Tölvukerfi héraðsdóms liggur niðri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2015 09:19 Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli sem halda átti áfram klukkan 9 í morgun var frestað um klukkutíma. vísir/gva Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings sem halda átti áfram klukkan 9 í morgun hefur verið frestað um klukkutíma vegna þess að tölvukerfi Héraðsdóms Reykjavíkur liggur niðri. Ekki er hægt að komast inn í málaskrá og þá er hvorki hægt að taka upp né komast inn í tölvupósta eða á netið. Óljóst er hversu langan tíma það mun taka að koma tölvukerfinu í lag og var þinghaldi því frestað til klukkan 10.Hreiðar og Sigurður hafa ekki látið sjá sig Níu fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur Kaupþings eru ákærðir í málinu fyrir allsherjarmarkaðsmisnotkun og umboðssvik á ellefu mánaða tímabili fyrir hrun. Í seinustu viku lauk skýrslutökum yfir tveimur verðbréfasölum sem störfuðu hjá eigin viðskiptum bankans, þeim Pétri Kristni Guðmarssyni og Birni Sæ Björnssyni. Þeir eru sakaðir um að hafa keypt mikið af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði bréfanna uppi. Eiga þeir að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars þeirra Einars Pálma Sigmundssonar, forstöðumanns eigin viðskipta Kaupþings, og Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi. Báðir eru ákærðir í málinu og átti skýrslutaka yfir Einari Pálma að hefjast í morgun. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings-samstæðunnar, Sigurður Einarsson, sem var stjórnarformaður bankans og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg eru ákærðir fyrir aðild sína að málinu. Þeir afplána nú sem kunnugt er fangelsisdóma vegna Al Thani-málsins og hefur lítið sést til þeirra í héraðsdómi á meðan aðalmeðferðin hefur staðið yfir. Magnús leit við í klukkutíma síðastliðinn föstudag í fylgd fangavarða en Hreiðar og Sigurður hafa ekkert látið sjá sig. Að auki eru Bjarki H. Diego, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Kaupþings, og Björk Þórarinsdóttir, sem sat í lánanefnd bankans og starfaði á fyrirtækjasviði ákærð.Uppfært klukkan 10:05 Tölvukerfið komst aftur í lag og aðalmeðferð hófst að nýju klukkan 10. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10 Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01 Markaðsmisnotkunarmálið: Fékk sms frá forstjóranum vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi Skýrslutaka yfir Birni Sæ Björnssyni fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. 22. apríl 2015 18:00 Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. 24. apríl 2015 12:41 Hélt Hreiðari Má vel upplýstum um viðskipti með bréf í bankanum Skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá eigin viðskiptum Kaupþings, lauk klukkan 15 í dag, degi á undan áætlun. 24. apríl 2015 16:38 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings sem halda átti áfram klukkan 9 í morgun hefur verið frestað um klukkutíma vegna þess að tölvukerfi Héraðsdóms Reykjavíkur liggur niðri. Ekki er hægt að komast inn í málaskrá og þá er hvorki hægt að taka upp né komast inn í tölvupósta eða á netið. Óljóst er hversu langan tíma það mun taka að koma tölvukerfinu í lag og var þinghaldi því frestað til klukkan 10.Hreiðar og Sigurður hafa ekki látið sjá sig Níu fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur Kaupþings eru ákærðir í málinu fyrir allsherjarmarkaðsmisnotkun og umboðssvik á ellefu mánaða tímabili fyrir hrun. Í seinustu viku lauk skýrslutökum yfir tveimur verðbréfasölum sem störfuðu hjá eigin viðskiptum bankans, þeim Pétri Kristni Guðmarssyni og Birni Sæ Björnssyni. Þeir eru sakaðir um að hafa keypt mikið af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði bréfanna uppi. Eiga þeir að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars þeirra Einars Pálma Sigmundssonar, forstöðumanns eigin viðskipta Kaupþings, og Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi. Báðir eru ákærðir í málinu og átti skýrslutaka yfir Einari Pálma að hefjast í morgun. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings-samstæðunnar, Sigurður Einarsson, sem var stjórnarformaður bankans og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg eru ákærðir fyrir aðild sína að málinu. Þeir afplána nú sem kunnugt er fangelsisdóma vegna Al Thani-málsins og hefur lítið sést til þeirra í héraðsdómi á meðan aðalmeðferðin hefur staðið yfir. Magnús leit við í klukkutíma síðastliðinn föstudag í fylgd fangavarða en Hreiðar og Sigurður hafa ekkert látið sjá sig. Að auki eru Bjarki H. Diego, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Kaupþings, og Björk Þórarinsdóttir, sem sat í lánanefnd bankans og starfaði á fyrirtækjasviði ákærð.Uppfært klukkan 10:05 Tölvukerfið komst aftur í lag og aðalmeðferð hófst að nýju klukkan 10.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10 Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01 Markaðsmisnotkunarmálið: Fékk sms frá forstjóranum vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi Skýrslutaka yfir Birni Sæ Björnssyni fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. 22. apríl 2015 18:00 Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. 24. apríl 2015 12:41 Hélt Hreiðari Má vel upplýstum um viðskipti með bréf í bankanum Skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá eigin viðskiptum Kaupþings, lauk klukkan 15 í dag, degi á undan áætlun. 24. apríl 2015 16:38 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10
Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01
Markaðsmisnotkunarmálið: Fékk sms frá forstjóranum vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi Skýrslutaka yfir Birni Sæ Björnssyni fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. 22. apríl 2015 18:00
Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. 24. apríl 2015 12:41
Hélt Hreiðari Má vel upplýstum um viðskipti með bréf í bankanum Skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá eigin viðskiptum Kaupþings, lauk klukkan 15 í dag, degi á undan áætlun. 24. apríl 2015 16:38