Lóan boðar komu sumars í Gamla Bíó: "Þetta verður rosaleg keyrsla“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. apríl 2015 17:28 Hluti þeirra sem kemur fram á Lóu. „Ég sá að vísu eina lóu um daginn og henni virtist vera kalt. Það er hins vegar enginn séns á því að þessi Lóa verði köld,“ segir Benedikt Freyr Jónsson, Benni B-Ruff, en hann er einn af forsprökkum viðburðar sem heitir Lóa. Þann 16. maí næstkomandi koma fram nítján plötusnúðar í Gamla Bíó og draga fram það allra besta sem þeir hafa upp á að bjóða . Listamennirnir nítján munu skiptast niður í fjóra hópa, Tetriz, Blokk, Plútó og Yamaho. Til eru útvarpsþættir sem bera þessi heiti og eru þeir allir á X-Tra að Tetriz undanskildum sem er á X-inu. „Við ætlum að fagna sumrinu. Mér hafði dottið í hug að halda skemmtilegan DJ-viðburð til að fagna komu sumarsins og Lóu nafnið datt í raun inn um leið. Ef vel tekst til núna er stefnan að hafa þetta árlegt.“ Tetriz þetta kvöldið skipa þeir B-Ruff og Fingaprint en sá síðarnefndi mun dusta rykið af vínylplötum. Í Blokk eru Housekell, Introbeats, Símon fknhndsm, Viktor Birgiss, Jónbjörn, Ómar E, Moff & Tarkin og Jón Reginald. Í Plútó má finna Hlýnun Jarðar, Kocoon, Tandra, Skurð, Juliu Ruslanovna, Skeng, Magga B og Gunna Ewok. DJ Yamaho verður síðan ein og sér. Hóparnir munu stíga á svið í þessari röð. „Ég held að menn eigi eftir að draga fram einhverjar rosalegar keyrslur fyrir kvöldið,“ segir Benni. „Mögulega verður þarna að finna eitthvað örlítið sumarlegra í tilefni af hækkandi sól en fyrst og fremst verður þetta keyrsla alla leið.“ Miðasala er hafin á Miði.is. Herlegheitin fara fram 16. maí næstkomandi og hefjast kl. 22.30. Tónlist Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég sá að vísu eina lóu um daginn og henni virtist vera kalt. Það er hins vegar enginn séns á því að þessi Lóa verði köld,“ segir Benedikt Freyr Jónsson, Benni B-Ruff, en hann er einn af forsprökkum viðburðar sem heitir Lóa. Þann 16. maí næstkomandi koma fram nítján plötusnúðar í Gamla Bíó og draga fram það allra besta sem þeir hafa upp á að bjóða . Listamennirnir nítján munu skiptast niður í fjóra hópa, Tetriz, Blokk, Plútó og Yamaho. Til eru útvarpsþættir sem bera þessi heiti og eru þeir allir á X-Tra að Tetriz undanskildum sem er á X-inu. „Við ætlum að fagna sumrinu. Mér hafði dottið í hug að halda skemmtilegan DJ-viðburð til að fagna komu sumarsins og Lóu nafnið datt í raun inn um leið. Ef vel tekst til núna er stefnan að hafa þetta árlegt.“ Tetriz þetta kvöldið skipa þeir B-Ruff og Fingaprint en sá síðarnefndi mun dusta rykið af vínylplötum. Í Blokk eru Housekell, Introbeats, Símon fknhndsm, Viktor Birgiss, Jónbjörn, Ómar E, Moff & Tarkin og Jón Reginald. Í Plútó má finna Hlýnun Jarðar, Kocoon, Tandra, Skurð, Juliu Ruslanovna, Skeng, Magga B og Gunna Ewok. DJ Yamaho verður síðan ein og sér. Hóparnir munu stíga á svið í þessari röð. „Ég held að menn eigi eftir að draga fram einhverjar rosalegar keyrslur fyrir kvöldið,“ segir Benni. „Mögulega verður þarna að finna eitthvað örlítið sumarlegra í tilefni af hækkandi sól en fyrst og fremst verður þetta keyrsla alla leið.“ Miðasala er hafin á Miði.is. Herlegheitin fara fram 16. maí næstkomandi og hefjast kl. 22.30.
Tónlist Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira