar brjálæðislegu sveiflur.” Saksóknari sagði þá að “spírall” væru ekki sveiflur heldur einfaldlega lækkun og spurði hvort að væri verið að koma í veg fyrir spíralinn. „Ég get ekki svarað fyrir þá,” sagði Einar þá.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13 Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02 „Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21 Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu hvort að eigin viðskipti gætu „tæknilega blekkt markaðinn” Á meðal gagna í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er upptaka frá fundi innri endurskoðunar bankans með Einari Pálma Sigmundssyni, forstöðumanns eigin viðskipta, í nóvember 2007. 27. apríl 2015 19:30 „Ég hef ekkert vald í Kaupþingi” Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi, var ekki alltaf klár á því hvaða skilaboð forstjórinn, Ingólfur Helgason, var að senda varðandi hlutabréfakaup bankans í sjálfum sér. 27. apríl 2015 16:54 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13
Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02
„Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21
Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu hvort að eigin viðskipti gætu „tæknilega blekkt markaðinn” Á meðal gagna í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er upptaka frá fundi innri endurskoðunar bankans með Einari Pálma Sigmundssyni, forstöðumanns eigin viðskipta, í nóvember 2007. 27. apríl 2015 19:30
„Ég hef ekkert vald í Kaupþingi” Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi, var ekki alltaf klár á því hvaða skilaboð forstjórinn, Ingólfur Helgason, var að senda varðandi hlutabréfakaup bankans í sjálfum sér. 27. apríl 2015 16:54