Mortal Kombat aldrei betri og blóðugur sem aldrei fyrr Samúel Karl Ólason skrifar 25. apríl 2015 12:04 Þrátt fyrir að mörg kunnuleg andlit séu í leiknum hefur mörgum nýjum verið bætt við. Tíundi leikurinn í Mortal Kombat-seríunni er sá besti hingað til. Eins og áður er leikurinn best nýttur í að berjast við vini sína og vandamenn. Aftur á móti er sagan svo æðislega klisjukend og hallærisleg að það er stórskemmtilegt að fara í gegnum hana. Mortal Kombat X lítur vel út, allar hreyfingar hafa verið stórbættar og bardagar eru mjög flæðandi. Fjölmargir nýir karakterar eru kynntir til leiks og er hægt að spila þrjár útgáfur af þeim öllum. Það víkkar leikinn mikið og gerir spilunina skemmtilegri fyrir vikið. Þá er vert að nefna að MK hefur aldrei verið eins blóðugur. Það sem hefur þó lengi stuðað undirritaðan varðandi Mortal Kombat-leikina er að það er sama hvað maður æfir sig og lærir mörg brögð, maður virðist alltaf tapa fyrir fólki sem pikkar bara á einhverja takka á gífurlegum hraða og er svo steinhissa þegar það vinnur. Það getur reynt á sálina. Netspilun hefur verið bætt. Þegar leikurinn er fyrst spilaður þarf að velja einn af fimm flokkum sem berjast um stig í hverri viku. Sá flokkur sem sigrar er verðlaunaður með nýjum svokölluðum Fatalities, eða endabrögðum, breyttu útliti bardagamanna og öðru. Á heildina litið er Mortal Kombat umfram allt skemmtilegur leikur að spila. Framleiðendum leiksins, NetherRealm Studios, tekst vel að halda þróun leiksins áfram svo að bæði gamlir spilarar kannist við hann og nýir séu fljótir að læra inn á hann. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Tíundi leikurinn í Mortal Kombat-seríunni er sá besti hingað til. Eins og áður er leikurinn best nýttur í að berjast við vini sína og vandamenn. Aftur á móti er sagan svo æðislega klisjukend og hallærisleg að það er stórskemmtilegt að fara í gegnum hana. Mortal Kombat X lítur vel út, allar hreyfingar hafa verið stórbættar og bardagar eru mjög flæðandi. Fjölmargir nýir karakterar eru kynntir til leiks og er hægt að spila þrjár útgáfur af þeim öllum. Það víkkar leikinn mikið og gerir spilunina skemmtilegri fyrir vikið. Þá er vert að nefna að MK hefur aldrei verið eins blóðugur. Það sem hefur þó lengi stuðað undirritaðan varðandi Mortal Kombat-leikina er að það er sama hvað maður æfir sig og lærir mörg brögð, maður virðist alltaf tapa fyrir fólki sem pikkar bara á einhverja takka á gífurlegum hraða og er svo steinhissa þegar það vinnur. Það getur reynt á sálina. Netspilun hefur verið bætt. Þegar leikurinn er fyrst spilaður þarf að velja einn af fimm flokkum sem berjast um stig í hverri viku. Sá flokkur sem sigrar er verðlaunaður með nýjum svokölluðum Fatalities, eða endabrögðum, breyttu útliti bardagamanna og öðru. Á heildina litið er Mortal Kombat umfram allt skemmtilegur leikur að spila. Framleiðendum leiksins, NetherRealm Studios, tekst vel að halda þróun leiksins áfram svo að bæði gamlir spilarar kannist við hann og nýir séu fljótir að læra inn á hann.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira