Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu hvort að eigin viðskipti gætu „tæknilega blekkt markaðinn” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2015 19:30 Einar Pálmi Sigmundsson. Vísir/GVA Á meðal gagna í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er upptaka frá fundi innri endurskoðunar bankans með Einari Pálma Sigmundssyni, forstöðumanns eigin viðskipta, í nóvember 2007. Einar Pálmi er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun og hafa sem forstöðumaður eigin viðskipta stuðlað að miklum kaupum á hlutabréfum bankans í sjálfum sér. Á það að hafa verið gert með það að augnamiði að halda verði bréfanna uppi. Saksóknari spilaði um 10 mínútna bút af upptökunni þar sem Einar segir meðal annars 80% af heildareign hlutabréfa eigin viðskipta sé í Kaupþingi. „Það helgast bara af því að við höfum verið að sjá til þess að bréfin lækki ekki of mikið eða of hratt. [...] Það er ekki út af því að okkur langi svo mikið að kaupa Kaupþing. Alls ekki. [...] Áður en krísan byrjaði 18. júlí [2007] áttum við nánast ekkert í Kaupþingi en nú eigum við marga marga milljarða.”„Höfum engan áhuga á að stjórna gengi Kaupþings” Starfsmaður innri endurskoðunar spyr hann síðan hvort að eigin viðskipti gætu ekki tæknilega haldið uppi verði hlutabréfa Kaupþings. „Já, tæknilega...” svarar Einar. „Blekkt markaðinn tæknilega?” „Já, ég held...” „Erum við þá ekki komin inn á eitthvað grátt svæði?” Einar útskýrir þá að félög á markaði séu alltaf að reyna að laga stöðu sína, meðal annars hinir stóru viðskiptabankarnir á Íslandi, Glitnir og Landsbankinn. Hann segir síðan: „Við höfum reynt að hafa þetta þannig að vera ekki of mikill kaupandi. Við höfum engan áhuga á að stjórna gengi Kaupþings og við höfum í raun verið sá banki sem hefur minnst haldið við sitt gengi.” Einar og starfsmenn innri endurskoðunar ræða svo um það sín á milli að í raun sé ekki hægt að stjórna gengi hlutabréfa Kaupþings. Til þess sé bankinn alltof stór og of mikið “flot” á honum á markaðnum.Öllum fannst Kaupþing vera á góðu verði Þegar Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Einar út í þennan fund lagði sakborningurinn áherslu á það að fundurinn yrði skoðaður í heild. Ekki væri hægt að kippa einni og einni setningu út. „Ef ég hefði verið að gera eitthvað ólöglegt þá er ég ekki viss um að ég hefði verið að segja innri endurskoðun frá öllu þessu. Allt samtalið er rétt og þú verður að skoða það sem þarna er sagt í samhengi. Þá er þetta allt satt og rétt.” Einar sagði svo að þeim hafi öllum fundist Kaupþing vera á góðu verði allan tímann. „Við vorum alltaf mjög jákvæðir á Kaupþing þó að markaðir hafi verið erfiðir.” Saksóknari spurði hann þá út í það að þeir hafi tæknilega séð getað blekkt markaðinn, að hann hafi sagt það á fundinum. Einar þvertók fyrir það. „Ég er ekki að segja það. Innri endurskoðun er að segja það og ég kemst ekki að til að svara. Ég er að segja að það eru allir með þessa viðskiptavaka og seinna segi ég svo að þetta [að blekkja markaðinni] sé ekki hægt með Kaupþing.” Dómþingi var slitið klukkan 16 í dag. Saksóknari gerir ráð fyrir að allur dagurinn á morgun fari í að spyrja Einar Pálma út úr og þá eiga verjendur eftir að spyrja sinna spurninga. Samkvæmt dagskrá á skýrslutöku yfir honum að ljúka á hádegi á miðvikudag og sest þá umtalaðasti maður aðalmeðferðarinnar hingað til, Ingólfur Helgason, í vitnastúkuna. