Gísli Pálmi segist aldrei hafa séð jafn mikið af eiturlyfjum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. apríl 2015 22:37 „Þetta er bara alvöru tónlist. Þeir sem fýla alvöru tónlist bara elska þetta, það er ástæðan fyrir því að tekið er svona vel í þetta.“ vísir/vilhelm Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson segist aldrei hafa ætlað sér að verða fyrirmynd annarra. Það sé ekki og verði ekki stefnan. Hann vinni sína vinnu af heiðarleika og hreinskilni og af því skýrist velgengnin. Þrátt fyrir gagnrýni muni hann ekki hætta að segja sögu sína og sannleikann „Hvaða góðir tónlistarmenn eru góðar fyrirmyndir? Það er ekki það sem ég er að reyna að skapa. Þetta er bara lífsreynslan mín og ég reyni meira að segja að fela hlutina, dempa þá niður og dulkóða þá. Auðvitað er þetta gróft sums staðar en þetta er raunveruleikinn eins og hann er,“ sagði Gísli Pálmi í þættinum Rokklandi á Rás 2 í dag. Rapparinn virðist vekja athygli hvert sem hann er. Óvægin tónlist hans, framkoma og talsmáti vekur ávallt umtal en hann lætur það lítið á sig fá. Hann gaf út sína fyrstu plötu á dögunum sem varð afar vinsæl. Svo mjög að hún rauk upp vinsældarlistana og fólk beið í röðum eftir að ná eintaki.„Ekki ég sem er að selja dópið lengur“ „Þetta er bara alvöru tónlist. Þeir sem fýla alvöru tónlist bara elska þetta, það er ástæðan fyrir því að tekið er svona vel í þetta. Ég er ekkert að bulla, það þekkja margir söguna mína og vita að það sem ég er að gera er bara ekta. Ég hef ekkert að fela og hef aldrei falið neitt,“ sagði hann í viðtalinu og bætti við að engir aðrir tónlistarmenn hafi þorað að segja söguna á þennan hátt, en lögin hans snúast meira og minna um eiturlyf og annað misferli. „Það er mjög mikið af eiturlyfjum í samfélaginu okkar. Ég hef aldrei séð jafn mikið. Venjulega voru það háskóla- og framhaldsskólakrakkarnir sem voru á móti því en ekki í dag [....] En það er ekki ég sem er að selja dópið lengur,“ sagði hann. Aðspurður hvort hann hefði selt fíkniefni sagði hann: „Það er alveg ótengt tónlistinni.“Viðtalið við hann má heyra á vefsíðu RÚV. Tengdar fréttir Frumburður Gísla Pálma rauk út: Í flokki með Sigur Rós í sölu Plata rapparans Gísla Pálma sló met í plötuversluninni Smekkleysu í gær. Rapparinn er orðlaus og þakklátur. 17. apríl 2015 08:45 Ný plata Gísla Pálma: Varð að fanga tímabilið með plötu Rapparinn Gísli Pálmi hefur nú lokið við plötuna sína, sem ber einfaldlega titilinn Gísli Pálmi. Hún kemur út eftir tvær vikur. Á plötunni sýnir Gísli Pálmi á sér nýjar hliðar, bæði í textagerð og lagasmíðum. 28. mars 2015 09:00 Gísli Pálmi með plötu á döfinni "Ég fann húsnæði, lokaði mig þar inni með tveimur félögum mínum og við unnum alla plötuna á tveimur mánuðum." 24. mars 2015 23:27 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson segist aldrei hafa ætlað sér að verða fyrirmynd annarra. Það sé ekki og verði ekki stefnan. Hann vinni sína vinnu af heiðarleika og hreinskilni og af því skýrist velgengnin. Þrátt fyrir gagnrýni muni hann ekki hætta að segja sögu sína og sannleikann „Hvaða góðir tónlistarmenn eru góðar fyrirmyndir? Það er ekki það sem ég er að reyna að skapa. Þetta er bara lífsreynslan mín og ég reyni meira að segja að fela hlutina, dempa þá niður og dulkóða þá. Auðvitað er þetta gróft sums staðar en þetta er raunveruleikinn eins og hann er,“ sagði Gísli Pálmi í þættinum Rokklandi á Rás 2 í dag. Rapparinn virðist vekja athygli hvert sem hann er. Óvægin tónlist hans, framkoma og talsmáti vekur ávallt umtal en hann lætur það lítið á sig fá. Hann gaf út sína fyrstu plötu á dögunum sem varð afar vinsæl. Svo mjög að hún rauk upp vinsældarlistana og fólk beið í röðum eftir að ná eintaki.„Ekki ég sem er að selja dópið lengur“ „Þetta er bara alvöru tónlist. Þeir sem fýla alvöru tónlist bara elska þetta, það er ástæðan fyrir því að tekið er svona vel í þetta. Ég er ekkert að bulla, það þekkja margir söguna mína og vita að það sem ég er að gera er bara ekta. Ég hef ekkert að fela og hef aldrei falið neitt,“ sagði hann í viðtalinu og bætti við að engir aðrir tónlistarmenn hafi þorað að segja söguna á þennan hátt, en lögin hans snúast meira og minna um eiturlyf og annað misferli. „Það er mjög mikið af eiturlyfjum í samfélaginu okkar. Ég hef aldrei séð jafn mikið. Venjulega voru það háskóla- og framhaldsskólakrakkarnir sem voru á móti því en ekki í dag [....] En það er ekki ég sem er að selja dópið lengur,“ sagði hann. Aðspurður hvort hann hefði selt fíkniefni sagði hann: „Það er alveg ótengt tónlistinni.“Viðtalið við hann má heyra á vefsíðu RÚV.
Tengdar fréttir Frumburður Gísla Pálma rauk út: Í flokki með Sigur Rós í sölu Plata rapparans Gísla Pálma sló met í plötuversluninni Smekkleysu í gær. Rapparinn er orðlaus og þakklátur. 17. apríl 2015 08:45 Ný plata Gísla Pálma: Varð að fanga tímabilið með plötu Rapparinn Gísli Pálmi hefur nú lokið við plötuna sína, sem ber einfaldlega titilinn Gísli Pálmi. Hún kemur út eftir tvær vikur. Á plötunni sýnir Gísli Pálmi á sér nýjar hliðar, bæði í textagerð og lagasmíðum. 28. mars 2015 09:00 Gísli Pálmi með plötu á döfinni "Ég fann húsnæði, lokaði mig þar inni með tveimur félögum mínum og við unnum alla plötuna á tveimur mánuðum." 24. mars 2015 23:27 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Frumburður Gísla Pálma rauk út: Í flokki með Sigur Rós í sölu Plata rapparans Gísla Pálma sló met í plötuversluninni Smekkleysu í gær. Rapparinn er orðlaus og þakklátur. 17. apríl 2015 08:45
Ný plata Gísla Pálma: Varð að fanga tímabilið með plötu Rapparinn Gísli Pálmi hefur nú lokið við plötuna sína, sem ber einfaldlega titilinn Gísli Pálmi. Hún kemur út eftir tvær vikur. Á plötunni sýnir Gísli Pálmi á sér nýjar hliðar, bæði í textagerð og lagasmíðum. 28. mars 2015 09:00
Gísli Pálmi með plötu á döfinni "Ég fann húsnæði, lokaði mig þar inni með tveimur félögum mínum og við unnum alla plötuna á tveimur mánuðum." 24. mars 2015 23:27