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13 Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Á meðal gagna í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er upptaka frá fundi innri endurskoðunar bankans með Einari Pálma Sigmundssyni, forstöðumanns eigin viðskipta, í nóvember 2007. Einar Pálmi er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun og hafa sem forstöðumaður eigin viðskipta stuðlað að miklum kaupum á hlutabréfum bankans í sjálfum sér. Á það að hafa verið gert með það að augnamiði að halda verði bréfanna uppi. Saksóknari spilaði um 10 mínútna bút af upptökunni þar sem Einar segir meðal annars 80% af heildareign hlutabréfa eigin viðskipta sé í Kaupþingi. „Það helgast bara af því að við höfum verið að sjá til þess að bréfin lækki ekki of mikið eða of hratt. [...] Það er ekki út af því að okkur langi svo mikið að kaupa Kaupþing. Alls ekki. [...] Áður en krísan byrjaði 18. júlí [2007] áttum við nánast ekkert í Kaupþingi en nú eigum við marga marga milljarða.”„Höfum engan áhuga á að stjórna gengi Kaupþings” Starfsmaður innri endurskoðunar spyr hann síðan hvort að eigin viðskipti gætu ekki tæknilega haldið uppi verði hlutabréfa Kaupþings. „Já, tæknilega...” svarar Einar. „Blekkt markaðinn tæknilega?” „Já, ég held...” „Erum við þá ekki komin inn á eitthvað grátt svæði?” Einar útskýrir þá að félög á markaði séu alltaf að reyna að laga stöðu sína, meðal annars hinir stóru viðskiptabankarnir á Íslandi, Glitnir og Landsbankinn. Hann segir síðan: „Við höfum reynt að hafa þetta þannig að vera ekki of mikill kaupandi. Við höfum engan áhuga á að stjórna gengi Kaupþings og við höfum í raun verið sá banki sem hefur minnst haldið við sitt gengi.” Einar og starfsmenn innri endurskoðunar ræða svo um það sín á milli að í raun sé ekki hægt að stjórna gengi hlutabréfa Kaupþings. Til þess sé bankinn alltof stór og of mikið “flot” á honum á markaðnum.Öllum fannst Kaupþing vera á góðu verði Þegar Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Einar út í þennan fund lagði sakborningurinn áherslu á það að fundurinn yrði skoðaður í heild. Ekki væri hægt að kippa einni og einni setningu út. „Ef ég hefði verið að gera eitthvað ólöglegt þá er ég ekki viss um að ég hefði verið að segja innri endurskoðun frá öllu þessu. Allt samtalið er rétt og þú verður að skoða það sem þarna er sagt í samhengi. Þá er þetta allt satt og rétt.” Einar sagði svo að þeim hafi öllum fundist Kaupþing vera á góðu verði allan tímann. „Við vorum alltaf mjög jákvæðir á Kaupþing þó að markaðir hafi verið erfiðir.” Saksóknari spurði hann þá út í það að þeir hafi tæknilega séð getað blekkt markaðinn, að hann hafi sagt það á fundinum. Einar þvertók fyrir það. „Ég er ekki að segja það. Innri endurskoðun er að segja það og ég kemst ekki að til að svara. Ég er að segja að það eru allir með þessa viðskiptavaka og seinna segi ég svo að þetta [að blekkja markaðinni] sé ekki hægt með Kaupþing.” Dómþingi var slitið klukkan 16 í dag. Saksóknari gerir ráð fyrir að allur dagurinn á morgun fari í að spyrja Einar Pálma út úr og þá eiga verjendur eftir að spyrja sinna spurninga. Samkvæmt dagskrá á skýrslutöku yfir honum að ljúka á hádegi á miðvikudag og sest þá umtalaðasti maður aðalmeðferðarinnar hingað til, Ingólfur Helgason, í vitnastúkuna.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13 Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13
Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02